Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 10
10 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR BRUNI Eldur kom upp í sumarbú- stað í landi Galtarholts, norðan Borgarness, um tíu leytið í fyrra- kvöld. Níu ára drengur var einn í bústaðnum að horfa á sjónvarp, sem var með innbyggðan DVD- spilara, þegar kviknaði í tækinu. Hann tók þá til fótanna og gerði foreldrum sínum sem voru á svæð- inu viðvart. Þegar slökkvilið bar að garði var sumarbústaðurinn alelda og gerðar voru ráðstafanir til að ekki færi verr með því að færa gaskúta og annan eldsmat frá eldinum. Bústaðurinn er gjörónýtur eftir brunann. - æþe Sumarbústaður brann: Níu ára piltur gerði viðvart UPPGRÖFTUR Tvær bækur hafa fundist við uppgröft á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Er þetta í fyrsta skipti sem vitað er til að bækur hafi fundist við fornleifa- uppgröft hérlendis en bækurnar fundust ásamt beinum tveggja manna. „Þetta er mjög merkilegur fundur. Við teljum að þarna séu á ferðinni sálmabækur og mögulegt að þetta séu bækur sem Jón Ara- son lét gera fyrir siðaskipti og voru prentaðar á Hólum,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, sem stjórnar uppgreftrinum. Bækurnar, sem fundust í tveim- ur gröfum, lágu ofan á brjóstkassa beinagrindanna og héldu þær um bækurnar. Forvörður er nú að vinna með bækurnar en þeim verður síðan komið í vörslu Þjóð- minjasafnsins þar sem þær verða rannsakaðar frekar. Þetta er fimmta sumarið sem grafið er í rústum klaustursins sem var starfrækt í Fljótsdal á miðöldum. Um þúsund gripir hafa fundist í uppgreftrinum nú í sumar, en þar á meðal eru kirkjulykill, saumnálar og fingur- bjargir. - öhö Merkilegur fundur í fornleifauppgreftri á Skriðuklaustri: Fundu bækur við uppgröft BÓKIN TEKIN UPP Síðari bókin er hér fjar- lægð úr gröfinni eftir 500 ára legu. MYND/GUNNAR GUNNARSSON STRÍÐSHRJÁÐIR SÓMALAR Á FERÐ Sómal- ar ferðast aftan á palli vörubíls sem keyrir norður frá Mógadisjú. Vatnsbelgir þeirra hanga meðfram pallinum. NORDICPHOTOS/AFP Bavaria, hollenskur gæðabjór: Kom best út í blindprófun Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum. 10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn. LÉTTÖL Farangurskassar leysa plássvandann í bílnum! www.seglagerdin.is Eyjarslóð 5, sími 511 2200 Þyngd: 19,5 kg Rúmmál: 320 L Breidd: 0,96 m 24.900 SUMARTILBO Ð ATVINNA Feðgarnir Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður í Gríms- ey og Óli Hjálmar Ólason skoða nú sölu á aflaheimildum sínum í Grímsey. Um er að ræða tæp tólf hundruð þorskígildistonn en það eru rúm fjörutíu prósent veiði- heimilda í eynni. Óli Bjarni segir það rangt, sem fram hefur komið í fjölmiðl- um, að búið sé að ganga frá söl- unni til Vonar í Sandgerði. Hins vegar séu þeir að skoða kaup á helmingi aflaheimildanna. Þá sé útgerðarfélagið GPG á Húsavík að skoða kaup en það sé á byrjun- arstigi. Rúmlega eitt hundrað manns búa í Grímsey. „Sjávarútvegur er auðvitað uppistöðu atvinnugreinin hér í Grímsey og því eru þetta mjög slæm tíðindi,“ segir Brynjólfur Árnason, sveitastjóri í Hrísey. „Hins vegar eigum við góð sóknarfæri á öðrum sviðum. Ferðaþjónusta er til að mynda vaxandi atvinnugrein hér og margir sem vilja skoða eyna,“ segir Brynjólfur. Hann segir að töluvert hafi verið keypt af kvóta til byggðarlagsins undanfarið en jafnframt verði að efla aðrar greinar. - öhö Rúmlega fjörutíu prósent veiðiheimilda verða að líkindum seld úr Grímsey: Verðum að efla aðrar greinar GRÍMSEY Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður skoðar nú sölu á veiðiheimildum sínum. Sveitarstjóri segir að horfa verði til fleiri atvinnuvega. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Rekstrarkostn- aður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján pró- sent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri árs- skýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheim- ilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krón- um árið 2004 en jukust um 57 pró- sent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukn- ingin í einstökum gjaldalið hjá emb- ættinu. Helsta skýring þessarar aukn- ingar felst í fjölgun sérsveitar- manna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfir- lögregluþjóns hjá embætti ríkislög- reglustjóra. „Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkj- um að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust.“ Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstr- arkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinn- ar á samningum um umferðareftir- lit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er lang- stærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrota- deild embættisins og sambærileg- um stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra er að með- altali með tvöfalt fleiri viðfangs- efni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Nor- egi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfell- ingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu pró- sentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lög- reglu, ýmiss konar uppbyggingar- starfsemi, innra eftirlit með starf- semi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjón- ustu við borgara. Fjallað er um upp- byggingu og starfrækslu almanna- varnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niður- staðna rannsókna og úttekta. sdg@frettabladid.is Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust Eignakaup embættis ríkislögreglustjóra jukust um 57 prósent milli áranna 2004 og 2005. 14 milljónir fóru í stækkun sérsveitarinnar sem skýrir helst aukning- una, að sögn yfirlögregluþjóns. Sértekjur embættisins lækkuðu um 44 prósent. SÉRSVEITIN Á ÆFINGU Helsta skýringin á auknum rekstrarkostnaði embættis Ríkislögreglustjóra er fjölgun sérsveitarmanna og kaup á búnaði fyrir sveitina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.