Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 49
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hvað er smásöluverslun? Smásala er þegar vara og þjón- usta eru seldar beint, venjulega í litlu magni, til endanlegs neytanda, oftast einstaklinga. Smásala er það sem gerist í hefðbundnum verslunum þegar fólk kaupir inn til að fullnægja daglegum þörfum sínum. Hvernig hefur smásöluverslun þróast hérlendis í áranna rás? Á árum áður hafði fólk ekki mikið val í verslun. Verslun með innfluttan varning var um aldir í höndum útlendinga, oft einokunarkaupmanna. Almenningur varð að taka því sem að honum var rétt, verslun var bundin við ákveðna staði og peningar sáust ekki í slíkum viðskipt- um. Smásalan komst smátt og smátt í hend- ur Íslendinga í upphafi 20. aldar og heild- sala, þ.e. sala til smásöluversl- ana, nokkru síðar. Frelsi jókst og mikil bylting var þegar sjálfsaf- greiðsla hófst hérlendis. Síðar komu smásölu- verslanir sem lögðu mikið upp úr lágu verði og fjölbreyttri þjónustu. Kaupmenn eins og Silli og Valdi (Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson) og Pálmi Jónsson í Hagkaup ruddu brautina fyrir aukinni fjöl- breytni í verslun. Hvernig var þróunin í smásölu- verslun á Norðurlöndum? Á Norðurlöndum var mun meira frjálsræði í verslun á 18. og 19. öld en hérlendis enda voru þær þjóðir að stíga stór skref í iðnbyltingunni sem hófst um 1750. Íslendingar hófu ekki þátttöku í þessum nýja tíma fyrr en í upphafi 20. ald- arinnar en þá gekk það svo vel, m.a. í verslun, að við náðum nágrannaríkjunum í lífskjör- um á nokkrum áratugum. Það vinna margir í smásöluverslun á Norðurlöndum, verðlag er frekar hátt og vöxtur er mikill. Hvað er ólíkt með Norðurlönd- um og öðrum löndum? Norðurlöndin eru meðal ríkustu þjóða í heimi og lífskjörin eru afburða góð. Einkenni smásölu- verslunar á Norðurlöndum er mikil samþjöppun fyrirtækja. Það eru einungis nokkrar verslunarkeðjur sem ráða nær allri smásöluverslun á hinum fimm Norðurlöndum, einkum í matvöruverslun. Mun minni samþjöppun er í matvöruversl- un í öðrum löndum Evrópu en er á Norðurlöndunum. Risamarkaðir eða verslanir sem eru yfir 3.500 fermetrar að stærð eru enn sjaldgæfar á Norðurlöndum fyrir utan Finnland. Neysluvenjur eru ólíkar milli landa. Úrval af matvöru á Norðurlöndum er mun minna en í öðrum löndum Evrópu og er ein ástæðan lítil samkeppni vegna fárra aðila á markaði. Hver er munur á smásöluverslun á Íslandi og í öðrum löndum? Matvöruverslun, sem er ein helsta tegund smásölu- verslunar, ein- kennist hérlendis af mikilli neyslu lambakjöts, fisks og sykurs í sam- anburði við aðrar Norðurlanda- þjóðir. Samþjöpp- un í matvöruverslun er hér mikil og ráða þrjár keðjur nær allri smásöluverslun með matvæli og er það sama staðan og er á öðrum Norðurlöndum. Matvælaverð er hérlendis mjög hátt og einungis Norðmenn geta státað af slíku ef menn vilja státa sig af því. Ástæða þessa er einstaklega óhagkvæm landbúnaðarstefna í þessum löndum. Á Íslandi búa flestir á sama svæðinu en 63% þjóð- arinnar búa á höfuðborgar- svæðinu, sem er nær einsdæmi í heiminum. Ísland er orðið borgríki án þess að fólk hafi tekið eftir því og það hefur mikil áhrif í smásöluverslun og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Samþjöppun í smásöluverslun T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Ágústs Einasrssonar Prófessors í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands Sam Walton opnaði fyrstu Wal- Mart verslunina í Bentonville í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum árið 1962. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun verslanakeðjunnar en á síðasta ári voru Wal-Mart verslanirnar orðnar 1.631 talsins í níu lönd- um. Verslunarsamstæðan keypti eina af stærstu verslanakeðjum í Japan fyrir skömmu og virðist vexti fyrirtækisins hvergi nærri lokið. Þetta kom fram í erindi sem Örn D. Jónsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hélt um sögu smásölu- verslunarinnar á seinni hluta tuttugustu aldar og við upphaf þessarar aldar á alþjóðlegri ráð- stefnu um vöxt smásöluverslunar í alþjóðlegu samhengi í Háskóla Íslands í síðustu viku. Örn sagði stórar verslanakeðjur hafa í auknum mæli tekið yfir eða keypt ráðandi hlut í smærri keðjum í hinum ýmsu löndum með það fyrir augum að auka markaðshlutdeild sína. Vitnaði Örn í ummæli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, lét falla þess efnis að eftir áratug yrðu einungis fjórar stórar verslanakeðjur eftir í heiminum. Sagðist Örn hafa spáð svo fyrir að Baugur yrði ein þessara fjögurra keðja. MIKILL VÖXTUR Í ÁRATUG Neil Wrigley, prófessor við University of Southampton, var annar tveggja bresku prófessor- anna sem fluttu erindi á ráðstefnunni. Wrigley er þekktur fræðimaður á sviði smásölu- verslunar og hefur skrifað bækur um vöxt og breytingar í geiranum. Hann sagði vöxt verslanakeðja á heimsvísu gamlar fréttir og benti á að bandaríska verslanakeðjan F. W. Woolworth hefði sett á stofn verslanir í Bretlandi og Kanada snemma á síðustu öld. Þá hefðu banda- ríska smásöluverslunin Safeway og hin franska Carrefour jafnframt hafið starfsemi í Bretlandi á áttunda áratug síðustu aldar. Í erindi sínu sýndi Wrigley fram á mikinn vöxt smávöruverslanakeðja á tólf ára tímabili. Árið 1990 var Carrefour með verslanir í sex löndum, Ahold í tveimur löndum en Wal-Mart og breska smá- vöruverslanakeðjan Tesco báðar með starfsemi í einungis einu landi hvor. Tólf árum síðar höfðu fyr- irtækin hins vegar vaxið gríðarlega. Carrefour var með verslanir í 30 löndum, Ahold í 28 löndum en Wal-Mart og Tesco bæði með starfsemi í 11 löndum, meðal annars á nýmörkuðum í Austur-Asíu, Suður- Ameríku og í Austur-Evrópu. Þá hefðu verslana- keðjurnar allar valdið breytingum á neyslu lands- manna í þeim löndum þar sem þær hefðu komið sér fyrir, með innflutningi á vörum frá Vesturlöndum. Wrigley benti enn fremur á að þegar Tesco hefði farið til Asíu hefði keðjan meðal annars keypt ráð- andi hluti í þeim verslunarkeðjum sem fyrir hefðu verið á markaðnum. Tesco hefði meðal annars keypt 75 prósenta hlut í verslanakeðjunni Lotus í Taílandi og 81 prósents hlut í Homeplus í Suður-Kóreu. Þótt verslanakeðjan hefði tekið yfir innlendar verslan- ir í landnámi sínu hefði hún hald- ið nafni viðkomandi fyrirtækis í hávegum í stað þess að flagga sínu eigin. Slíkt hefði hjálpað til við landnám Tescos, að hans mati. Að sögn Wrigleys er athyglisvert að Tesco fann engan samstarfsað- ila í Taívan þegar verslanakeðjan hugðist hefja starfsemi þar í landi. Afleiðingarnar urðu þær að landnám fyrirtækisins reyndist árangurslaust og hvarf fyrirtækið af landi brott í september á síð- asta ári. MINNI SAMKEPPNI Á NORÐUR- LÖNDUNUM Ágúst Einarsson, prófessor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, ræddi í erindi sínu um smá- söluverslun á Norðurlöndunum og greindi hvað væri líkt og ólíkt með einstökum löndum. Í erindi hans kom fram að samþjöppun smásöluverslana væri mikil á Norðurlöndunum, sem gjarnan væru talin lítill markaður enda íbúar landanna fimm ekki nema 25 milljónir samtals. Samþjöppunin væri mest hér á landi en stærsta verslunarkeðjan hefði 45 prósenta markaðshlutdeild. Minnst væri samþjöppunin hins vegar í Noregi en þar er stærsti aðilinn með 35,8 prósenta markaðshlutdeild. Þá benti Ágúst jafnframt á að Íslendingar væru nokkuð frábrugðnir nágrönnum sínum að því leyti að 63 prósent landsmanna byggju á höfuð- borgarsvæðinu. Slíkt er einsdæmi, að hans sögn. Íslendingar neyta jafnframt hlutfalls- lega langmest nágrannaþjóðanna af sykri og lambakjöti en eru í öðru sæti hvað svínakjötsneyslu varðar. Auk þess flytja Íslendingar hlutfallslega meira inn af vörum frá Norðurlöndunum en nágrannar þeirra, að Norðmönnum undanskildum. Hefur innflutningurinn aukist um þrjú prósentustig á árunum 1990 til 2004. BREYTTIR NEYSLUHÆTTIR Mark Harvey frá Manchester-háskóla fjallaði á ráðstefnunni um nýlega bók sína um evrópskan matvælamarkað, hlutverk stórmarkaða í Evrópu og traust neytenda á matvörum. Líkt og landi hans Wrigley ræddi hann sömuleiðis um vöxt smásöluverslana í sögulegu samhengi og greindi tvær meginbreytingar í gegnum tíðina. Fyrsta breytingin hefði verið á árunum 1890 til 1930 þegar verslanakeðjur þess tíma opnuðu nokkur útibú. Seinni byltingin hefði verið á árunum 1970 til 1990 þegar verslunarkeðjur á borð við Wal-Mart og Tesco litu dagsins ljós. Seinni byltinguna tengdi hann breytingunni sem varð með tilkomu örbylgjuofna en í kjölfar þeirra urðu tilbúnir frystir skyndiréttir vinsæl vara hjá neytendum í Bretlandi. Hvað traust almennings til matvöru og verslana varðaði sagði Harvey neytendur almennt íhalds- sama og þeir færu iðulega í sömu verslanirnar. FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Neil Wrigley, próf- essor vi Háskólann í Southampton, lýsti vexti bresku verslanakeðjunnar Tesco í Asíu. MARKAÐURINN/PJETUR Alþjóðlegar verslanakeðjur aðlagast nýjum mörkuðum Vegur smásöluverslunar hefur vaxið mikið um allan heim á síðastliðnum áratug. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson sat alþjóðlega ráðstefnu um vöxt smá- söluverslunar í alþjóðlegu samhengi þar sem málin voru brotin til mergjar. M Á L I Ð E R Smásölu- verslun EINBEITTIR Á RÁÐSTEFNUNNI Margir sóttu ráðstefnu í Háskóla Íslands um vöxt smásöluverslunar í alþjóðlegu samhengi. 10,3% Nafnávöxtun síðustu 3 ár, 10,3% á ári.* SJÓÐUR 11 – GÓÐIR ÁVÖXTUNARMÖGULEIKAR Hentar þeim vel sem vilja fjárfesta eða spara til langs tíma og eiga öruggan sparnað fyrir. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 11 er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.