Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 31. maí, 151. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.25 13.25 23.28 Akureyri 2.37 13.10 23.46 Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Bestu kaupin! Nýtt tölublað af tímaritinu Úti- vera er komið út. Að þessu sinni er blaðið um hundrað síður. Mikið er af áhugaverðu efni í blaðinu þar sem sérstök áhersla er lögð á gönguferðir. Blaðið ætti að berast áskrifendum um helgina. Volkswagen Golf, söluhæsti bíllinn í Evrópu árið 2005, býðst nú í sérstakri sumarútfærslu hjá Heklu. Meðal staðalbúnaðar má nefna rafstýrða sóllúgu, 16 tommu álfelgur, armpúða milli framsæta, samlit á listum og hurðarhúnum, vindskeið og leðurstýri. Meistaradagur verkfræðinnar er á morgun frá klukkan 13 til 18.30 í VR II við Hjarðarhaga. Fluttar verða meistaravarnir, málstofur og kynningar á doktorsverkefnum auk ávarpa afmælisárganga. Meistaravarnir í iðnaðarverkfræði, lífverkfræði, greininga og líkanagerð, leit, mynd- og nytsemisgreiningu auk streymis-, steypu- og bygg- ingarannsókna eru meðal efnis á Meistaradegi verkfræðinnar. Sjá nánar á www.verk.hi.is. ALLT HITT [NÁM FERÐIR BÍLAR] Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðar- maður hefur farið víða. Hér lýsir hún einni af ferðum sínum. „Þegar ég var tvítug lagði ég upp frá Delaware í Bandaríkjunum á skútu með vini og vinum hans. Stefnt var suður í Mexíkóflóa. Þar sem ekki var hægt að sigla á skútu fyrir Þorsk- höfða því Golfstraumurinn er á móti, átti að fara eftir síkjum suður úr Virginíuflóa. Kvöld- ið áður en við komum inn á flóann brast á stormur. Reynt var að binda skútuna við bauju en í ofsanum var stímt á og gat kom á stefnið, þó svo ofarlega að ekki flæddi inn. Inni á flóanum kom í ljós að mótorinn var bilaður en í smábænum Portsmouth leituðum við að verkstæði. Þar komst ég í kynni við konur sem unnu á veitingastað við höfnina. Síðan var dólað suður eftir síkjunum með mótorinn enn í skralli. Í steikjandi hita og moskítosveimi ákvað ég að láta ferja mig í land. Ég puttaðist til baka til Portsmouth og hitti þjónustustúlkurnar við höfnina. Ein þeirra þekkti fólk í New York og gaf mér heimilisföng. Þar flakkaði ég á milli í tvær vikur, gisti hjá tónlistarmönnum í Hell’s Kitchen og Harlem, vinstrisinnuðum lög- fræðingi on the West Side, heilaskurðlækni sem reykti hass og hjá fólki í Connecticut sem hafði fyrir stuttu hitt Ted Kennedy í lyftunni. Ég varð vör við mikið ofbeldi og sjálf varð ég fyrir því að það átti að stela af mér. Ég var það vitlaus að ég hljóp á eftir þjófnum, sló honum upp við vegg og heimtaði peningana mína. Hann missti mátt og hélt greinilega að ég hefði gengi á bak við mig og lét aurana af hendi. En ég hitti líka ótrúlega hjálpsamt og gott fólk þennan mánaðartíma sem ég dvaldi í landinu og hef bara ekki kynnst öðru eins á ferðum mínum og hef þó puttast um Evrópu þvera og endilanga. Þegar ég kom heim sendi ég öllum sem höfðu greitt götu mína eintak af Egils sögu Skallagríms- sonar.“ gun@frettabladid.is Allir fengu Egils sögu Ásdís á margar minningar frá ferðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGA- LANDIÐ ÍSLAND Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands fyrir tökur á kynn- ingarefni á bílum. BÍLAR 2 GÓÐUR GRUNNUR FYRIR HÁSKÓLANN Hildur Mist Friðjónsdóttir er að ljúka öðru ári á hagfræðisviði viðskiptabrautar í Verslunar- skóla Íslands. NÁM 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.