Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 Þótt það sé voðalega gaman að ferðast um landið og kynnast landi og þjóð þá er oft ekki verra að hafa eitthvað fyrir stafni, sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina. Fréttablaðið kíkti við í leikfangaversluninni Leikbæ og athugaði hvað er hægt að dunda sér við út í náttúrunni þegar allt annað er ekki nógu spennandi. Ansi vígalegur traktor á 9.980 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Bregðum á leik Á ferðalögum er ekki verra að hafa skemmtileg leikföng við hendina til að finna barnið í sjálfum sér. Spurning hvort eitthvað sé hægt að veiða með þessum háf? 395 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Sláttuvél á 2.980 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Hefðbundnar sápukúlur á 145 kr. Skóflur frá 150 kr., fata á 580 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Geðveik Spiderman sundlaug á 3.950 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Leikfangabílar frá 580 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN „Ég fór á samtals tvær útihátíðir, báðar í Húsafelli. Þetta hefur verið árin 1969 og 70 og ég 15 og 16 ára gamall. Eflaust er ég búinn að end- ursmíða minningarnar eitthvað en sumt gleymist aldrei,“ svarar Sig- urður þegar hann er beðinn að rifja upp fyrstu kynni sín af verslunar- mannahelgarfjöri á útihátíðum. „Ég hafði mikinn áhuga á tónlist á þess- um árum og þarna var Trúbrot með Rúna Júl. í broddi fylkingar. Maður fylgdist vel með honum þegar fór að líða á kvöldið því þá hljóp hann í annan gír og fór til dæmis að spila á bassann aftan við hnakkann á sér. Það fannst manni mjög töff. Svo voru þarna ljósaperur eftir sviðs- brúninni ofanverðri og Rúnar braut þær allar í röð með tambúrínu í takt við tónlistina og hoppaði ofan á brotunum á einhverjum indíána- mokkasínum. Þetta var auðvitað rosalega flott. Sem minning stendur það algerlega upp úr.“ Sigurður segir sportfatnað ekki hafa þótt áhugaverðan á þessum árum. „Maður klæddi sig með hliðsjón af því að maður gæti virkað sem best á hitt kynið og það voru hvorki hlý föt né praktísk sem maður var í heldur bara það flottasta sem maður átti, þar á meðal blank- skórnir. Sumir voru gangandi um í svörtum sorppokum til að verj- ast harkviðrinu,“ rifjar hann upp. Hann kveðst hafa sofið eins lítið og hann gat á hátíðunum til að missa ekki af neinu og fæðið var kapít- uli útaf fyrir sig. „Maður var að éta súkkulaði og annað sjoppukyns en í annarri ferðinni var fermingar- prímusinn notaður til að hita dollu af saxbauta sem var uppistaðan í fæðu þeirrar helgar.“ Síðan hefur Sigurður verið stilltur um verslunarmannahelgar. „Maður fékk einhvernveginn nóg af þessari vosbúð og þetta var fullur skammt- ur af útihátíðum fyrir lífið,“ segir hann og bætir við: „Ég var alltaf í bænum eftir þetta og þar myndaðist ákveðin samkennd með þeim sem ekki fóru neitt.“ Á blankskónum í Húsafelli SIGURÐUR G. VALGEIRSSON SVAF EINS LÍTIÐ OG HANN GAT Á ÚTIHÁTÍÐUNUM Á HÚSAFELLI Í GAMLA DAGA. Sigurður fékk sinn skammt af útihátíðum fyrir lífið þegar hann var á táningsaldri og heldur sig gjarnan í borginni um verslunarmannahelgar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Spiderman bolti á 550 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Skemmtilegur boltaleikur á 3.895 kr. Flugdreki er ómiss- andi í góðu veðri. Þessi er á 990 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Það er alltaf gaman að sippa en þessi sippubönd eru á 299 kr. stk. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Allir hafa gaman að vatnsblöðru- slag. 50 kr. pakkinn. Hér á að kasta boltum í körfurnar til að fá stig. Leikur fyrir alla fjölskylduna á 590 kr. Nei þetta er ekki rjómaís heldur sápukúlur á 195 kr. Eftirminnileg ferðahelgi Hamborgarakóngurinn Tómas Tómasson, eigandi Hamborgara- búllu Tómasar, segist aldrei fara í útilegu án þess að taka með sér flatkökur. „Þær eru alveg ómiss- andi í útileguna. Það er bara eitt- hvað svo útilegulegt og íslenskt að borða flatkökur í útilegu,“ segir Tómas. „Flatkökur með rækjusalati eru náttúrulega það allra besta,“ segir hann, en það kemur nokkuð á óvart að hann skuli hvergi minnast á hamborgara. Flatkökur ómissandi Ómissandi í ferðalagið Það er meira að segja hægt að bjóða fólki í kaffi og með því – bollastell á 840 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.