Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 16
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifs- son náttúrufræð- ingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráð- stefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eist- landi og Rússlandi og kynna rann- sóknarniðurstöður sínar. „Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi.“ Þá verður á ráðstefnunni fjall- að um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegs- dýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. „Sem dæmi má nefna að hér finn- ast aðeins ellefu tegundir af ána- möðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæp- lega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar.“ Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. „Flest smádýr lifa í efstu fimm senti- metrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnrækt- unar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrateg- unda verður veruleg fjölgun.“ - hs Þetta hefur ekki verið neitt að bögga mig. En svo náttúrulega þegar maður heyrir af svona hlutum eins og slys- inu þegar flutningabíllinn hellti niður olíu fyrir norðan fer maður að pæla í þessu. Hann var með tengivagn, sem mér finnst nú kannski óþarfi. Þegar maður er að flytja eitthvað svona rosa bensín og olíu finnst mér ekki að maður eigi að vera með vagn aftan í líka. En einhvern veginn verður auðvitað að flytja þetta. Ég keyrði alltaf reglulega milli Kefla- víkur og Reykjavíkur og flutninga- bílstjórar fóru oft alveg út í kant til að hleypa manni framúr. Þeir voru alveg tillitssamir með það enda voru þeir aldrei á brjálæðislega mikilli ferð á Reykjanesbrautinni. Mér finnst samt, eins og á hringtorginu hjá Lækjargötunni í Hafnarfiði, að þessir vöruflutningabílar fari alltof hratt. SJÓNARHÓLL ÞUNGAFLUTNINGAR Á ÞJÓÐVEGUNUM Vill ekki tengivagna SVANDÍS ÓSK HELGADÓTTIR HÁRSNYRTIR Á FLÓKA Í HAFNARFIRÐI „Aðalfrétt dagsins í dag er að það eru akkúrat 23 ár síðan tvíburarnir mínir fæddust. Þeir eru því orðnir einu ári eldri en ég var þegar ég eignaðist þá,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, leikskólastjóri Klambra. Á afmælisdeginum fær hún annan tvíburann í heimsókn enda eru þeir „orðnir karlar í sitt hvoru landinu“. Ingibjörg er annars hæstánægð með sumarið enda er hún búin að nýta það vel í alls konar útiveru. „Sumarið er bara hálfnað en samt búið að vera svo skemmtilegt og sólríkt. Ég er búin að ganga Síldarmannagötu, upp á Arnarvatnsheiði og svo fann ég Paradís á Norðfirði,“ segir hún og bætir við að einnig sé nauðsynlegt að komi fram að hún hafi gengið á Strút síðastliðinn laugardag. „Ég segi öllum sem ég hitti það svona sjö sinnum.“ Leikskólinn Klambrar er að fara aftur af stað eftir sumarleyfi og í vikunni fóru börn og starfsfólk saman í hvalaskoðun. „Við sáum náttúrulega bara nokkra sporða, en eftir á erum við öll alveg viss um að við sáum hvali sem eru stærri en kastalinn í garðinum.“ Ingibjörg hefur annars í nógu að snúast við undirbúning vetursins á Klömbrum. „Við erum með alla útlimi krosslagða í von um að manna allar stöðurnar í haust.“ Ingibjörg segist þó ekki vera kvíðin heldur full til- hlökkunar fyrir veturinn. „Einhver sagði að leikskólastjórar héldu að kvíði væri eðlileg tilfinning. Við erum núna að senda kvíðann út í hafsauga og taka tilhlökkunina inn því búið er að ráða svo mikið úrvalslið hér til starfa. Svo er þetta bara alveg að koma,“ segir Ingibjörg. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGIBJÖRG KRISTLEIFSDÓTTIR LEIKSKÓLASTJÓRI Með alla útlimi krosslagða Stolin vínber „Fólk stundar að bragða á vínberjunum áður en það kaupir þau, þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt en virðist vera séríslenskt vandamál.“ SIGURÐUR REINHALDSSON, INNKAUPASTJÓRI MATVÖRU HJÁ HAGKUPUM, UM VÍNBERJASMÖKK- UN VIÐSKIPTAVINA. FRÉTTABLAÐIÐ, 27. JÚLÍ. Mjólkin vinsæl „Við höfum sáralítið afgangs til útflutnings því við höfum þurft að nota alla mjólkina á innanlandsmarkaðinn.“ GUÐBRANDUR SIGURÐSSON, FOR- STJÓRI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR, VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR EFTIR ÍSLENSKRI MJÓLK. FRÉTTA- BLAÐIÐ, 27. JÚLÍ. ÁNAMAÐKUR Ellefu tegundir ánamaðka lifa á Íslandi en til samanburðar má geta þess að nokkrir tugir finnast annars staðar á Norðurlöndunum. BJARNI E. GUÐ- LEIFSSON Fimmtíu vísindamenn staddir á Íslandi um helgina á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi: Ellefu tegundir ánamaðka Leslie Earl Boyd, Banda- ríkjamaður sem kominn er af Vestur-Íslendingum, heimsótti Odd Helgason hjá ORG ættfræðiþjónustunni í gær þar sem Oddur lét hann hafa upplýsingar um alla íslenska forfeður hans og ættingja sína á landinu. Þegar blaðamaður kom á staðinn hafði þeim Oddi og Leslie ekki farið ýkja margt á milli, en þeim hafði samt sem áður tekist að leita sér upplýsinga í gagnagrunni Odds, sem haldið er utan um með Espólín- forriti Friðriks Skúlasonar. Leslie, sem býr í Markerville í Bandaríkjunum, heimsækir Ísland í annað sinn, en hann kom einnig hingað árið 2001, þá í frí með fjöl- skyldu sinni. Í þetta sinn kom hann einn til landsins, gagngert til að rannsaka tengsl sín við Ísland og Íslendinga. Hann hefur nú haft samband við nokkra ættingja sína hérlendis sem hann segir hafa tekið sér opnum örmum. Leslie var bent á að hafa samband við Odd, þar sem Oddur segir sjálfur að ættfræðiþjónusta hans sé sú umfangsmesta á landinu. „Þetta er eina ættfræðiþjónustan á land- inu sem er með upplýsingar um erlenda afkomendur Íslendinga,“ segir Oddur. Hann segist fá fjöldan allan af upplýsingum um afkomendur Íslendinga alls staðar að úr heim- inum, sem hann safnar síðan í sinn mikla gagnagrunn. Síðast í gær- morgun fékk hann ábendingu póstleiðis og var ekki lengi að færa þær upplýsingar til bókar. Grunnur Odds spannar hvorki meira né minna en tuttugu aldir, allt aftur til ævafornra Tyrkja- konunga, ólíkt til að mynda grunni Íslendingabókar sem einungis nær aftur til landnáms. Hann segir alla landsmenn, og fleiri til, þjóna sér og sínum rannsóknum. „Þetta er fjölmennasti vinnustað- ur landsins. Samt er enginn ráð- inn, enginn rekinn, engir starfs- lokasamningar og það er enginn á launum.“ - sh Leitaði ættingjanna á Íslandi Á SKRIFSTOFU ODDS Þrátt fyrir að Oddur og Leslie hafi ekki rætt mikið saman gátu þeir þó í sameiningu fundið íslenska forfeður Leslies langt aftur í aldir, og jafnvel fundið alla ættingja Leslies hérlendis, hversu fjarskyldir honum sem þeir voru. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Opna Ingvars Helgasonar mótið verður haldið á golfvelli GKG laugardaginn 29. júlí. Flokkaskipt punktakeppni með forgjöf: 1. flokkur frá 0-10,4 // 2. flokkur frá 10,5-36 Hámarksforgjöf: 24 karlar // 28 konur Skráning á www.golf.is // Mótsgjald er 3.500 kr. Vegleg verðlaun í boði ... 1. Sérmælt PING G5 járnasett (6 kylfur) 2. PING G5 driver & PING ferðapoki 3. PING G5 hybrid kylfa & PING ferðapoki Nándarverðlaun (x6) PING skópoki PING ferðapoki PING Moon golfpoki „Ingvar Open“ Teiggjöf Merktir Pinnacle Exception boltar 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.