Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Forsvarsmenn banka og sparisjóða funduðu með forsætisráðherra á mánudag og ræddu stöðu Íbúðalánasjóðs. Fjármálafyrirtækin höfnuðu nýverið hugmyndum stýrihóps um framtíðs sjóðsins sem gengu út á að búa til svokallaðan „íbúðabanka“ en ekki heild- sölubanka líkt og líklegast var talið. Nú líta bankastofnanirnar svo á að „boltinn sé hjá stjórnvöldum“ og bíða viðbragða við eigin tillögum um framtíð sjóðs- ins. Stjórnvöld hafa verið gagn- rýnd nokkuð fyrir seinagang í mál- inu, nú síðast í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyris sjóðsins um miðj- an maí. Framtíðin er hins vegar í tölu- verðri óvissu því ekki er einhugur um næstu skref meðal þingmanna stjórnarliðsins og taldar líkur á að ákvörðunum verði slegið á frest. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hefur þó vísað því á bug að kreppa sé í stjórnarsamstarfinu vegna málsins og segir að staðið verði við að koma í gegn breytingum á sjóðnum, en stefnt hefur verið að því að leggja fram frumvarp á Alþingi í haust. Niðurstaða fundar hans með forsvarsmönnum banka og spari- sjóða rennir stoðum undir þau orð. „Við hittumst og það er mikill vilji til að kom- ast að einhverri varan- legri lausn og ég sé ekki betur en menn séu samstíga í því hvert skuli stefnt,“ segir Bjarni Á r m a n n s s o n , forstjóri Glitnis banka, en hann er jafnframt s t j ó r n a r f o r- maður Samtaka banka og verð- b r é f a f y r i r - tækja. Guðjón R ú n a r s s o n , f r a m k v æ m d a - stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, lagði sömuleiðis nýverið áherslu á að málefni Íbúðalánasjóðs væru enn í vinnslu og ekki í hnút. Hann segir ríða á að vandað verði til verka, hverjar sem breytingarnar verði, enda ljóst að ákvörðun um þær kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóðastofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. ÓVISSA UM BREYTINGAR Stýrihópur um breytingar á sjóðnum, sem skipaður var af ráðuneytum félagsmála og fjármála, starfar því áfram og fer væntan- lega yfir tillögur þær sem bankar og spari- sjóðir hafa komið sér saman um eftir nokkurt þref þeirra á milli. Óvíst er þó að algjör einhugur sé um þær tillögur innan lána- stofnananna enda aðstæður þeirra um margt misjafnar. Þannig eru möguleikar stóru við- skiptabankanna á því að fjármagna lán sín allt aðrir en sparisjóðanna. Lánastofnanirnar líta hins vegar nú svo á að boltinn sé aftur hjá stjórnvöldum eftir síðasta útspil þeirra og reynir þá væntanlega á stjórnkænskuna, því í þingliðinu eru raddir um að Íbúðalánasjóður fái að starfa í óbreyttri mynd áfram og tryggi þannig hag landsbyggðarinnar og hópa lág- launafólks og virki sem mótstaða við mark- aðsöflin. Mest virðist andstaðan við breyting- ar í þingliði Framsóknarflokksins og meðal sjálfstæðismanna heyrast þær raddir að þótt koma þurfi á breytingum liggi það ekki sér- staklega á og málið verði ekki látið þróast út í deiluefni í stjórnarsamstarfinu standi menn fast á móti því. Heimildarmenn sem standa stýrihópnum nærri segja langlíkleg- ast að tekið verði milliskref á borð við fyrstu tillögur hópsins í apríllok sem bankarnir hafa hafnað, að öðrum kosti gerist ekkert og Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd. Í bankakerfinu líta sumir hverjir svo á að tregðan til að koma að breytingum á sjóðnum stafi af vilja stjórnmálamanna til að hafa áhrif á fjármálakerfið, þrátt fyrir að sú stjórn hafi í raun átt að vera færð úr höndum þeirra með því að Seðlabankinn var gerður sjálfstæður í ákvörðunum sínum. Þannig hafi samkeppni Íbúðalánasjóðs við bankana orðið til þess að peningamálastefna Seðlabankans hafi ekki skilað sér í gegnum kerfið með eðli- legum hætti. Viðskiptabankarnir geta fjár- magnað lánin með eigin skuldabréfaútgáfu á kjörum sem fara nærri kjörum ríkisins og hækkuðu því ekki vexti íbúðalána í takt við stýrivaxtahækkanir bankans vegna sam- keppninnar við sjóðinn. Athyglisvert er jafn- framt að horfa til þess að Seðlabankinn hefur beint því til bankanna að draga úr útlánum og hafa þeir brugðist við því með ríkari kröfum til lánþega og dregið úr lánshlutfalli sínu. Þannig lánuðu bankarnir til skamms tíma allt að 100 prósentum íbúðaverðs en færðu sig svo niður í 90 og 80 prósent. Núna hefur veð- hlutfall banka almennt verið lækkað niður í 70 til 75 prósent af andvirði fasteigna, en Íbúðalánasjóður einn býður 90 prósenta lán, en þó að hámarki 18 milljónir króna. Reyndar gagnrýndu sérfræðingar ákvörðun Íbúðalánasjóðs um að hækka hámarkslán sín úr tæpum 16 milljónum í 18 milljónir, en hún var tekin upp úr miðjum apríl síðastliðn- um. Þannig taldi Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, að aðgerðin gengi þvert gegn því sem stjórnvöld hefðu boðað um aðhald í efna- ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR ER Í HÖFÐABORG Stjórnmálamenn eru ekki á einu máli um hversu brýnt sé að koma að breytingum á skipu- lagi og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Seðlabankinn segir stöðuna á íbúðalánamarkaði óviðunandi og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að koma á umbótum. MARKAÐURINN/GVA Pólitískt bitbein í hálsi hagkerfisins „Nauðsynlegt er að umbreyta Íbúðalánasjóði hið fyrsta. Könnunarviðræður eru í gangi en þeim ber að hraða eins og kostur er. Óheilbrigð samkeppni á milli bankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs hefur grafið undan áhrifamætti peningastefunnar, aukið ójafnvægið í hagkerfinu að nauðsynjalausu og ógnað fjármálastöðugleika. Í nútíma iðnvæddu hagkerfi eins og á Íslandi þar sem eru samkeppnisfær einkarekin fjármálafyrir- tæki á heimsvísu er engin þörf fyrir viðamikla þátt- töku hins opinbera á húsnæðislánamarkaði. Breyting Íbúðalánasjóðs í einkarekna heildsölu- fjármálastofnun myndi varðveita mikilvæga stærð- arhagkvæmni í fjármögnun á húsnæðislánum. Reynslan erlendis frá hefur sýnt að mögulegt er að ná fram félagslegum markmiðum um tryggan aðgang að húsnæðislánum með skilvirkari og sér- tækari opinberum aðgerðum.“ Ú R Á L I T I A L Þ J Ó Ð A G J A L D E Y R I S S J Ó Ð S I N S 1 5 . M A Í S Í Ð A S T L I Ð I N N : Stjórnmálamenn greinir á um hversu brýnt sé að koma á breyting- um á Íbúðalánasjóði. Boltinn er hjá stjórnvöldum, segja bankarnir eftir fund með forsætisráðherra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði nýverið Íbúðalánasjóð hafa verið helstu hindrunina í vegi peninga- málastefnu Seðlabankans. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér horfur í málefnum sjóðsins sem þó virðist einhugur um að fái ekki starfað í óbreyttri mynd. FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti á mánudag fund með forsvarsmönnum banka og sparisjóða þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði. MARKAÐURINN/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.