Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 9. júli 1977 Laugardagur 9. júli 1977 11 KS-Akureyri — Akureyri er tvl- mælalaust ókrýndur höfuBstaBur landsbyggBarinnar. Bærinn hefur jafnan notiB þeirrar gæfu, aB i fararbroddi viB stjórn bæjarins hafa veriB ötulir og hæfir menn, sem boriö hafa hag bæjarins fyrir brjósti, og stuBlaö aB vexti hans og viBgangi. Þá hefur samvinnu- hreyfinginum árabil veriB sterk i bænum og átt drjúgan þátt i mót- un hans, honum til hagsældar. 1 atvinnulifi bæjarins eru fjórar stoBir styrkastar, en þaB er starf- semi SambandsverksmiBjanna, Kaupfélags EyfirBinga, Út- ger&arfélags Akureyringa h/f og SlippstöBvarinnar. Auk þessara meginstoBa blómgast I bænum margskonar iBnaBur ásamt öBrum starfsgreinum, þótt i smærri stil séu. A Akureyri hefur til langs tima rikt mikiB jafnvægi i atvinnulifinu og yfirleitt hefur HtiB boriBá atvinnuleysi i bænum. Miklar framkvæmdir eiga sér nú staB á Akureyri um þessar mundir, og ber þar langt hæst hitaveituna sem unniB er viB af fullum krafti. Búizt er viB þvi aB um næstkomandi áramót verBi búiB aB tengja fyrstu húsin viB hina nýju hitaveitu. Þá eru nú á lokastigi framkvæmdir viB nýju vöruhöfnina og stööugt er unniö aB stórfelldri viöbótarbyggingu viB fjóröungssjúkrahúsiö. Nú eru hafnar byrjunarfram- kvæmdir viö svæBisi{H-óttahús á Akureyri og miklar IbúBa- og byggingaframkvæmdir eiga sér staB. íbúar Akureyrar voru um siöustu áramót 12.250 og haföi þeim f jölgaö um 327 frá fyrra ári. Fréttamaöur ræddi nýlega viö Helga M. Bergs, bæjarstjóra á Akureyri og innti hann frétta úr bænum. Hitaveitan. Hitaveitan er tvimælalaust lang stærsta verkefni sem Akur- eyrarbær hefur ráöizt i fyrr og siöar. Stofnkostnaöur hitaveit- unnar mun sennilega veröa á milli 3,5-4 milljaröar kr., og ber þar langhæst dreifikerfi fyrir bæ- inn, sem væntanlega veröur ná- lægt 2 milljörBum. Helgi sagöi aö stefnt væri aö þvf aö ljúka lagn- ingu 1. áfanga aöveituæöar og dreifikerfis fyrir næstkomandi áramót, og fyrstu hverfin sem tengjast munu hitaveitunni er syöri brekkan austan Mýrarveg- ar.Heimæöagjöld reiknast af rúmmetrafjölda ibúöarinnar eBa hússins og af c.a. 400 rúmmetra ibúö má búast viö aö heimæöa- gjald veröi þá 220-250 þúsund en af c.a. 600 rúmmetra IbúB á milli 250 og 300 þúsund krónur. Gert er ráö fyrir aö fólk greiöi l/3hluta heimæBagjalds strax viö inntak, en fólki gefst kostur á aö fá afganginn lánaBan til tveggja ára. Viövikjandi gjaldskrá hita- veitunnar fyrir afnot af heitu vatni, er ákveöiö aö greiöa skuli orkugjald samkvæmt magnhemli og er talaö um veröiB 3.200-3.900 fyrir hvern minútulítra á mánuöi, eöa samkvæmt vatnsmæli krónur 150-180 fyrir hvern rúmmetra vatns. Framangreindar tölur eru viömiöunartölur sem geta breytzt. Nú má fá meö dælingu um 150 sekúndulitra af rúml. 90 grá&u heitu vatni aB Syöra Laugalandi, en vatnsaflsþörfin fyrir bæinn aB loknum hitaveituframkvæmdum eftir c.a. 3-4 ár er talin vera um 300 sekúndulltrar.i sumar veröa boraöar tvær holur i viöbót viö þá sem nú er nýlokiö viö og veröa þær 2000 metra djúpar. önnur holan veröur boruö á svipuöum staö og nú er veriö aö bora en hin veröursennilega boruö vestan viö ána. Helgi M. Bergs sagöi aö þvi væri ekki aö leyna aö menn væru aö vissu leyti áhyggjufullirum aö ekki fengist meira heitt vatn á næstunni, þar sem allar fram- kvæmdir miöuöust viö aö nægt vatn fengist. Hins vegar væri of snemmt aö vera meöóþarfa svartsýni i þess- um efnum. Ef árangur veröur neikvæöur gæti svo fariö aö leggja yröi tvöfalt kerfi. A&spur&ur um þaö, hvort fólk yrði skyldaö til þess aö taka inn hitaveitu i hús sín, sagöi Helgi aö vissulega yröi leitaö heimildar iönaöarráöuneytisins til þess, en þaö væri hins vegar annaö mál hvort þeirri heimild yröi beitt. Hann sagöi a& hitaveitan yröi þaö fjárhagslega hagkvæm miöaö viö t.d.oliu.aöþaö yröu sjálfsagt fá- ir tU þess aö hafna henni. — Þaö er trúa min, sag&i Helgi að hitaveitan komi til meö aö spara fólki þann kostnaö sem þaö leggur í, strax á fyrstu 3-5 árun- um. Og siöar þegar allt er komið i ganginn og vextir og afborganir fara sifellt lækkandi af þessari framkvæmd, leyfiég mér aö full- yröa aö hitaveitukostnaöur muni aöeins nema 30-40% þess kostnaöar miöaö viö a& hús væri kynt upp meö oliu. Þá má nefna þaö aö þaö gæti jafnvel reynzt er- fitt fyrir þá aöila sem hafna hita- veitu upphaflega, aö fá hana si&ar, er þeim þætti betur henta, auk þess sem það yröi örugglega miklu dýrara. Helgi sagöist eindregiö vilja hvetja fólk i þeim bæjarhverfum sem fyrst fengju hitaveitu til þess aö fá hið allra fyrsta pipulagningamann til þess aö lita á mi&stöövarkerfi húsa sinna til þess aö ekki komi til tafir viö tengingu þegar aö henni kæmi. Hafnarmál. Nú eru framkvæmdir viö nýju vöruhöfnina á sunnanverðri Odd- eyri komnar á lokastig aö sögn Helga, og veröa hafnarmannvirki tekin i notkun siöar I sumar. Viö- legukanturinn viö nýju hafnar- bryggjuna er 140 metralangur, og i allflestum tilfellum eiga tvö vöruflutningaskip aö geta athafn- aö sig þar i einu. Helgi sagöi aö nýja vöruhöfnin væri gifurlegt hagsmunamál fyrir bæinn, þar sem gamla hafnarbryggjan á Torfunesinu, væri fyrir löngu orö- in ófullnægjandi. Eimskipafélag Islands er nú aö byggja 3.200 fer- metra vöruskemmu á hafnar- svæöinu og Helgi sagöi aö önnur skipafélög fengju þar einnig aö- stööu. Af öörum hafnarfram- kvæmdum er það helzt, aö unniö aö lengingu viölegukants viö Slippstööina og einnig er fyrir- hugaö aö lengja dráttarbrautina aö mun. Þess má geta aö skipakomur til Akureyrar hafa færzt mjög i vöxt hin slöari ár og búast má viö þvi aö þeim fjölgi einnig verulega á þessu ári. íþróttamannvirki og íþróttasvæði Helgi M. Bergs bæjarstjóri sagöi aö nú færi senn aö rætast sá draumur Akureyringa, aö svæöisiþróttahús risi I bænum. Iþróttahús hefur ekki veriö byggt á Akureyri siöan Iþróttahúsiö viö Laugargötu var byggt fyrir rösk- um 35 árum, utan þess aö i vor var tekiö i notkun nýtt og gott Iþróttahús i tengslum viö Glerár- skóla, sem mun þjóna þvi hverfi á næstu timum. Akureysk böm og unglingar hafa mörg hver oröið aö sækja Iþróttakennslu I iþrótta- skemmuna, sem raunar var upp- haflega byggb sem vélgeymsla fyrirbæinn, og þar hafa kappleik- ir farið fram. Þessi aöstaöa, sem veriö hefur fyrir hendi undanfar- in ár, hefur veriö mjög svo ónóg, og er þvi bygging svæöislþrótta- húss fyrir bæinn mjög kærkomin. Helgi sagöi aö nýja svæöis- Iþróttahúsiö, sem byggt veröur á sundlaugartúninu, yröi væntan- lega fullbúiö eftir 4-5 ár, en á þessu ári verður unniö viö þaö fyrir 50 milljónir króna. Heildar- flatarmál hússins veröur meö hliðarbyggingum 4.955 ferm. og fjöldi rúmmetra er 24.430. Iþróttahúsið mun geta rúmaö alls um 1400 manns, en á venjulegum kappleikjum 800 manns, og þaö veröur m.a. fullkomlega löglegt til landsleikja, t.d. I handknatt- leik og körfuknattleik og til ann- arra hefðbundinna iþróttagreina. Auk þess sem húsiö veröur not- aö til iþróttakennslu og keppni, er gert ráö fyrir margs konar félagsaðstööu i þvi. Þá má einnig nýta iþróttahúsið yfir sumarmán- uðina til dæmis til tónleikahalds, málverkasýninga og annarrar starfsemi. Um aðstööu iþrótta- félaganna sagöi Helgi, aö bæði fé- lögiin, K.A. og Þór, heföu fengið úthlutaö svæöi, þar sem þau væru þegar farin aö byggja upp starf- semi sina. K.A. hefur svæöi i Lundahverfi þar sem félagiö hef- ur nú þegar nær lokiö viö aö full- gera malarvöll, og siöar veröa geröir þar grasvellir. Iþróttafé- lagiö Þórer meö sittsvæöi IGler- árhverfi, og þarer nú þegar full- búinn malarvöllur, sem m.a. hef- ur verið leikiö á I fyrstu deildar keppninni i knattspyrnu. Nú vinna Þórsarar aö gerð grasvall- ar, og stefnt er að þvi að hægt veröi aö leika á honum næsta sumar. Auk þessara tveggja aöalsvæöa er svo aö sjálfsögöu aöalgrasvöllur bæjarins, sem all- ir helztu leikir fara fram á eftir sem áöur. Þá eru ýmsir smáir vellir viös vegar um bæinn sem Framkvæmdir við nýju vöruhöfnina komnar á lokastig --------- ; \ Eftirspurnin eftir dagvistunarstofnunum fer sifellt vaxandi v____________ ~-------------- Bætt við Helga Bergs, bæjarstjára ákrýnds höfuðstaðar landsbyggðarinnar Nýja iþróttahúsiö viB Glerárskóla Myndir & texti: Karl aöallega eru notaöir af börnum og unglingum. Þá má einnig nefna aö i bænum er ágætur golfvöllur og á döfinni er að hann veröi stækkaöur viö fyrsta tækifæri, og ekki mun af þvi veita þar sem golfiþróttin á hér vaxandi fylgi aö fagna bæöi hjá ungum sem eldri. Gæzluvellir, leik- skólar og dagheimili — Þaö er sama sagan hér hjá okkur eins og svo viöa I öörum sveitarfélögum, aö eftirspurn eft- ir dagvistunarstofnunum fer si- fellt vaxandi, sagöi Helgi M. Bergs, er hann var inntur eftir þvi hvernig ástand þeirra mála væri á eyri. Bærinn hefur undanfarin ár rekið dagheimiliö Pálmholt, og þar voru vistuð á siöasta ári 52 börn allan daginn. Þá eru einnig starfræktir á vegum bæjarins leikskólarnir Iöavellir og Arholt, en starfsemi þeirra er tviskipt, þannig aö flest börn sem þar dvelja eru aöeins hálfan daginn. A árinu 1976 nutu 329 börn vist- ar á þessum framangreindum heimilum og langir biölistar eru á öllum þessum stööum eftir vist. Þaö bætir þó væntanlega úr brýn- ustu nauösyninni, aö nú i sumar ræöst bærinn I byggingu nýs dag- heimilis, sem staösett veröur i Lundahverfi, og mun þaö heimili rúma 60 börn. Þá er þess aö geta að fyrr á þessu ári var opnaö skóla- og dag heimili á vegum Akureyrarbæj- ar, þar sem börn fá aöstoö viö nám auk fæöis. Fyrsta reynsla þessa skóladagheimilis viröist lofa góöu. Um notkun þessa hús- næöis yfir sumarmánuöina hefur enn ekki veriö ákveöiö, en væntanlega mun þar fara fram einhvers konar félagsstarfsemi. Um leikvellina er þaö aö segja aö nú er veriö aö ljúka viö nýjan gæzluvölli Geröahverfi, og eru þá gæzluvellir komnir I alla bæjar- hluta. Reynslan af gæzluvöllun- um er yfirleitt góö og væntanlega veröur haldiö áfram á svipaöri braut i þeim efnum og veriö hef- ur. Auk þessa rekur fjóröungs- sjúkrahúsiö dagvistunarstofnun fyrir börn starfsfólks og verk- smiðjur SIS hafa lagt fram fyrir- spyrnir um möguleika á þvi aö byggja og reka slikt heimili. Byggingar- og gatnaðgerðarfram- kvæmdir — Byggingaframkvæmdir eru og hafa verið miklar hér I bænum i ár og á undanförnum árum, sagöi Helgi M. Bergs. Bærinn er sifellt aö þenjast út og bæjar- stjórn hefur lagt kapp á aö hafa ætiö nægar Ibúöa- og húsalóðir til- tækar. Nú sem stendur er aöal byggingahverfiö I Glerárhverfi noröan Glerár og vestan Hörgár- brautar, og skipulagi þar er ný- lokiö. Syöst i þessu hverfi og þaö sem lengst er á veg komiö, er ein- býlishúsahverfi.Noröareru siöan lóöir fyrir raöhús og blokkir, og hafa þegar risiö nokkur raöhús. Bærinn hefur á þessu svæöi veitt stærstu byggingaaöilunum I bæn- um stórar lóöir þar sem byggöar veröa fleiri en ein bygging. Þetta er gert til hagræðis fyrir bygg- ingafélögin til þess aö þau þurfi ekki aö vera sifellt aö flytja sig úr einum staö I annan meö öll sin stórvirku tæki og annaö sem fylg- ir byggingaframkvæmdum. Þetta er i annað skipti sem fariö er inn á þessa braut og þar sem fyrri reynsla gaf þaö góöa raun, var þetta gert. Þessi hagkvæmni leiddi m.a. i ljós, aö unnt mun aö lækka byggingakostnað meö slik- um aögeröum. Skilyröi viö veit- ingu þessara stóru lóöa eru þau, aö byggingaframkvæmdir hafi átt sér staö á allri lóðinni innan þriggja ára. Viö skólabygginga veröur tölu- vert unniö i sumar, t.d. veröur ldciö viö annan áfanga Lunda- skóla og hann tekinn I notkun i haust. Þá er unniö aö undirbún- ingi byggingar stjórnunarálma viö Lundaskóla og Glerárskóla, og i haust veröa teknar I notkun nýjarkennslustofur i viðbyggingu viö Oddeyrarskólann. Allar þessar framkvæmdir viö skólana voru orönar mjög knýj- andi aö sögn Helga, og áfram veröur haldiö eftir föngum aö auka skólarýmiö sem I dag er alltof þröngt. Viö fjóröungs- sjúkrahúsiö á Akureyri fara nú fram stórfelldar viöbyggingar. Þaö eru Aöalgeir og Viöar h/f sem eru verktakar viö þær fram- kvæmdir og á þessu ári veröur unniö fyrir um 150 milljónir króna. I nýju byggingunni veröa m.a. slysavarðstofa, skuröstofur, röntgendeild og starfsmannaaö- staöa, auk margs fleira. A siöast- liönu ári var m.a. tekin i notkun barnadeild i hluta nýju viðbygg- ingarinnar. Aö sögn Helga veröur trúlega hægtaösteypa bygginguna upp á þessu ári. Um gatnageröarfram- kvæmdir i bænum almennt sagöi Helgi aö malbikunarfram- kvæmdir yröu sáralitlar i sumar, en haldiö yröi áfram meö jarö- vegsskipti eftir föngum, en þar sem enn heföi ekki tekizt aö tryggja nægjanlegt fjármagn, væri alltá huldu hversu þær yröu miklar. Þó veröa malbikunartæk- in töluvert notuö bæöi fyrir ein- staklinga og nágrannabyggöir tJtilif- Og tómstundagaman Um aöstööu Akureyringa til úti lífs og tómstundagamans, sagöi Helgi M. Bergs, aö Akureyri hefði ýmislegt upp á aö bjóöa hvaö þaö snerti, og reynt væri aö skapa aö- stöðu og skilyröi fyrir slikt eftir mætti. Sportveiöimönnum og öör- um þeim er sjó stunda á litlum trillum og bátum ýmis sér til gagns eöa gamans, hefur veriö sköpuö nokkuö góð aöstaöa i Sandgerðisbót, viö Höfners- bryggju og i smábátadokkinni viö Slippstööina. Hestamenn og fjáreigendur hafa undanfarin ár veriö fjölmennir á Akureyri, og fer hestamönnum sifellt fjölgandi. Viö hraöfara stækkun bæjarins hafa menn si- fellt veriö aö flytja sig til meö gripahús sin og skepnur, og hafa þessi mál ekki hlotið þá skipu- lagningu sem æskileg heföi veriö. Aö sögn Helga er nú breytinga að vænta til batnaöar i þessum efn- um, þar sem skipulagt hefur ver- iö land ofan Rangárvalla i landi Lögmannshliöar þar sem hesta- menn og fjáreigendur koma til meö aö hafa starfsemi sina. Meö þessu móti er reynt aö koma til móts viö báöa aöila, þ.e.a.s. þá sem vilja allan búfénaö burt úr bæjarlandinu, svo og þá sem vilja hafa skepnur sér til gagns og gamans. — Þá er Hliöarfjalliö paradis fyrir skiöaunnendur, sagöi Helgi, og nú er bærinn búinn aö opna hið ákjósanlegasta útivistarsvæöi þar sem Kjarnaskógur er, og þar eiga efalaust margir eftir aö dvelja á sólrikum sumardögum. Margt fleira mætti nefna sem of langtyröiuppaötelja. Ég vilhins vegar leggja áherzlu á þaö, aö bæjarfélagiö vill ætiö eftir beztu getu stuöla aö þvi aö bæjarbúar geti notiö sinna áhuga- óg tóm- stundamála i fristundum sinum sem bezt. Akureyri sem ferðamannabær UmAkureyri sem feröamanna- bæ sagði Helgi M. Bergs bæjar- stjóri, aö Akureyri heföi til þess flest skilyröi aö veröa mikill feröamannabær. Bærinn og um- hverfi hans er mjög fagurt, stutt er til ýmissa merkisstaöa og samgöngur I lofti og á láöi eru nokkuö góöar. Yfir sumartimann er oft mikil veöurbliöa noröan- lands, hiti og stillur, og ekki ætti þaö aö vera til þess aö draga úr áhuga hjá feröafólki. — I Illiöarfjalli er boöiö upp á fyrsta flokks skiöaaöstööu, þann- ig aö feröahópar eiga hingaö er- indi jafnt sumar sem vetur, sagöi Helgi. Aö minum dómi er stærsta málið aö fá i gagniö sem fyrst stórt og fullkomiö hótel, sem get- ur tekiö á móti fjölmennum ferðahópum og jafnframt boðiö upp á aöstööu til stórra ráöstefna og fundarhalda. Nú er á döfinni mikil stækkun á Hótel KEA, og aö þeirri stækkun lokinni stöndum viö betur aö vigi hvaö þetta atriöi varðar. Meö markvissri stefnu og skipulagningu, ásamt viötækri samvinnu, t.d. viö flugfélög, feröaskrifstofur og fleiri aöila, hef ég bjargfasta trú á þvi aö Akureyri geti verið oröinn mikill og vinsæll feröamannabær innan fárra ára, sagöi Helgi M. Bergs i lok viötalsins. P.S. Eins og fram kemur i viötal- inu viö Helga M. Bergs, bæjar- stjóra er hér aðeins stiklaö á stóru hvaö ýmsa þætti bæjarlifs- ins á Akureyri varöar. Fjölmargt væri æskilegt aö kæmi fram, en þvi veröur væntanlega gerö betri skil siöar. K.S. Reynt að skapa aðstöðu til útilífs og tómstimda gamans eftir mætti V-----------------------) Draumurinn um svæóisiþróttahús senn að rætast Allt kapp lagt á að haf a ætið nægar íbúða- og húsalóðir tiltækar v-------------------------J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.