Fréttablaðið - 09.07.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 09.07.2006, Síða 18
 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR18 Grótta tekur stakka- skiptum 15. júlí en þá opnar þar samsýningin Eiland. Fimm listamenn taka þátt í sýningunni, þau Friðrik Örn Hjalte- sted, Hrafnkell Sigurðs- son, Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Haraldur Jónsson og Ragnar Kjartansson. Undirbúningurinn hef- ur staðið yfir lengi og öll verkin eiga það sam- eiginilegt að vera inn- blásin af Gróttu á einn eða annan hátt. Berg- steinn Sigurðsson ræddi við fimmmenningana um fríríkið Eiland. Vitar í myrkri „Nei, þetta er ekki stafsetningar- villa,“ segir Friðrik Örn Hjalte- sted ljósmyndari og hlær þegar hann er spurður út í nafngiftina á sýningunni. „Hugmyndin um Eiland sprettur af því að Grótta er einskismannsland í þeim skilningi að þetta er friðland og þarna býr enginn. Þá er Grótta bæði eyja og partur af meginlandinu, allt eftir því hvort það er flóð eða fjara.“ Friðrik hefur haft veg og vanda af skipulagningu sýningarinnar en tildrög hennar má rekja til þess að fyrir ári síðan var hann beðinn um að halda ljósmyndasýningu vestur á Snæfellsnesi. „Upphaf- lega hugmyndin var að halda sýn- ingu í vitanum á Malarrifi, rétt við Snæfellsjökul. Þetta er sérstakur staður og úr alfaraleið og mér datt í hug að gera eitthvað meira úr þessu og fá fleiri til liðs við mig og hafði þess vegna samband við þau Ragnar, Hrafnkel og Ásdísi, sem ég þekkti öll. Þau slógu til og við ákváðum að halda samsýningu á Malarrifi, sem við höfum verið að undirbúa síðan.“ Fyrir um það bil tveimur mán- uðum síðan kom hins vegar í ljós að aðstæður leyfðu ekki að sýn- ingin yrði haldin vestur á Malar- rifi og þá voru góð ráð dýr. „Ég fór að velta því fyrir mér hvar við gætum fundið annan stað og þá datt mér í hug Grótta, sem er að mörgu leyti sambærilegur staður við Malarrif. Ég hafði því sam- band við Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, og honum leist svona vel á. Seltjarnar- nesbær hefur þannig stutt okkur mikið með því að lána okkur húsa- kostinn í Gróttu og leyfði okkur að vera þar útfrá á meðan á varptímanum stóð í maí og júní. Þá lánaði Siglingastofnun okkur vitann þannig að allur húsakostur Gróttu verður lagður undir lista- verk, auk þess sem það eru nokk- ur útiverk. Þá verðum við með lítið kaffihús í Fræðslusetrinu á meðan á sýningunni stendur, þar sem fólk getur tyllt sér niður.“ Friðrik segir að undirbúningur sýningarinnar hafi verið lengri en hann hafi átt að venjast, sem gerir sýninguna sterkari að hans mati. „Í flestum samsýningum er það bara einn sýningarstjóri sem ræður öllu og fær til liðs við sig listamenn úr hinum og þessum áttum. Í þessu tilfelli höfum við undirbúið sýninguna lengi og fínpússað hana saman, þannig að konseptið er fyrir vikið sterkara. Hugmyndin er sú að við erum að taka okkur bólfestu á þessum stað og tilbiðja þá hluti í umhverfinu sem snerta okkur mest.“ Verk Friðriks á sýningunni eru ljósmyndir af vitum, en hann hefur ferðast út um allt land undanfarna þrjá vetur til að mynda þá. „Einhverra hluta vegna hef ég alltaf verið að mynda turna. Ég bjó í Bandaríkjunum í níu ár og tók myndir af vatnsturnum í hverjum einasta bæ sem ég kom í. Fyrir þremur árum gisti ég í vita að vetri til og í svartri vetrarnótt- inni þá kræktu vitarnir í mig og hafa ekki sleppt síðan.“ Myndir Friðriks Arnar eru allar teknar að nóttu til í myrkri þegar kveikt er á vitunum. „Það er dálítið merkilegt til þess að hugsa að flestar ljósmyndir af vitum eru teknar á daginn þegar það er slökkt á þeim. Mér fannst því vera tækifæri til að gera heilmarga hluti.“ Myndirnar á Eilandi eru reyndar aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal, því hann undirbýr útgáfu bókar með mynd- um af vitunum og stóra yfirlits- sýningu. Hæfilega órætt Ásdís Sif Gunnarsdóttir býður upp á vídeóinnsetningu á Eilandi en hún er unnin upp úr upptökum sem gerðar voru á staðnum sem og í eyðimörkinni í Kaliforníu. Inn í það fléttar hún ljósmyndum og skúlptúrum sem tengjast vídeó- verkinu. „Við unnum mikið út frá staðnum sjálfum, það er að segja Gróttu og nánasta umhverfi þar. Ætli sjórinn hafi ekki haft mest áhrif á mig og ég ákvað að tína upp nokkra hluti sem hafa rekið á fjörur okkar, hugsanlega úr fram- tíðinni.“ Skúlptúrunum verður dreift hér og þar um Eilandið en sýningargestir geta litið á kort sem auðveldar þeim að finna þá. „Þetta eru neon skúlptúrar úr plasti og álpappír,“ segir Ásdís. „Ég nota mikið af skærum litum og form sem skera sig úr náttúr- unni eins og í framtíðarbíómynd. Myndirnar fjalla hins vegar um íslensku sumarnóttina þar sem birtan er blá eins og maður búi á tunglinu, og þær kallast á við birt- una í myndunum sem voru teknar í eyðimörkinni í Kaliforníu. Ann- ars held ég að það sé best að segja ekki of mikið, reyna að hafa þetta hæfilega órætt,“ segir hún og hlær. Ásdís tekur undir með Friðriki að samhljómurinn í sýningunni sé mikill og þakkar það löngum undirbúningi og mikilli samvinnu. „Ég held að við höfum öll haft tals- verð áhrif á hvert annað og öll fundum við fyrir nýjum áhrifum frá náttúrunni, sem auðveldaði okkur að búa til nýja nálgun.“ Stjórnlaus náttúrubörn og skilyrtar borgarverur Haraldur Jónsson er með þrjú verk á sýningunni sem heita Herbergi, Útburður og Ofnæmi. „Þetta eru allt nátengd verk, inn- blásin af staðháttum: hinni svo- kölluðu ósnortnu náttúru og gömlu góðu tvíhyggjunni sem hún myndar með siðmenning- unni. Mitt á milli er svo garður- inn, hin tamda náttúra manns- ins.“ segir Haraldur. „Við urðum fyrir miklum áhrif- um af þessari einangrun í Gróttu og um leið þessu erkitýpíska hlutskipti að vera Íslendingur, að þurfa að takast á við þessa ein- angrun og frumstæðu aðstæður, eins og áar okkar gerðu. Núna erum við hins vegar flest komin í þéttbýli og búin að missa sakleysið og ég vildi vinna með þessa undar- legu blöndu sem felst í að við erum bæði stjórnlaus náttúrubörn og skilyrtar borgarverur.“ Herbergi og Útburður eru hvort tveggja hljóðverk, hið fyrra er leikið inni í vitanum en hitt úti á berangri, en í þeim báðum er reynt að efnisgera skynjun og tilfinningar. „Ég held við höfum öll reynt að vinna mikið með menningar og þjóðar- arfinn. Sjálfur held ég að það sé einhver frumgerð í þjóðarkarakt- ernum og mig langaði að fanga í honum hljóðið, sem ég held að einkennist að vissu leyti af inn- byggðum kvíða, þetta er hálfgert útburðarvæl. Ég skal ekki segja hvernig til hefur tekist en mér er sagt að þetta hafi ákveðinn lækningamátt fyrir suma.“ Í kjallara Gróttuvita hefur Tilbiðjum það sem snertir okkur mest EILAND GROUP Frá vinstri: Friðrik Örn, Hrafnkell Sigurðsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson og Haraldur Jónsson. Myndin er tekin á Malarrifi á Snæfellsnesi þar sem upphaf- lega stóð til að halda sýninguna. RAUÐ SÍRENA Úr vídeóverki Ásdísar Sifjar, sem er að stórum hluta tekið í Gróttu. ÚR ÁHÖFN Hrafnkell Sigurðsson tekur nær- myndir af sjóstökkum skipverja á togara í myndaseríu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.