Tíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 24
r V L 1 Ífirtiiwf 1 28644 28645 HREVnii 1— 7 i ' G - Ðl fasteignasala öldugötu 8 XJt Fimmtudagur 28. april 1977 bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurösson 5fmi 8 55 22 fyrir góóanmat ^ KJÖTIÐNAÐAftSTÖÐ SAMBANDSINS Hef jast umræður um lágmarkskaupið í dag? gébé Reykjavik. — Eftir tveggja daga árangurslausa samningafundi, virtist i gær sem eitthvað væri farið aö þoka i rétta átt. Vinnuveitend- ur féllust á sumar vfsitölutil- lögur ASt, en þó með nokkrum skiiyrðum. Samninganefnd ASÍ, gerði athugasemdir við orðsendingu vinnuveitenda i gærdag og segir þar ma. aö ef þeim athugasemdum verði fullnægt, þá telji þeir (þ.e. ASÍ) að grundvöllur sé að hefja umræður um lágmarks- kaupið. — Samningafundirnir hófust um klukkan fjögur I gær að Hótel Loftleiöum og lauk laust fyrir klukkan átta. Samningafundum var frestað til kl. 14 I dag, þannig að „bolt- inn” ef svo má að orði komast er i höndum vinnuveitenda eins og málin standa nú. lfér á eftir fara vlsitölutil- lögur ASl, ásamt orösendingu v innu veitenda og athuga- semdum ASt við hana: Visitölutillögur ASl: 1. Kaupgjaldsvisitala verði að öllu söm og framfærsluvisi- tala, nema að þvi leyti að lið- urinn áfengi og tóbak falli út úr grunnkaupgjaldsvlsitölu. 2. Kaupgjaldsvisitala svo breytt, verði sett 100. 1. april og verð- bætur reiknaðar frá þeim grunni. 3. Verölagsbætur i samræmi við breytingar kaupgjaldsvisitölu koma til greiðslu I fyrsta skipti hinn 1. júni ’77 og siðan á 3ja mánaöa fresti miðað við verðlag i byrj- un næsta mánaöar á undan. 4. Allar verðbreytingar á vöru eða hvers konar þjónustu eru óheimilaðar nema þær séu á- kveðnar af réttum verölags- yfirvöldum og komi aðeins tii framkvæmda á tilteknum dagsetningum. þ.e.a.s. frá 20. til loka hvers mánaðar, sem næstur er á undan þeim mán- uöi er verðlagsbætur koma til framkvæmda. 1 fimmta ,og síðasta lið, sem er i raun til viðbótar þeim fjórða, þannig að einhverjar verðhækkanir komi til fram- kvæmda á öörum tima en þeim er gefin er i 4. lið og komi þar af leiðandi ekki til verð- bóta á þvi verðlagstimabili, skuli slikar verðhækkanir bættar I kaupi á næsta verð- lagstimabili. Þá er komiö að orðsendingu vinnuveitenda, en þeir fallast á 1. lið ASI-tillögunnar og á meginhugmynd 5. liðs að upp- fylltum eftirfarandi skilyrðum: Kaupmáttaraukning sú, sem leiðir af kjarasamningum og opinberum aðgerðum i tengslum við kjarasamninga, má ekki fara fram úr þvi, sem þjóðarbú og atvinnuvegir fá risið undir. I þvi sambandi liggur beinast viö að leggja til grundvallar spá Þjóðhags- stofnunar um aukningu þjóö- artekna á þessu ári. I samningnum verði ákvæði um endurskoðun á visitölu- bótakerfinu sem samningarn- ir ákveða, þannig að draga skuli úr launahækkunum af þess völdum, reynist við- skiptakjör þjóðarinnár út á við og/ eða útflutningsmagn verða lakari á samningstim- anum en nú er ætlað. Um þessar breytingar verði samið milli heildarsamtaka. Aðilar nefni sérfróða menn, til þess hvor af sinni hálfu ásamt þriðja aðila frá hinu opinbera, að leggja drög að slikum endurskoðunarreglum. Leiðréttingar eftir á taki ekki til hækkunar, sem orðið hefur á opinberri vöru og þjónustu meira en 10 dögum fyrir útreikningsdag fram- færsluvisitölunnar. Og hér að siðustu koma et- hugasemdir ASI við orðsend- ingu vinnuveitenda i gær: 1. Spár um aukningu þjóðar- Frarphald á bls. 4 á þökog veggi nýrra og gamalla bygginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verið sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæðningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. Komiö með teikningar, viö reiknum út efnisþörf og gerum verötilboö. PLANNJA Sænsk gæðavara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 Bitid nærri greni: Kenýusímtal á síma N ey tendasamtakanna JH — Reykjavlk. — Neytenda- samtökin eru til þess stofnuð að gæta hagsmuna þeirra, sem kaupa vöru eða þjónustu af öðr- um, svo sem kunnugt er. Aðsjálf- sögðu koma til þeirra kasta mál af ýmsu tagi, þvi að margir hafa orðið eöa telja sig hafa orðið fyrir misrétti I viðskiptum. En þess eru lika dæmi, að Neyt- endasamtökin þurfi aö verja sína eigin hagsmuni. I febrúarmánuöi sfðastliðnum fengu þau sfma- reikning, þar sem tiundað var slmtal, sem Jónas nokkur S. var sagður hafa átt við mann i Kenýu. Menn hjá Neytendasamtökun- um kunnu engin skil á Jónasi þessum S. Þegar kvörtun var bor- in fram, var það staðfest, að Kenýusamtal þetta væri skráð á slma Neytendasamtakanna, 21666, og ekki fannst neinn Jónas S., sem haföi svipaö slmanúmer, og horfði heldur þunglega um leiöréttingu. A hinn bóginn vildi svo til, að gjaldkeri Neytendasamtakanna þekkti mann þann I Kenýu, O-son, sem talað haföi veriö viö, og við fyrirhafnarsama eftirgrennslan af hálfu gjaldkerans tókst að hafa upp á fólki, sem þekkti Jónas S. Þegar til hans náðist, gekkst hann Fiðrildi í hveiti- klíði JH — Reykjavik. — I Neyt- endablaðinu er skýrt frá þvi, að I nóvember siðastliðnum hafi maöur komið til Neyt- endasamtakanna og kvartað um það, að mölflugur væru i hirzlu, sem hveitiklið var geymt I i ibúð I Reykjavik. Maöurinn kom með sýni af hveitikliöinu, og var þaö sent Heilbrigðiseftirliti Reykja- vikur. Orskurður þess var á þessa leið: „Danskt Nutana-hveitiklið. I pakkanum voru talsverð ummerki eftir fiðrildalirfur, og einnig fundust leifar af fiðr ildapúpu og fullorðnu mjöl- fiðrildi af tegundinni lephestia kOhniella”. ----------- B fúslega viö aö hafa talað við manninn I Kenýu úr sima 26066. En þá höfðu Neytendasamtökin reynt það á sjálfum sér, sem starfsfólki þeirra er raunar full- kunnugt, hvaða fyrirhöfn það kostar að fá leiðréttingu mála sinna. Fágæt sjón á Austurvelli Sú var tiðin, að engum kom á óvart að sjá hesta á Austurvelli. Þar slógu bændur tjöldum sinum hér áður fyrr. Nú gegnir öðru máii. — Timamynd: Róbert. pAj T t nr púcT i riijijl Uur Jl HjOI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.