Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 9. júli 1977 Feitt kjöt, útflutn- ingsbætur á afuröir og byggðas tef nan Feitt kjöt og útflutn- ingsbætur er eitt vinsæl- asta umræðuefni fólks í þéttbýlinu um þessar mundir. Nú vilja neyt- endur léttmjólk og að sjálfsögðu léttast einhver ósköp um leið. Fulltrúar bænda í sex-manna- nefndinni, sem ákveða verðlagningu land- búnaðarafurða, hafa samþykkt fyrir sitt leyti að fituskert mjólk verði sett á markaðinn. Þeir telja jafnframt, að þá mjólk ætti að selja á svip- uðu verði og fullfeita mjólk, en lækka verð á smjöri. Þannig mundu framleiðendur ekki hagn- ast á þessari breytingu. Annars var ekki ætlunin að skrifa um mataræði íslendinga eða hvað sé hollt eða óhollt, heldur að fjalla lítið eitt um útf lutningsbætur og byggðarstefnu. Útflutningur á land- búnaðarafurðum. Landbunaðarafuröir hafa verið fluttar út frá upphafi byggöar hér á landi, en það eitt mælir ekki endanlega með aö áfram skuli verða framleiddar landbúnaöarafurðir til útflutn- ings. Það er þó staöreynd aö fluttar hafa veriö út búvörur i 1050 ár, án þess að greiða þyrfti veröiöi niður, en i tæpa tvo ára- tugi hefur oröiö að greiða með þessum útflutningi. Það sem skeð hefur er einfaldlega að búfjárafurðir eru verðlagðar það lágt i millirikjaviðskiptum, aö framleiðslukostnaöur næst ekki. Það er sama hvort varan er framleidd á Islandi, Dan- mörku eða Bretlandi. Þetta ástand i verzlun með búfjáraf- urðir hafa nær allar þjóöir oröiö aö sætta sig við nú um nokkurt árabil. Þar meö er ekki sagt, að eðlilegt ástand geti ekki skapazt á ný, á þessu sviði. útf lutningsbætur eöa samdráttur Ýmsir hafa orðið til þess aö benda á, að réttara væri aö tak- marka framleiösluna eingöngu við þarfir innlenda markaðar- ins, þegar litið fæst fyrir fram- leiðsluna i útflutningi Þetta hef- ur verið reynt viða erlendis en yfirleitt lánast illa. 1 Noregi fá bændur, nú um þessar mundir uppbót á mjólkurverðið ef þeir framleiða minni mjólk en þeir gerðu i fyrra. Mjólkurfram- leiösla hjá Norðmönnum var rétt um 5% umfram þarfir inn- lenda markaðarins á siðastliðnu ári. UIAÍION i'OII.JAI' AIU I A 1.I.IJ/U f!A vKAKIAN K>H !.!/ IISIIK 1.1. 19/0 120-330 p/kg 55 p/kg I ------ > " KINDAKJÖT 525 j>/kg S T Y R K I R T I KJÖTFRAMLEIÐSLU VERÐLAGSÁRIÐ 1977/78 Á HINUM MIS MUNANDI SVÆÐUM útf lutningsbætur hjá Finnum 66 milljaröar kr. Hjá Finnum er vandamálið mun hrikalegra, þvi mjólkur- framleiðslan er 30% umfram neyzlu i landinu. Af svinakjöti framleiða þeir 9% meira en neyzlan er, 62% meira af eggj- um og 47% meira af hveiti. Þessa umfram-framleiðslu ætla Finnar sér að selja úr landi, þeir áætla að verja til útflútnings- bóta með landbúnaðarafurðum i ár sem svarar til 66 milljörðum isl. kr. Finnar hafa reynt að draga úr framleiðslúnni, t.d. með þvi að greiöa bændnm ákveðna npp- hæð fyrir hvern ha. ræktaðs lands, sem tekinn var úr ræktún Samtimis þvi sem þeir hafa verið að reyna að finna leiðir til að draga úr framleiðslunni, hafa þeir veitt bændum i Norð- ur-Finnlandi sérstakan stuöning til að auka framleiðsluna og reyndar er þessi styrkur greidd- ur til fleiri landssvæða, þar sem talin eru erfiö búskaparskilyrði. Bændur fá m.a. styrk út á kýrn- ar, hámarksstyrkur, sem greiddurer I N-Finnlandi, svar- ar til 13.800 kr. isl. á hverja mjólkurkú og að auki fá þeir viðbótargreiðslu á hvern mjólk- ur litra, sem eru rúmar 16 kr. Samhliða þvi sem offram- leiðsla veldur Finnum áhyggj- um, stuðla þeir beinlinis að auk- inni framleiðslu i afskekktari byggöarlögum. Hvers vegna skyldu nú Finnar vera svona óskaplega úndarlegir? Þeirra viöhorf er, aö það sé ódýrara og jafnframt öllu manneskjulegra að halda uppi landbúhaöi, en aö aö fólk sem starfar við fram- leiösluna og i tengslum viö hana verði atvinnulaust og komist á framfæri hjá rikinu eða hrein- lega flýji úr landi. Rétt er að geta þess aö þaö er ekki eingöngu mjólkurfram- leiðslan, sem styrkt er i N-Finn- landi, þar fá sauðfjárbændur sem svarar 235 kr. isl. auka- framlag á hvert kg. af kinda- kjöti sem þeir framleiða. Útf lutningsbætur eða framleiðslustyrkir Að sjálfsögöu eru til ýmsar færar leiðir i landbúnaðarfram- leiðslunni, aðrar en hafa hana óhefta og greiða öllum jafnt á hverja framleiðslueiningu, hvort sem framleiöslan hjá þeim er mikil eða litil, eða hvort þeir búa við góð eða slæm skil- yrði. Það mætti hugsa sér að við hefðum svipaðan hátt á og Finn- ar og Norðmenn, þaö er að greiöa sérstaka uppbót á alla framleiðslu þeirra bænda, sem búa i afskekktari byggðarlög- um. Það mundi varla vefjast fyrir landbúnaðarsérfræðingum aö skipta landinu niöur i fram- leiðslusvæöi og borga mismun- andi fyrir afuröirnar sam- kvæmt þeirri skiptingu Einnig kæmi til greina að hafa svipað fyrirkomulag og viöa tðkast (t.d. I Bretlandi og Noregi) að greiða ákveðna upphæð á hvern ásettan grip, upphæðin miðaðist þá við bústærö og búsetu. Fyrst i stað kæmi vel til greina að yfirfæra útflutnings- bætur sem beina framleiðslu- styrki. Miðað við fjölda sauðfjár og mjólkurkúa gæti framlagið verið úm 2000 kr. á vetrarfóðr- aða kind og um 16-22 þús. kr. á hverja mjólkurkú. Eflaúst eru margir, sem mundu vilja lita á slikar greiðsl- ur sem styrki til bænda, það skiptir i sjálfu sér engu máli, eða ætti ekki aö gera það fyrir bændastéttina. Auðvitað er ekki um að ræða styrki til bænda frekar en til neytenda, þetta yrði eingöngu gert til að styrkja stöðu dreifbýlisins og jafna að- stöðu bændanna, og jafnvel bezta leiðin til að tryggja bænd- um sambærilegar tekjur og öör- um. Agnar Guönason, blaðafuUtrúi bændasamtakanna, skrifar W —.. .. n. .. ....... ' '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.