Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 6. april 1978. Halldór E. Sigurdsson: Landbúnadarvörur hvar- vetna greiddar niður — fyrirspurn um markaðsmál landbúnaöarins Sigurlaug Bjarnadóttir mælti á fundi sameinaðs þings á þriðjudag fyrir fyrirspurn um markaðs- mál landbúnaðarins er þannig hljóðar: //1. Hvernig er í meginatriðum háttað ákvörðunum ís- lenzkra söluaðila um nýtt átak i markaðsleit fyrir ís- lenzkt dilkakjöt? 2. Hvaða réttir úr islenzku dilkakjöti voru kynntir á Grænu vik- unni i Berlin? 3. Hverjir eiga sæti í markaðsnefnd landbúnaðarins/ er stofnað vartilá Búnaðarþingi á s.l. ári?" Svar Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaöarráðherra fer hér á eftir: „Herra forseti. Ég býst við þvi að verða að taka svar mitt i einhverri annarri röð heldur en fyrirspurnirnar eru, en fyrst er, hvernig er i meginatriðum háttað áformum islenzkra söluaðila um nýtt átak i markaðsleit fyrir is- lenzkt dilkakjöt? Og vil ég i þvi sambandi lesa hér greinargerö sem formaður markaðsnefndar hefur samið um störf hennar.” Viðleitní markaðsnefndar t greinargerð sem ráðherra las segir m.a.: „Segja má, að við- leitni nefndarinnar hafi til þessa aðallega beinzt að fjórum atrið- um hvaö varðar sölu á dilkakjöti. 1. Aukning á sölu dilkakjöts innanlands og hagkvæmari skipt- ing einstakra hluta skrokksins. Hagstæðara verði á núverandi út- flutningsmörkuðum, markaðsleit með þátttöku i sýningum og á annan hátt. 4. Framleiðsla nýrra vörutegunda úr dilkakjöti með út- flutning i huga. Markaðsnefndin beitti sér fyrir þvi að gera tillögur til sex manna nefndar um breytingu verðhlut- falla milli hinna ýmsu hluta dilk- skrokksins. En verðmunur var orðinn mjög óverulegur milli t.d. læra og hryggja annars vegar og framparta hins vegar og olli sölu- erfiöleikum á framhlutum. I sið- ustu verðlagningu kom sex manna nefnd nokkuð til móts við tillögu markaðsnefndar og mun verða haldið áfram að vinna að breytingu verðhlutfallanna fyrir næstu verðlagningu búvara. Markaðsnefndin beitir sér nú fyrir tilraunum með að pakka niðursneidda framparta i smekk- legar umbúðir og væntir þess, að þær ráðstafanir stuðli að aukinni sölu á dilkakjöti innanlands. Þeg- ar breyting á verðhlutföllum hef- ur náðst að fullu, opnast mögu- leikar til að flytja dýrari hlutana út sér, en vinna ýmsa sérrétti úr frampörtunum. 2. Formaður markaðsnefndar, Sveinn Tryggvason, ferðaðist til Noregs og Sviþjóðar á s.l hausti og átti m.a. viðræður við land- búnaðarráðherra beggja land- anna og aðra ráðamenn á sviði markaðsmála. Var þar m.a. rætt um þann aðstöðumun, sem er á milli þarlendra og islenzkra framleiðenda dilkakjöts, sem fólgin er i miklum niðurgreiðslum á sænsku og norsku dilkakjöti. Var þessu erindi Sveins tekið til skilnings hjá ráðamönnum, en niðurstaða liggur ekki enn þá fyr- ir. Þá ferðaðist starfsmaður markaðsnefndar, Jón Ragnar Björnsson, til Danmerkur og Svi- þjóðar á siðasta hausti til þess að kynna sér verðmyndun og markaðshleðslu á dilkakjöti og pörtum og pökkun á kjöti.” Bætti ráðherra þvi við að hann hefði sjálfur átt viðræður við alla landbúnaðarráðherra Norður- landanna um einmitt þessi markaðsmál og að auki við aðal- forstjóra FAO. „Þau erindi sem við höfum sent þeim i sambandi við þessi mál,” sagði ráðherra, „eru til athugunar hjá ráðherrum i hverju landinu fyrir sig, en á þvi eru ýmis vandkvæði eins og fram kom i erindinu hér að framan, vegna þess hvað niðurgreiðslur á þeirra kjöti eru miklar heima fyr- ir.” Græna vikan i Berlín „3. Markaðsnefndin var með i ráðum varðandi undirbúning að þátttöku Islendinga að grænu vik- unni i Berlin. Þátttakan i sýning- unni var undanfari markaðs- fræðslu á dilkakjöti i Vestur- Berlin, en ástæða þykir til að kanna sölumöguleika þar, þvi að Vestur-Berlin er talinn álitlegur markaður hjá Vestur-Þýzkalandi fyrir dilkakjöt. Frekari kynning- ar munu verða á kjötinu á ákveðnum hótelum og sér- verzlunum i Vestur-Berlin nú i vor, og munu þær að likindum hefjast i þessum mánuði. t annan stað hefur markaðs- nefndin unnið allmikið að þvi að koma dilkakjötinu til vinnslu hjá bandariska varnarliðinu á Kefla- vikurflugvelli. Það mál er enn á umræðustigi. Markaðsnefndin hefur óskað þess, að gerðar verði alþingi Halldór E. Sigurösson tilraunir i sumar, til að kynna is- lenzkar búvörur i frihöfninni, m.a. með þvi að gefa flugfarþeg- um kost á að bragða á islenzkum réttum og sérmeti, þar með talið reykt kjöt. Ætlunin er að reyna að gera jafnframt markaðskannanir um leið, en um flugvöllinn fara hundruð þúsunda farþega á ári af fjölmörgum þjóðernum og þvi kjörið tækifæri að færa sér I nyt þá aðstöðu, sem viö höfum hér hjá okkur, sem gæti sparað veru- legar fjárhæðir i markaðs- kannanir. Um þennan lið heyra annars vegar pökkun og hins veg- ar framleiösla sérmetis. Markaðsnefndin hefur unnið nokkuð að undirbúningi á pörtum og pökkun dilkakjöts i neytenda- umbúðir. Þessu starfi er hvergi nærri lokið, en unnið verður áfram að frágangi málsins. Flestir sem til þekkja telja, að i framtiðinni muni útflutningur dilkakjöts byggjast á pökkun á kjöti allt frá pörtuðum stykkjum til fullgerðra sérrétta, sem til- búnireru á borð neytenda. Flutn- ingskostnaður er verulegt atriði i þessu sambandi, þvi að telja má, að unnt sé að spara allt að helmingi rýmis, sé kjötið flutt út partað og pakkað i stað heil- skrokka. Markaðsnefndin hefur leitað til ýmissa aðila i kjöt- vinnslu og matargerð til þess að huga að framleiðslu sérmetis, sem orðið gæti útflutningsvara. Of snemmt er að segja nokkuð um þetta atriði, en nokkrar athyglis- verðar hugmyndir hafa komið fram, sem verið er að skoða. Auk þeirra verkefna, sem hér eru fram talin, hefur markaðsnefnd unnið að framgangi ýmissa ann- arra mála, t.d. möguleika til hey- flutnings o.fl.” Þá svaraði ráðherra 2. lið fyrir- spurnarinnar og sagði að islenzki matseðillinn á grænu vikunni i Berlin hefði verið eftirfarandi: Kaviar, reyktur lax, hangið læri, hanginn hryggur, London lamb, lambahryggur, lambakótelettur, lambageiri, lambalæri, lamba- smásteik með sveppum og aö lok- um ostar. Ellefu réttir hefðu verið fram bornir og neytendur tekið þeim mjög vel. Sem svar við þriðja lið kom fram að i markaðsneínd land- búnaðarins eiga sæti: „Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Full- trúi þess er Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri, sem er for- maður nefndar. 2. Landbúnaðarráðuneytið. Fulltrúi þess er Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóri. 3. Stéttarsamband bænda, full- trúi þess er Jón Helgason alþm. 4. Búnaðarfélag Islands. Full- trúi þess er Sveinn Hallgrimsson sauðfjárræktarráðunautur. 5. Samband isl. samvinnu- félaga. Fulltrúi þess er Ragnar Tryggvason framkvæmdastjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Jón Ragnar Björnsson. Alls hefur nefndin haldið 18 fundi og rætt ýmsa þætti varðandi markaðs- mál.” Verðbreyting milli land- búnaðar- og sjávarútvegs- vara Ég vil svo áður en ég lýk máli minu segja það að það hafa verið miklar umræður um sölu á land- búnaðarvörum, sérstaklega á þessu og jafnvel siðasta ári. Á ár- unum frá 1971-1973 og reyndar áöur, þá þurfti aldrei að halda á þeim 10% framlagi til útflutn- ingsuppbóta sem lög mæltu fyrir um. Hins vegar hefur það verið svo siðan 1974, þá stóð þetta i járnum og reyndar hefur það gert það nú einnig árin 1975, 1976 og 1977, en um árið 1975 er það að segja að þar náðist ekki fullt grundvallarverð en hin árin öll hefur það náðst. Nú er hins vegar gert ráð fyrir þvi að framleiðslan á s.l. ári — vegna þess hvað tiðar- far var þá hagstætt og hvað land- búnaður er orðinn vel vél væddur — þá verði það meira heldur en hægt sé að neyta hér innanlands og selja innan þessara marka. Hins vegar er rétt að benda á það að frá árinu 1971 hefur orðið sú verðbreyting á milli land- búnaðarvara og sjávarútvegs- vara að 1971 var verðið á fisk- blokkinni i Bandarikjunum 21 cent en núna er það komið i einn dollar og yfir 30 cent. A þessum fáu árum hefur þessi breyting orðið svo giurleg sem raun ber vitni um. Samt er það svo að þeir sem selja á þennan markað telja sig ekki of haldna. Hins vegarhef ur það verið þannig með land- búnaðinn að vegna þess að verð- bólgan i okkar landi hefur verið svo mikil sem vitað er og svo hitt að bezti markaðurinn sem var og er enn þá hefur breyst okkur i óhag vegna þess að Norðmenn hafa tekið upp niðurgreiðslur á sinum vörum á heimamarkaði. Þetta hefur gert það að verkum að við gátum þar áður selt fyrir vona 70-80% af framleiðsluverði hér heima en nú erum við svona öðru hvoru megin við 50%. Þetta sýnir þá miklu breytingu sem hefur orðið i óhag fyrir land- búnaðarvörurnar. Hins vegar - hefur á siðustu árum gæru- markaðurinn verið sæmilegur sérstaklega vegna þess að vinnsla á gærum hér heima fyrir hefur farið svo vaxandi og sama er að segja um ullarmarkaðinn. Þó er það svo að okkar verðbólga segir þar til sin eins og á öðrum sviðum þar sem útflutningurinn á sér stað Ég vil þvi segjaþað' að mér er það fullkomlega ljóst að unnið er að þvi að skipuleggja betur land- búnaðarframleiðsluna heldur en áður hefur verið gert. M.a. tók Búnaðarþing undir það sem fram kom i ræðu bæði formanns Búnaðarfélagsins og land- búnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings 1977 sem var ábending um markaðsnefndina sem stofnuð hefur verið og um heildarskipulagning þessara mála með þeim hætti að óska eftir að skipuð yrði nefnd til þess að fjalla um þessi mál i heild. Hún verður skipuð fulltrúum frá Búnaðarfélagi Islands og Stéttar- Framhald á bls. 19. 407 bændur óska ef tir lánum til að ljúka lausaskuldum Á fundi sameinaðs Alþingis á þriðjudag svaraði Halldór E. Sigurösson fyrirspurn frá Jón- asi Árnasyni (Abl) um lausa- skuidir bænda en fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvað liður framkvæmd þingsályktunartil- lögufrá 29.april 1977 um athug- un á nauðsyn þes$ að útvega veðdeild Búnaðarbankans aukafjármagn handa bændum til að breyta lausaskuldum f föst lán?” Flutningsmaður þessarar til- lögu var Páll Pétursson og hljóðaði hún þannig i heild: ,,A1- þingi ályktar að fela rikisstjórn aðláta fara fram athugun á þvi hvort nauðsynlegt sé að Utvega veðdeild Búnaðarbanka Islands aukafjármagn þannig að veö- deildinni verði gert kleift að veita þeim bændum sem verst eru settir tækifæri til þess að breyta lausaskuldum i föst lán. Leiði könnunin i ljós, að hagur einhverra sé það bágur að það komi ekki að fullum notum, þá verði kannað hvort unnt sé að gera stofnlánadeild og veðdeild kleift að veita þeim bændum sem eru i mestum erfiðleikum frest á afborgunarlánum til deildarinnar.” Fer svar Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðar- ráðherra hér á eftir: „Herra forseti. Út af fyrirspurn hæst- virts 5. þingmanns Vesturlands vii ég taka eftirandi fram. Af þessu máli hefur verið unnið fyrst og fremst af Árna Jónas- syni erindreka Stéttarsam- bands bænda sem tók það að sér fyrir mig i fyrra að vinna að þessu máli en með honum hafa einnig unnið Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóri i land- búnaðarráðuneytinu og Sigurður Li'ndal bóndi á Lækja r- móti. Þessir menn unnu áður að sama verki á árunum 1942, hygg ég að hafi verið og gafst sú vinna vel og hefur mér verið tjáð aö yfirleitt hafi það staðizt sem varð þeirra niðurstaða. 1 þessum athugunum,sem gerðar hafa verið hefur það komið fram, að 407 bændur hafa óskað eftiraðþeirramál yrðuathúguð og reynt að útvega þeim lán til þessaðgreiða úr lausaskuldum. Alls skulda þessir bændur fóst lán sem eru 1951 millj. kr., en lausaskuldirnar eru 1 mill- jarður 84 millj. kr. Þetta er mis- munandi eftir sýslum bæði hvað fjárhæð snertir og f jölda bænda. Það fer allt niður i einn mann i Kjósarsýslu 9 menn i Mýrasýslu 16 i Borgarfjarðarsýslu, 30 i Snæfellsnessýslu 20 i Dalasýslu 7 i Austur-Barðastrandarsýslu, 5 i Vestur-Barðastrandarsyslu, enginn i Vestur-tsafjarðarsýslu 3 i Norður-tsafjarðarsýslu 9 i Strandasýslu, 11 i Vestur-Húna- vatnssýlu, 24 i Austur-Húna- vatnssýslu 26 i Skagafirði 41 i Eyjafjarðarsýslu, 38 i Suður-Þingeyjarsýslu, 10 i Norður-Þingeyjarsýslu, 27 i Norður-Múlasýslu og 28 i Suður-Múlasýslu, 5 i Austur-Skaftafellssýslu 10 i Vestur-Skaftafellssýslu 50 i Rangárvallasýslu og 43 i Árnes- sýslu. Þetta er mjög misjaínt hvað menn skulda i hinum ein- stöku héruðum og hvað sú fjár- hæð er mikil sem þeir skulda. A bilinu 1-2 millj. eru 124 bændurá öllu landinu. 2-3 eru 90, 3-4 eru 48,4-5eru21, 5-6 eru 16 og 6-7 eru lika 16, 7-8 eru 7 og eftir það eru þetta 1, 10-15 eru 2 og svo er þetta allt upp i 45 millj., sem einn bóndi skuldar. t framhaldi af þessu vinna þeir nú Ární Jónasson og Svein- björn ráðuneytisstjóri frekar að athugun málsins. M.a. kom það i ljós hjá Árna Jónassyni sem mesthefur unnið að þessu að á þessu varð nokkur breyting á milli áranna 1975-1976, en þessar tölur sem hér hafa verið gefnar upp eru i árslok 1976. Hins vegar hefur Árni gert athugun eða vinnur núna að athugun á því hvaða breyting hefur á þessu orðið á árinu 1977 og verður reynt að hraða þvi eins og föng eru til og enn fremurer þá jafnhliða verið að vinna að hugsanlegum leiðum til úrbóta i sambandi við málin. Ég hygg að á þessu hafi nú orðið allmikil breyting á ár- inu 1977, en þó kemur það i ljós þegar þessiathugun hefur verið gerð og á það að verða tiltölu- lega auðvelt eftir þeim gögnum, sem þeir hafa nú i höndum þar um. Þetta eru þær upplýsingar sem ég get gefið að þessu sinni, en ég get að sjálfsögðu ekki sagt um fjárútvegunina fyrr en heildarmáliö liggur fyrir. Vafa- laust tekur það sinn tima að út- vega þetta fé og ráða þeim ráðum til þess að mæta þessuog hygg ég að þar komi fram eins og gert var siðast, að það var farin fleiri en ein leið til þess að bæta úr þvi sem þá þurfti til þess að greiða úr þeim málum. Þetta vona ég að nægi hv. fyrir- spyrjanda i sambandi við fyrir- spurn hans.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.