Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 1
Ú tf lutningsbannið: Stöðvar ekki atvinnurekstur en er mjög áhrifarík aðgerð Þeir greindu fréttamönnum frá fyrirhuguDum aðgerOum verkalýðshreyfingarinnar á næstunni. Taldir frá hægri Þórir Danielsson framkvæmdastjóri, Haukur Már Helgason biaðafuiltrúi ASl, Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins og Guðmundur J. Guðmundsson formaður þess. JB — Fundur stjórnar Verka- mannasambands tslands sl. mánudag samþykkti einróma, að mælast til þess við félög innan sambandsins að þau boðuðu bann á útskipun á öllum vörum sem fyrst, og eigi siðaren 15. apriln.k. Mörg stærstu félögin innan sam- bandsins hafa þegar orðið við þessari áskorun og aflað sér heimilda til þessarar verkstöðv- unar. Nokkur hafa þegar boðað slikar aðgerðir og hefst útflutn- ingsbann í Reykjavik, Vest- mannaeyjum og i Þorlákshöfn frá og með 13. april n.k. Undantekn- ingar eru verkalýðsfélögin á Vestfjörðum, sem hyggjast ræða við atvinnurekendur i sinum byggðarlögum fyrst, áöur en þeir ákveða þátttöku, og þá hafa verkalýðsfélög á Suðurnesjum sett þann fyrirvara, að samstaða náist i málinu. Útskipunarbann þetta er ótimasett og er gert til að knýja á um að greidd séu laun skv. samn- ingum verkalýðsfélaganna eða sambærileg kjör fyrir verkafólk. Mun það ná til allra vara, sem ætlaðar eru til útflutnings. Þó eru undanþegnir frá þvi útflytjendur þeir, sem greiða laun skv, kaup- töxtunum. En þeir eru nokkrar, og þá einkum saltfiskútflytjend- ur. Kom framangreint fram á, fundi stjórnar Verkamannasam- bands Islands með fréttamönnum i gær. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins, sagði að þessar aðgerð- ir, sem nú væri boðað til, heföu verið valdar sökum þess að þær þættu áhrifameiri enaðrar þær er rætt hafi verið úm i þessu sam- bandi. Sagði hann, að þær yllu fyrirtækjunum óhjákvæmilega erfiðleikum, sem ykjust er frá liði, og bannið stæði lengur. Fjár- streymi til landsins stöövaðist og birgöir hlæðust upp Yrði þetta margfalt dýrara fyrir atvmnu- rekendur en þaö að greiða laun samkvæmt samningum og gæti þvi þrýst á um að þeir tækju upp viðræður við ASl af alvöru. Varð- andi það hvernig verkalýðshreyf- ingin hygðist bregðast við ef til verkbanns kæmi sagði Guömund- ur, að útflutningsbann sem slikt myndi ekki stöðva atvinnurekst- ur, en ef atvinnurekendur settu á Framhald á bls. 19. ölfusborgir, orlofsheimili ASI. Tjón af völdum ónógs frágangs á hitaveitulögnum hefur valdið tug- milljónatjóni. „Hef litla trú á aðgerðum sem Verkamannasambandið þarf að standa GV---Ég hef litla trú á aðgerð- um sem Verkamannasambandið þarf að standa eitt i, og það er margt sem stendur f vegi fyrir aö samstaða náist um þessar að- gerðir innan sambandsins, sagði Karl Steinar Guðnason, formaöur Verkalýðs- og sjómannafélags U tflutningsbann: eitt í” Keflavikur, i samtali viö Timann i gær er hann var spurður um ástæðuna fyrir þvi að verkalýös- félög á Suöurnesjum hafa lýst þvi yfir, að þau muni ekki verða við áskorun Verkamannasambands- ins um útflutningsbann, nema aö algjör samstaöa náist. Rekstrarfélag orlofsheimila í Ölfusborgum: Höfðar skaðabótamál vegna ónógs frágangs við hitaveitu um tugmilljóna- tjón að ræða SSt —Rekstrarfélag Olfusborgar, sem annast rekstur orlofsheimila ASl i Olfusborgum hefur nú i hyggju að höfða skaöabótamál á hendur þremur aðilum, sem höfðu hönd i bagga meö lagningu hitaveitu i orlofsheimilin á sinum tima, þar sem sýnt þykir, að þessir aðilar hafi ekki gengið frá hitaveitulögnum sem skyidi m.a. ekki fóðrað rör nægilega vel og verður mál þetta væntanlega tek- ið fyrir hjá dómsaðilum innan skamms. Samkvæmt mati til- nefndra matsmanna, mun tjón sem rekja má til ónógs frágangs nema tugmiljónum. Þeir þrir málsaðilar, sem málshöfðun beinist aö eru Uritan, norskt fyrirtæki, sem seldi rekstrarfél' aginu rör til hita- veitulagningar, Verkfræðiskrif- stofu Siguröar Thoroddsen, sem sá um hönnun og verkfræðilega úttekt á hitaveitunni og pipulagn- ingameistara i Hveragerði. Að sögn Halldórs var þessum þremur aðilum á sinum tima gerð skrifleg grein fyrir þvi, aö rekstr- arfélagiö hefði I hyggju að höfða skaðabótamál á hendur þeim en þeir munu ekki hafa svarað þvi neinu. J- Útflytjendurullar-og skinnavaraum útflutningsbann: Kemur til með að stór- skaða viðskiptasambönd auk f járhagslegs taps SSt — Útflutningsbann kæmi af- skaplega illa við okkur, og ef til vill kemur þaö jafnvel verr við ullar- og skinnavöruútflytjendur en t.d. sjávarútveg. Þetta eru neytendavörur, og sala á þeim er mjög árstiðabundin og það má ekki skeika neinu með afhend- ingu, sagði Bergþór Konráösson hjá iðnaðardeild SÍS i samtali við Timann, er hann var inntur álits á útflutningsbanninu. Núna er sá timi, sem mest er sentút af prufusendingum. Fyrir- tæki um allan heim eru á þessum tima aö taka sýnishorn, sem þau hugsanlega panta eftir siðar á ár- inu. Timinn núna er þvi ákaflega mikilvægur upp á sölu slðar á ár- inu. Málið er ósköp einfalt: Ef fyrir- tækin fá ekki sýnishorn á tiltekn- um tima, panta þau bara annars staðar, — sem fyrir okkur þýðir fjárhagstap og álitshnekkir I viö- skiptaheiminum, sagði Bergþór einnig. Þráinn Þorvaldsson hjá Hildu h.f., sem flytur út ullarvörur, hafði eftirfarandi um útflutnings- bannið að segja: — útflutnings- Framhald á bls. 19. Hefur stóran skaða í för með sér — segir Árni Benediktsson, formaður Sambands fiskvinnslustöðvanna GV — Útflutningsbann fer mjög fljótt að hafa áhrif og kemur til með að hafa mikinn skaða I för með sér fyrst og fremst fyrir út- flutning á frystum fiski á Banda- rikjamarkað og það væri alvar- legast ef við töpum honum sagöi Arni Benediktsson formaöur Sambands fiskvinnslustöðvanna I viötali viö Timann i gær. — Ég er satt að segja hneykslaöur á þessum aðgerðum. Ég hefði haldið að það ætti frekar að taka einhvern annan aöila fyrir en þann sem skaðlegast er fyrir þjóðarbúið aö einhver skakkaföll verði á. En þaö er sjálfsagt metið þannig aö með þvi að knýja á á þennan hátt fáum við meiri verðbólgu. Þannig er hring- rásin I þessu. Lóan er komin... ESE — Undanfarna daga hafa margir viljað meina að vorbrag- ur væri i lofti, og er það ekki að undra þar sem veður hefur verið ágætt og óvenjumikil hlýindi. En hvað sem veðrinu liður, þá hefur það verið koma lóunnar, sem i hugum flestra er tengd komu vorsins. Nú hefur orðið vart við lóur á a.m.k. tveim stöðum hér sunnanlands, þe. á Seltjarnarnesi og undir Eyjafjöllum, þannig að ekki er ótrúlegt að hið langþráða Lóan er komin ... vor sé á næsta leiti. gróa og grundirnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.