Tíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. aprll 1977 MAÐURINN OG GRÓÐURMOLDIN bókmenntir Knut Hamsun: GRÓÐURJARÐAR Helgi Hjörvar isleníkaöi Ónnuö prentun 387 bls. Almenna bókafélagið 1976. Norskur erfiðismaður nemur land i norskri heiði á almenn- ingnum, „húsbóndalausu landi sem enginn átti”. Hann p'ður skóg og ræktar jörð, byggir bæ sinn sjálfur, eignast konu og börn og verður rikur, mest fyrir eigin dugnað og útsjónarsemi en lika af ástæöum sem voru hon- um ósjálfráðar. Þannig eru megnindrættirnir i ævi Isaks, einnar aðalpersón- unnar i hinni frægu skáldsögu Hamsuns, MARKENS GRÖDE, sem á islenzku hefur hlotið nafnið Gróöur jarðar. Markens gröde kom fyrst út áriö 1917, og árið 1920 aflaði sagan höfundi sinum Nóbelsverölaunanna. — Fyrir mörgum árum las Helgi Hjörvar þessa sögu i útvarp, hún var prentuð og kom út á is- lenzku árið 1960, og nú gefst nýrri kynslóö islenzkra skáld- sagnalesenda kostur á að kynn- ast þessu ágæta verki. Það lætur að likum um svo auðugu skáldsögu sem Gróður jarðar, aö dómar um hana hafa orðið á ýmsan veg. Einn telur þennan þátt hennar merkastan, annar hinn. Sumum hefur orðiö starsýnastá þau félagslegu við- horfsem lesa má út úr sögunni. Höfundur þessa greinarkorns getur fúslega játað, að honum þykir mest koma til mannlýs- inganna i þessari frægu bók. Fólkið á blöðum hennar verður okkur þvi nákomnara sem við lesum vandlegar. Þótt það kunni að þýkja undarlegt, þá hefur mér alltaf fundizt sjálfur „höfuðpaurinn”, Isak, fyrsti landneminn i heið- inni, vera sú persóna bókarinn- ar, sem einna erfiðast er að festa fullan trúnað á. Það er margoft tekið fram, hvað hann sé heimskur, „svo klaufálegur aö hugsa,” en þó er hann útsjón- arsamur og talsvert hugkvæm- ur smiður, og þegar fjármál eru annars vegar, er hann býsna framsýnn, þótt ihaldssamur sé i hina röndina. — Nú er það að visu ekki óalgengt að kjánar kunni að græða fé, og margur hefur verksvit, þótt hann virðist heimskur að flestu öðru leyti. En Isak er hafður of heimskur til þess að auðveR sé að trúa þvi að honum heppnist flest eða allt sem hann tekur sér fyrir hend- ur. Allt öðru máli gegnir um Ingi- gerði konu Isaks. Hún er full- komlega eðlileg og sannfærandi frá upphafi til enda. Höfundur segir reyndar að hún hafi „ekki neitt dásemdarhöfuð með gáf- um i,” en samt er hún „góð og blessuð”. (Bls. 13). Hún hefur ekki gifzt i heimahögum sinum, af þviað hún er með andlitslýti, og þess vegna fer hún i heiðina til einsetumannsins ísaks, þau gera kotið hans aö myndarbýli og kalla það i Landbrotum. Ingigerður er kvenmaður frá hvirfli til ilja. Eftir að hún hefur látiö gera við andlitslýti sin stendur ekki á þvi að karlmenn veiti henni athygli, og hún hefur sizt á móti þvi. Hún er h'fsþyrst og blóðheit, enda hrasar hún á svellinu, jafnvel eftir að börn þeirra Isaks eru komin á full- orðins ár, og hún sjálf tekin að reskjast. Hún er náttúrubarn, alltaf eðlileg og sjálfri sér sam- kvæm.og þötthenni verði það á einu sinni á ævinni að vinna voöaverk, (og hljóti dóm fyrir) þá er hún ekki spillt. Synir Isaks og Ingigerðar, þeir Sigvarður og Eleseus, eru lika sannfærandi og trúverðug- ir, hvorá sinn hátt. Sigvarður er traustur sterkur, gamansamur og hygginn, og lesandinn sann- færist fljótt um að hann sé sá sem muni taka við jörðinni af foreldrum sinum i fyllingu tim- ans. Eleseus, aftur á móti, er pasturslitill, reikull i ráði og i- stöðulaus.en ekki vondrar gerð- ar. Hann lendir i kaupstað á skrifstofu, og:... „kannski var þessu svo varið að þessi piltur var af góðu bergi brotinn og vel gerður einu sinni, en komst inn i tilbúið umhverfi og var gerður að umskiptingi?” (Bls. 367) Og Isak eingast nýja og nýja sporgöngumenn. Nýir og nýir menn nema land i heiðinni, bæj- unum þar fjölgar sifellt og lífið verður margbreytilegra. Þarkoma mikið við sögu tvær kvenpersónur sem eru báðar svo hnitmiðaðar og framúr skarandi vel gerðar, að ekki er hægt að skrifa greinarstúf um þessa bók, án þess að þeirra sé getið sérstaklega. Onnur er Barbro, ráðskona og barnsmóðir Axels á Mánalandi, sem er einn landnemanna i heiðinni. Faðir hennar hefur einnig numið þar land, en orðið litið úr fyrir honum, enda er hann litilla sanda og litilla sæva. Sjálf hefur Barbro verið i Björgvin og kynnzt ýmsu þar, og þegar hún kemur aftur á æskustöðvar sinar i heiöinni, er hún gerspillt. Hún lætur sér ekki nægja að draga Axel á tálar, heldur fyrirfer hún barni þeirra um leið og það fæðist. Axel fað- irinn er likastur helsæröu dýri eftir þann atburð,og þegar hann skammar Barbro fyrir ódæðið eru ,,rök” hennar þau aði fyrsta lagi hafi hún ekki myrt barnið og i öðru lagi, að þótt hún hefði gert það, þá væri það ekki svo ýkja saknæmt þviað hún viti að konurnar i bæjunum geri þetta oft, bæði þegar börnin eru ný- fædd og ófædd. Og i þriðja lagi segir hún að þetta geri ekkert til, af þvi aö engin hætta sé á þvi aö það komist upp. — Þetta er heimspeki hins siðlausa, sem gerirekki mun á réttu og röngu. Eftir það sem á undan er geng- ið, kemur lesandanum það ekki svo mjög á óvart, þótt Barbro kóróni hegðan sina með þvi að svikja sig inn á Axel i sögulok, af þvi að hún veit aö hann er veikur fyrir henni, og að þessi gamli atburður barnsmorðið tengirþau saman á vissan hátt. Hin kvenpersónan sem svo mjög kemur við sögu mannlifs- ins iheiðinni er Ólina. Höfundin um hefur tekizt að gera hana ó- gleymanlega, þótt á hinn bóginn sé kannski ennþá erfiðara að hafa samúð með henni en Barbro. Ólina minnir talsvert á tvær kven,,hetjur” i islenzkum bókmenntum, þærGróu á Leiti og Settu i Bollagörðum, og þó er hún i rauninni verri en þær báð- ar, — svo innilega hábölvuð er hún, yzt sem innst. Hún snikir og stelur, lýgur og smjaðrar, og kemur illu á stað, hvar sem hún fer. En svo ókræsileg persóna sem kerling þessi er, er hún dregin slíkum meistaradrátt- um, að hvergi skeikar. Hér hefur aðeins verið minnzt á fáar af fjölmörgum persónum i Gróðri jarðar. Freistandi væri að tala um fleiri menn „á þeim bæ”, en hér skal þó látið nægja að lokum að minnast á Geissler lénsmann. Hann er mannlegur og góðviljaður og lesandanum verðurundirhlýtt tilhans. Ef til vill er hann sjálfum sér verstur, en hann veit sinu viti, ekki siður en þeir sem þykjast honum fremri. Þó að hér hafi einkum verið dvalizt við persónulýsingar i Gróðri jarðar, væri ærin ástæða til þess að nefna fleiri þætti sög- unnar þar á meðal „þjóðfélag” hennar. Islenzkir lesendur hafa alveg sérstaka ástæðu til þess að gera slika þjóðfélagslega at- hugun á bókinni, þvi vitaö er og löngu viðurkennt, að eitt af önd- vegisverkum islenzkra bók- mennta, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, er skrifað i „visvitandi andófi” við þessa skáldsögu Hamsuns. (Peter Hallberg: Verðandi-bókin um Halldór Laxness, útg. 1955 bls. 40). Og sjálfur segir Laxness i bók sinni, Úngur ég var: „Laungu siðar setti ég saman skáldsöguna Sjálfstætt fólk þar sem allar hugmyndir fara vit- andi vits i þveröfuga átt við Hamsun um vandamál bænda.” (Úngur eg var, bls 150). Sjálfsagt hafa norksir bændir yfirleitt lifað á „mismunandi stigum fátæktar” á þeim tima, þegar Gróður jarðar á að ger- ast. Ef til vill er það skortur á raunsæi að láta einn þeirra efn- ast. Og hverju voru allir hinir bættari, þótt tsak i Landbrotum yrði rikur? En sé Hamsun að vaða reyk, þegar hann lætur tsak komast i efni, er hætt við að fleira i sögunni þurfi nánari athugunar við. Undirritaður leyfir sér t.d. að draga i efa, að Lappar hafi, — á þeimtima sem Gróður jarð- argerist, — verið sá smjaðrandi og hnuplandi betlilýður sem þeir eru látnir vera i sögunni. Og eru rauðsokkur vorra daga ánægðar með allar kvenlýs- ingarnar í bókinni? Hvað segja þærum hina feiknlegu kvenrétt- indaræðu sem lénsmannsfrúin hélttil varnar Barbro, þegar hin siðarnefnda stóð fyrir rétti sök- uð um barnsmorð? — Ég minn- istþess naumast að hafai annan tima séð „rétt konunnar” dreg- inn svo miskunnarlaust sundur og saman i logandi háði. En hvort sem við erum sam- mála eða ósammála þjóðfélags- legum viðhorfum Hamsuns, eins og þau birtast i þessari bók, þá bregður svo við að það eru ekki „skoðanirnar” i Gróðri jarðar, sem verða okkur hug- stæðastar, þegar upp er staðið, heldur seiðmagn stilsins, og hið auðuga mannlif sögunnar. Það er maðurinn, „hinn eilffi mað- ur,” sem bókin birtir okkur, og verður okkur minnisstæðastur að loknum lestri. Við getum sagt, að Gróður jarðar sé and-félagsleg saga. Menn geta verið sannfærðir um að strjálbýli sveitanna sé óæski- legt samfélagsform, og heiðar- búskapur heimska. Við getum velfallizt á að Bjartur i Sumar- húsum sé eðlilegri „heiðar- bóndi” en ísak i Landbrotum og að liklegra sé, að einyrki sem byrjar búskap sinn inni i ó- byggðum m eð tvær hendur t óm - ar, hljóti örlög Bjarts en örlög ísaks. En er slikt nokkur loka- dómur um varanlegt gildi skáldverka? Á öllum öldum hef- ur stórbrotin list auðgað lif manna með ólikar skoðanir og lifsviðhorf. (öldum saman sóttu Islendingar sér styrk i fornbók- menntir sinar, þótt þeir væru hins vegar á móti þvi að leysa sambúðarvanda manna með blóðhefndum og vigaferlum). Maðurinn er löngum sjálfum sér likur. Éðli hans er hið sama, hvort sem hann byggir hreysi sitt úr grænlenzkum snjó, is- lenzkum moldarhnausum eða norsku timbri. — Hamsun segir um ísak i Landbrotum á næst öftustu siöu bókarinnar: — „Hann er heiðarbúi i húð og hár og jarðyrkjumaður án allrar miskunnar. Hann er upprisinn úr fortiðinni og markar stefn- una inn i framtiðina, maður frá hinni fyrstu jarðyrkju, lands- námsmaðurinn, niuhundruð ára gamall, og enn á ný maður dagsins i dag.” Gróður jarðar varð snemma vinsæl bók og viðlesin. Hún hef- ur vitanlega sina annmarka eins og önnur mannaverk en kostir hennar gefa henni sterkt aðdráttarafl. Og lengi munu glöggirlesendur hafa ánægju og listræna nautn af þessu verki hins norks sagnameistara. — VS - Svört messa á pólsku Skáldsaga Jóhannesar Helga, Svört messa, er komin út á pólsku, og er útgefandinn forlagið Wydawnictwo Poznanskie i Poznan. Zofia Gadzinianka og Robert Stiller þýddu bókina, en Witold Nawrocki ritar formála. Bókin er gefin út I tiu þúsund eintökum. Fyrir einu ári kom þessi sama saga út I Litháen I tuttugu og fimm þúsund eintökum og haföi áður veriö gefiö út á rússnesku. Þá er leikgerð sögunnar, fram- haldsleikritiö Eyja I hafinu, sem flutt var í rikisútvarpinu f fyrra, væntanleg á norsku á þessu ári i þýðingu Ivers Eskelands. Fjórir þeirra sem hlutu starfslaun — Timamynd: GE 7 mánaða laun: Arnar Jónsson, leikari, til leiklistarstarfa. Kjartan Guðjónsson, list- málari, til undirbúnings mál- verkasýningar, gera myndir við fornbókmenntir i grafik. 4 mánaða laun: Jón Gunnar Arnason, myndhöggvari, til að ljúka verkum og undirbúa sýningu. Tryggvi ölafsson, listmál- ari, til að undirbúa málverka- sýningu i Reykjavik. 3 mánaða laun: Askell Másson, tónlistar- Sjö listamenn fá starfslaun ÚTHLUTAÐ hefur verið starfslaunum til sjö lista- manna, 120 þúsund krónum á mánuði. Úthlutunarnefndina skipuðu Halldór Kristjánsson, formaður úthlutunarnefndar listamannalauna, Thor Vil- hjálmsson, forseti Bandalags islenzkra listamanna og Árni Gunnarsson, deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu. Fimmtiu og tvær umsóknir bárust. Þessir fengu starfs- laun sem hér segir: 12 mánaða laun: Björg Þorsteinsdóttir, lfst- málari, til að vinna að grafik og málverkum. maöur, til aö vinna að sinfón- isku verki. Þráinn Bertelsson, rithöf- undur, til að vinna að kvik- myndahandriti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.