Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 66
34 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Dagur Tími Lið Völlur 20:00 Huginn – Fjarðabyggð Seyðisfjarðarvöllur 20:00 Þróttur R. – Víkingur Ó. Valbjarnarvöllur 20:00 HK – Hvíti riddarinn Kópavogsvöllur 20:00 ÍH – Leiknir R. Hamarsvöllur 20:00 Drangur – Haukar Ásvellir 20:00 Njarðvík – Selfoss Njarðvíkurvöllur 20:00 Þór – Tindastóll Boginn 20:00 Afturelding – KV Varmárvöllur 20:00 KA – Magni KA-völlur 20:00 Sindri – Höttur Sindravellir Miðvikudagur 31. maí 2006 Fimmtudagur 1. júni 2006 3. UMFERÐ VISA BIKARSINS HELDUR ÁFRAM Í DAG OG Á MORGUN. Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyr- irliði, stýrði liði sínu, Bregenz, til sigurs í austurrísku deildinni þriðja árið í röð á mánudag er liðið lagði Fivers í oddaleik. Dagur spilar einnig með liðinu og mun gera svo áfram. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við liðið og ég ætla að klára hann. Það er vissulega ekkert meira hægt að vinna hérna en það eru samt krefjandi verkefni fram undan því hér þarf að byggja nýtt lið þar sem við missum fjóra menn úr byrjunarliðinu. Svo erum við með handboltaakademíu sem mjög gaman er að vinna við,“ sagði Dagur mjög kátur enda var gleðin við völd á mánudagskvöldið og verður víst áfram næstu daga. „Þetta var fyrsti titilinn sem við vinnum á heimavelli og áhorfendur því búnir að bíða lengi. Það var svaka stemning hér í gær og mjög gaman. Þetta er okkar besta tímabil enda unnum við loksins tvöfalt og svo náðum við athyglisverðum árangri í Meistaradeildinni. Að sama skapi hefur þetta verið erfitt og maður er frekar þreyttur eftir langt tímabil.“ Dagur er á leið til Japan þar sem hann ætlar að heimsækja gamla félaga úr handknattleikslið- inu Wakunaga sem hann lék eitt sinn með og svo verður hann með fyrirlestur fyrir þjálfara. Hann kemur síðan til Íslands og með í för verða forráðamenn Bregenz sem ætla að fylgjast með síðari leik Íslands og Svíþjóðar í Laugardalshöll. Dagur segir líklegt að hann komi heim eftir næsta vetur og veðja margir á að hann taki þá við handknatt- leiksliði Vals en nafn hans hefur einnig verið nefnt í sambandi við landsliðið. „Hugurinn stefnir heim en hvað ég tek mér fyrir hendur þegar heim er komið er óljóst. Ég er mjög spenntur fyrir því að gera eitthvað hjá Val, hvort sem það er að þjálfa eða spila. Svo er aldrei að vita nema ég taki mér bara frí frá þessu öllu. Það kemur bara í ljós að ári liðnu,“ sagði Dagur Sigurðsson. DAGUR SIGURÐSSON HANDKNATTLEIKSKAPPI: AUSTURRÍSKUR MEISTARI ÞRJÚ ÁR Í RÖÐ Tek eitt ár í viðbót með Bregenz FÓTBOLTI Það vakti mikla athygli eftir leik Vals og ÍA á Laugardals- velli að Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, skyldi lýsa því yfir í samtali við Sýn að hann væri að velta því fyrir sér að hætta með liðið. ÍA hefur byrjað tímabilið hörmulega og situr á botninum eftir fjórar umferðir án stiga. Það var aðeins léttara hljóðið í Ólafi í gær og ljóst að hann er ekki á því að leggja árar í bát. „Nei, ég ætla ekki að hætta. Samt hlýtur maður að íhuga málin þegar maður er kominn í þessa stöðu. Auðvitað væri auðvelt að gefast upp og hætta. Ég hef fulla trú á því að ég geti rifið liðið upp,“ sagði Ólafur borubrattur við Fréttablaðið í gær en hann hefur ekkert rætt gengi liðsins við stjórn ÍA og sagðist ekki sjá neinu ástæðu til þess að ræða málin við stjórn- ina. „Ég er ekki á því að gefast upp en það tekur samt á þegar svona gengur.“ Ólafur íhugaði framtíð sína vel og vandlega eftir síðasta tímabil enda búinn að vera sex tímabil með liðið. Honum ku hafa staðið til boða að taka við Fylki og eftir nokkra íhugun ákvað hann að semja aftur við ÍA. Ætli Ólafur sjái eftir þeirra ákvörðun í dag? „Ég veit ekkert um það. Vissu- lega er gott að vera vitur eftir á en það sem ég og stjórnin horfðum á er að það var ekki mikið eftir af þeim mannskap sem hefur verið hér undanfarin ár. Síðustu tvö ár höfum við misst tíu leikmenn úr liðinu. Þó ég sé búinn að vera lengi með liðið þá er ég ekki búinn að vera lengi með þennan mann- skap,“ sagði Ólafur. En hvað er til ráða hjá ÍA núna? „Það er bara að berja sjálfs- traust í þessa menn og halda áfram. Við höfum ekki verið að spila illa fyrir utan seinni hálfleik- inn gegn Val. Við höfum fallið á einstaklingsmistökum. Ég á enga ása uppi í erminni heldur er þetta bara vinna og þolinmæði. Það eru ekki til neinar töfralausnir í fót- bolta,“ sagði Ólafur Þórðarson sem býst ekki við því að fá til sín útlendinga þrátt fyrir dapurt gengi. henry@frettabladid.is Ég er ekki á því að gefast upp Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, ætlar ekki að leggja árar í bát þótt lið hans hafi tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslandsmótinu. Næst á dagskrá sé að berja sjálfstraust í leikmenn liðsins. KÁTIR Í DALNUM Ólafur og aðstoðarmaður hans, Þórður Þórðarson, fögnuðu í Dalnum þegar ÍA komst yfir gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsmanna, reiknar með því að vera án Sigurbjarnar Hreið- arssonar næstu sex til átta vikurn- ar. „Hann er kinnbeinsbrotinn og er að bíða eftir að komast í aðgerð,“ sagði Willum við Fréttablaðið í gær. Sigurbjörn er fyrirliði Vals en hann lenti í miklu samstuði við Heimi Einarsson, varnarmann ÍA, í viðureign liðanna á mánudags- kvöld. „Þetta er mikið áfall enda er Bjössi mótor í þessu liði bæði innan vallar og utan hans. Hann var frábær í þessum leik og steig fram þegar á reyndi. Hann tók af skarið með góðu marki og grimm- um leik. Hann var rosalega dug- legur,“ sagði Willum en Sigurbjörn jafnaði leikinn í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks með flottu marki. Það var síðan Garðar Gunnlaugs- son sem tryggði Val öll stigin þrjú. Sigurbjörn þurfti að yfirgefa völlinn þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en mikill smellur heyrðist við höggið sem hann fékk í samstuðinu. Atli Sveinn Þórar- insson er varafyrirliði Vals og tekur við keflinu í fjarveru fyrir- liðans. - egm Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, kinnbeinsbrotinn: Þetta er mikið áfall fyrir okkur > Búast við Petkevicius Stjórn handknattleiksdeildar Fram sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna Egidijusar Petkevicius. Ekki er yfirlýsingin ítarleg en þó kemur fram í henni að Framarar búast við Petkeviciusi í leikmannahópi sínum á næstu leiktíð. Stjórnin vísar því einnig á bug að hún vilji fá hálfa milljón króna fyrir hann en Petkevicius sagðist í viðtali við Fréttablaðið hafa heimildir fyrir því að Fram hefði beðið um þá upphæð fyrir sig. Miðað við yfir- lýsinguna má gera ráð fyrir því að málið fari í hart og komi fyrir dómstóla HSÍ en Petkevicius er tilbúinn að fara enn lengra með málið enda segist hann ekki taka í mál að Fram fái pening fyrir sig. Markús á leið heim Fram kom í íþróttafréttum NFS í gær- kvöldi að Markús Máni Michaelsson, landsliðsmaður í handbolta, væri búinn að gera munnlegt samkomulag við Val um þriggja ára samning. Markús er upp- alinn hjá Val en hefur leikið með þýska liðinu Düsseldorf síðustu tvö ár. FÓTBOLTI Englendingar báru sigur- orð af Ungverjum í vináttulands- leik á Old Trafford í gærkvöldi, en eftir fremur rólegan fyrri hálfleik færðu heimamenn sig upp á skaft- ið í þeim síðari og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Frank Lampard brenndi af víta- spyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Gabor Kiraly varði slaka spyrnu hans. David Beckham lagði svo upp tvö mörk, bæði með auka- spyrnum hvort af sínum kantin- um. Fyrst hitti hann á kollinn á Steven Gerrard sem stangaði bolt- ann glæsilega í netið áður en John Terry teygði sig í boltann á undan Kiraly og breitti stöðunni í 2-0. Pal Dardai minnkaði muninn fyrir Ungverja með glæsilegu marki af 30 metra færi en Peter Crouch innsiglaði 3-1 sigur Eng- lendinga með góðu skoti undir lok leiksins. - hþh Vináttuleikur í gærkvöldi: Englandingar unnu Ungverja FÓTBOLTI „Ég er ánægð með að við náðum að koma til baka eftir lélega byrjun og innbyrða að lokum þrjú stig,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs KR, eftir að liðið vann Keflavík 5- 4 í ótrúlegum leik í aftakaveðri. Eftir aðeins stundarfjórðung var staðan orðin 3-0 fyrir gestina þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk. Þá vaknaði KR og náði að skora tvö mörk fyrir leikhlé, Alicia Wilson og Hólm- fríður Magnúsdóttir voru þar að verki. Í seinni hálfleiknum komu tvö mörk frá Katrínu Ómarsdótt- ir með tveggja mínútna millibili og staðan skyndilega orðin 4-3. Keflavík náði að jafna en það mark skoraði Ólöf Helga Páls- dóttir. Í kjölfarið fékk Emma Wright hjá KR rauða spjaldið fyrir að brúka munn. „Þetta rauða spjald hefði getað skemmt leikinn fyrir okkur, Emma var að blóta því að Keflavík hafi jafnað en dómarinn tók það ranglega til sín,“ sagði Helena. Þrátt fyrir að leika einum færri skoraði Þór- unn Helga Jónsdóttir skoraði sigurmarkið með skoti af löngu fær á 75. mínútu. Það var markaregn í fleiri leikjum í gær, Margrét Lára Við- arsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val sem vann 10-0 útisigur á Fylki og Breiðablik vann 8-0 heimasigur á FH. Þá vann Stjarn- an 2-0 sigur gegn Þór/KA á Akur- eyri. - egm KR vann í níu marka leik í Landsbankadeild kvenna: Boðið til markaveislu ÓTRÚLEGUR LEIKUR Leikur KR og Kefla- víkur í gærkvöldi var ótrúlegur í meira lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.