Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. júll 1977 15 Ný þjónusta við heimilin Rafvirkinn kemur^Jil þín '44&66 SAMVIRKI hefur tekið upp skyndiþjónustu við heimili (svo og alla aðra). Hringið í síma 44-5-66 og rafvirkinn kemur til þín. SAMVIRKI Skemmuvegi 30 — Kópavogi Gegnt Breiðholtsbraut Rafmagns-hitakútar Framleiðum og höfum á lager rafmagns- kúta i eftirtöldum stærðum: 50 litra 100 litra 150 litra 200 litra 300 litra Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19 — Reykjavik — Sími 8-18-77 Hestabing FAXA verður haldið að Faxaborg dagana 16. og 17. júlí n.k. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: Laugardagur 16. júli: Kl. 10,00 Kynbótahestar dæmdir. Kl. 13,00 Kynbótahryssur dæmdar. Kl. 14,00 Unglingakeppni yngri en 15 ára. Kl. 16,00 Gæðingadómar. lesendur segja Milliölið, sterk- ir drykkir og önnur eiturlyf Banna Finnar milliölið? A komandi hausti verður gengið til atkvæða um milliölið svokallaða i finnska þinginu. Engu er hér spáð um úrslit þess en margir vilja að Finnar fari að dæmi Svia og taki fyrir fram- leiðslu og sölu þessa áfengis. Ef til þess kemur er liklegt að ölið verði bannað frá næstu áramót- um. Áfengi á vinnustöðum í Þýskalandi. Vegna þess að oft er vitnað til annarra þjóða og áfengismála þar kynni að vera að einhverj- um þætti það frétt að mörg stór- fyrirtæki i Þýzkalandi hafa nú bannað áfengisneyzlu i vinnu- tima. Það er engan veginn al- gert, og viða eiga menn kost á bjór og sterkara áfengi með mat á vinnustað enda alsiða i öllum bjórlöndum að drekka á vinnu- stað og i vinnutima. Hitt er nýmæli að mörg stórfyrirtæki banna nú slikt. Innan lögreglunnar i Berlin hefur öll meðferð áfengis verið bönnuð siðan i ágúst i fyrra, lika i sambandi við afmælisdaga. Orsökin var sú, að á 14 mánuð- um höfðu 134 úr lögregluliðinu verið teknir ölvaðir undir stýri i þjonustunni. Heróínsmyglið i Amster- dam. Lölreglan i Amsterdam telur sig nú komna vel á veg að binda enda á það að Amsterdam sé versta smyglarabæli Evrópu svo sem talið hefur verið. Talið er að lögreglan hafi of seint gert sér grein fyrir þvi hver hætta þar var á ferðum. Það var m.a. látið viðgangast að fjöldi Kin- verja settist að i landinu án þess að hafa lögleg dvalarleyfi. Margir þeirra voru eiturlyfja- salar. Nú hefur fjölda Kinverja ver- ið visað úr' landi og aðrir hafa fariö af sjálfsdáðum. Kinverj- um í borginni.hefur fækkað svo að nemur þúsundum. Jafnframt segir lögreglan, að heróinverð á svörtum markaði hafi hækkað ur 70 gyllinum fyrir ári siðan i fjögur til fimm hundruð gyllini grammið. Áður var mesta refsing fyrir eiturlyfjasmygl fjögurra ára fangelsi. Samkvæmt nýjum refsilögum geta menn fengið mánaðarfangelsi fyrir að vera með 30 grömm af hassi i vörzl- um sinum. Fyrir heróinsmygl getur refsingin nú orðið 12 ára fangelsi. Lögreglan vonar að háa verðið sem nú er á fikniefn- um í Amsterdam verði til þess að launsalar og i öðrum löndum snúi sér annað. En i borginni sjálfri er talið að um 10 þúsund - lyfjaneytendurséu búsettir, auk drykkjumanna, og gagnvart þvi fólki er stjórnendum ráðafátt. Eiturlyfjasmyglið er áhættu- söm atvinna. I fyrra voru 10 smálestir af hassi gerðar upp- tækar i Amsterdam. Þá náði lögreglan þar lika i 172 kg af heróini. Auk þess náðist talsvert á leiðinni þangað, 138 kg i Bang- kok i fyrra og 126 kg i Rotter- dam i marz sl. Hitt efar hollenzka lögreglan ekki, að áfram verði haldið að reyna að græða fé á þessari glæpastarfsemi, sem þó er eitt hið svivirðilegasta sem sögur fara af. Keppt um fjórar . Þetta er raunar fyrirsögn úr norsku blaöi þar sem vakin var athygli á þvi að forustumenn knattspyrnufélaga höfðu veðjað um það hvors félag sigraði i keppni og lagt fjórar konjaks- flöskur undir. Þetta hefur vakið nokkrar umræður þar sem meðal annars er minnt á það, að töluvert hafi borið á drykkjuskap á vegum iþrótta- hreyfingarinnar, áfengt öl sé drukkið á sigurhátiðum og dæmi séu til þess að keppendur hafi borið leiðtoga sinn i drykkjudvala til hvildar. Dr. med. Christian Drevon hefur skrifað um þetta i blöð og vissir aðilar innan iþróttahreyfingar- innar hafa lika gert ályktanir um viðhorf og stöðu hennar gagnvart áfengismálum. Telja ýmsir að iþróttahreyfingin sé viða svo mótuð af rikjandi drykkjutizku, að þátttaka i henni dragi menn að áfengis- neyzlu. Almennt var þvi trúað að iþróttalif leiddi huga manna frá drykkjuslarki, en nú er reynslan sú að það félagslif sem iþróttunum fylgir getur verið skóli i drykkjuskap og hann slæmur. Þá segir það sina sögu þegar fyrirmenn velja sér vimugjafa að verölaunum og una sér bezt við eiturnautnir. Ofdrykkjumenn i Banda- ríkjaher. George S. Blanchard heitir yfirforingi ameriska hersins i Þýzkalandi. Hann hefur nýlega látið frá sér fara þau ummæli að fjórði hver maður i Bandarikja- her i Evrópu sé ofdrykkjumað- ur. Herforinginn vekur athygli á þvi að hermönnum er seit áfengi á mjög vægu verði. Óbreyttir hermenn fá fimm flöskur af brennivini á mánuði en foringjar allir geta keypt ótakmarkað áfengi á lágu verði. Blanchard herforingi kom á nýjum reglum 1. april s.l. þar með eru þvi sett takmörk hvenær ódýrt áfengi fæst á veitingastöð- um hersins og algjörlega er bannað að hafa brennivin að verölaunum i hvers konar keppni. Þess skal getiö að i Banda- rikjaher i Evrópu eru nú 190 þúsundir manna. Mörgum þykir litil von um lagfæringu meðan keppt er að þvi að „læra að drekka” og ódýrt áfengi er á boðstólum. Sunnudagur 17. júli: Kl. 10,00 Mótið sett. Kl. 10,15 Kynbótahestar sýndir. Verðlaun afhent. Kl. 11,00 Kynbótahryssur sýndar. Verð- laun afhent. Kl. 13,30 Hópreið barna og fullorðinna. Kl. 14,00 Helgistund. Kl. 14,15 Sýning og verðlaunaafhending i unglingaflokki. Kl. 15,00 Gæðingar sýndir. Verðlaun af- hent. Kl. 15,45 Kappreiðar. Keppt verður i eftir- töldum greinum: 250 m skeið, 250 m unghrossahlaup, 300 m stökk, 800 m stökk, 1500 m brokk. Góð verðlaun verða veitt. Skráningu i kappreiðar, gæðingakeppni og unglinga- keppni skal vera lokið þann 12. júli. Skráning fer fram hjá Ólöfu Guðbrandsdóttur, Nýja-Bæ, simi um Varmalæk. Arna Guðmundssyr.i I sima 93-7190 á vinnutima, eða heima á Beigalda eftir kl. 6,00 á kvöldin og Braga Asgeirssyni, simar 93-7375 og 93-7400. I þakkarskyni fyrir veittan greiða.. Það sem vekur mesta undrun og eftirtekt ferðafólks á leið um Strandasýslu, fyrir utan hiö slbreytilega, stórbrotna og undurfagra landslag, er greiða- sölu- og gististaðurinn Laugar- hóll i Bjarnarfirði. Umhverfi Laugarhóls er sér- staklega hlýlegt og fallegt og veðursæld mikil. Laugarhóll er heimavistarskóli á vetrum, en gisti og veitingastaður á sumr- in. Aðstaða til gistingar er þannig, að þar eru 12 rúmstæði með dýnum i 3 herbergjum, en feröafólk leggur sér til annan viðlegubúnað. Svo eru 2 kennslustofur og stór leik- fimisalur, sem er leigt út, sem svefnpokapláss og munu geta gist þar um 80 manns i einu. Rétt við skólahúsið er úti- sundlaug, hlý og notaleg og ker eða pottur með heitu vatni, til- búinn af náttúrunnar hendi og er bæði sundlaug og pottur fritt til afnota fyrir næturgesti. Tvær konur sjá um rekstur veitinga- og gististaðarins, og bjóða gesti velkomna meö bros á vörum. Snyrtimennska og hreinlæti blöstu alls staðar við augum ferðamannsins og veit- ingar allar eins og bezt varö á kosið, til dæmis var morgun- verðurinn svo fjölbreyttur og fallega fram borinn að það var ævintýri likast, þegar það er haft i huga hve staðurinn er langt frá aliri verzlunaraðstöðu. Margir ferðafélagar minir ræddu um, að hvergi vildu þeir frekar eyða sumarleyfi sinu, en á þessum fallega stað. Það er að ósk margra ferða- félaga minna að ég skrifa þessar örfáu linur og sendum við okkar beztu kveðjur að Laugarhóli með hjartans þakk- læti fyrir ógleymanlegar mót- tökur og ánægjustundir. Einn úr hópnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.