Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. april 1978. 13 Opið bréf til bænda Kæru stéttarbræður og félagar. Oft hef ég i vetur hugleitt framvindu okkar mála og satt aðsegja ekki orðið yfir mig hrif- inn, en það er mér nú ekkert nýtt. Mér fannst t.d. bænda- fundirnir i fyrra ekki gefa til uppgjafarinnar á Eiðum i sumar, enda sannaðist það á bændafundunum f vetur að bændur voru almennt sárir og reiðir og kröfðust stefnubreyt- ingar, enda varð allt annar bragur á samþykktum auka- fundarins a Sögu i haust. Bændur stóðu eftir það upprétt- ari og vonbetri. Hélt ég að eftir svo öfluga sókn yrði tekið mannlega á okkar málum, þar sem nú eru við völd þeir tveir stjórnmálaflokkar sem fyrst og fremst hafafylgi bænda. En þvi miður er nú ekki þvi að heilsa. Vandamálin eru látin hrannast upp, aðeins gerðar óverulegar kákráðstafanir til að mæta aðsteðjandi vanda. Þó er ein breyting umtals- verð. Það er að segja að viður- kenndur var réttur okkar til færslu útflutningsbóta milli ára og það ber að þakka. Að öðru leyti sýnist mér þettta svipað og þegar stungið er snuði upp i barn svo það hætti að sifra. Meira að segja eru óheilindin svo mikil að þingmenn láta sig hafa þaðað greiða atkvæði gegn þeim málum er þeir hafa sjálfir samþykkt i stjórn Stéttarsam- bandsins og meginnþorri bænda tekið einhuga undir. Þar á ég við t.d. tillögu um niðurfeUingu söluskattsá kjöti og kjötvörum. Þvi tel ég, að við, þessir óbreyttu bændur, verðum að láta tU okkar heyra það rösk- lega að eftir verði tekið og munað. I landbúnaði verður að koma algjör stefnubreyting. Við verðum að hverfa frá stækkun búa og aukinni framleiðslu sem aðeins eykur vinnu okkar og út- gjöld án þess að tekjur vaxi að sama skapi, vegna þess að þjóð- gi félagið hefur hirt aukninguna. Þvi til sönnunar: Nú allmörg undangengin ár hefur verðlags- grundvallarbúið alltaf verið að ptækka, en tekjur okkar bænda farið lækkandi i hlutfalli við tekjur viðmiðunarstétta. Þannig hefur þessi nauðvörn snúist gegn sjálfum okkur. Við verðum að lækka fram- leiðslukostnað. Það er hægt að gera á margan hátt! Ég nefni sem dæmi: 1. Beina samninga um kaup og kjör við rikisvald. 2. Niður verði felldur sölu- skattur.tollar og aðfJutnings- gjöld á vélum og tækjum til landbúnaðar. 3. Kaforka til heyverkunar bæði hjá bændum og grasköggla- verksmiðjum verði seld á Álverksm iðj uverði. 4. 10% útflutningsbótarétti landbúnaðar verði breytt þannig: Viðurkennt verði að landbúnaðureigirétt á sama hlutfalli þjóðartekna og 10% bótaréttinum nemur nú. Greiðslum verði breytt þannig að þær gangi beint til bænda sem búa á lögbýlum og hafa sitt lifsframfæri af land- búnaði. Hæst verði greiðsla til þeirra sem hafa meðal bústærð, siðan lækki greiðslan bæði upp og niður og falli alveg niður á þær afurðir sem koma frá búum yfir vissri stærð eða með öðrum orðum framleiðslutoppur stóru búanna sæti heimsmarkaðs- verði. t staðinn komið að bændur taki á sig þann halla er verðurá útflutningsframleiðslu. Ég geri mér ljóst að þessu siðasta atriði náum við ekki i einu vetfangi, heldur yrði þetta að vinnast eftir t.d. 5 ára áætlun. Það sem bændur vinna á þess- ari breytingu er það: T.d. sala frá Magnúsi á Lágafelli Magnús Finnbogason. búvöru innanlands eykst vegna verðlækknunarog þaðsem mest er um vert, bændur fá mögu- leika á sanngjörnu kaupi fyrir eðlilega vinnu i stað þess að nú fáum við litið og stundum ekkert kaup fyrir alltof langan vinnudag, og innbyrðis keppni i bústækkun eyðileggur þá mögu- leika að fá sanngjarnan samningsgrundvöll vegna of mikils framboðs.Hagur neyt- enda af þessari breytingu er sá að þeir njóta sjálfir allra hags- bóta af þessu fé i lækkun vöru- verðs, i stað þess að nú greiða þeir niður verð fyrir erlenda neytendur og gætu þeir þá aukið kaup sin á þessum vörum eða öðrum i þeirra stað. Búnaðarþingi er nýlega lokið. Þetta er gömul og merk stofnun sem mikil áhrif hefur á stefnu og stöðu landbúnaðarins á hverjum ti’rna. Ég efast um að bændur geri sér nógu ljóst hvað miklu lykiJhlutverki búnaðar- þing getur gegnt fyrir stéttina. Tiltölulega hljótt hefur verið um störf búnaðarþings að þessu sinni. Þó komu i þinglok viðtöl i sjónvarpi, m.a. við Hjalta Gestsson, ráðunaut á Selfossi, þar sem hann taldi, að þvi' mér skildist baráttu fyrir þvi að leggja á kjarnfóðurskatt eitt af brýnustu hagsmunamálum bænda. Hélt ég þó að bændur hefðu i haust sagt álit sitt á kjarnfóðurskatti svo ekki yrði um villst. Þetta hugfóstur örfárra forystumanna bænda, þ.e. kjarnfóðurskatturinn, virðist þvi miður ætla að verða þeim steinfóstur, sem þeir ekki geta losnað við og er það illa farið. Þar sem nú stendur fyrir dyrum að kjósa til búnaðar- þings vil ég varpa fram þessari spurningu til ykkar bændur góðir. Finnst ykkur liklegt að hag okkar bænda sé bezt borgið með þvi’ að á Búnaðarþingi sitji sem kjörnir fulltrúar hópur ráðu- nauta, sem eru opinberir starfs- menn og þiggja laun óháð þvi sem Búnaðarþing ályktar um hag og kjör bænda eða þá að hópur þeirra bænda er þar sitja séu ellilifeyrisþegar? Ég efast ekkert um góðan vilja þessara manna, en eru ekki flestir farnir að slævast þegar þeim aldri er náð? Ég held það, Sá er alltaf heitastur eldurinn er á sjálfúm brennur. En nóg um það? Þá kem ég að þvi sem er aðalerindi þessa bréfs. Við höfum orðið þess áþreifanlega varir, bændur, að samningsstaða okkar er veik vegna þess að við getum ekki stöðvað og sett hnef- ann i borðið eins og aðrar stéttir. Nú gerðist það i haust að ullar- og skinnakaupendur kröfðust verðlækkunar á þessum hráefnum á sama tima og allter aðhækka. Þetta er enn nöturlegra fyrir þá sök aö flestar þessar verksmiðjur eru stofnaðar og starfræktar af samtökum okkar bænda til þess m.a. að bæta okkar hag. Þannig voru verksmiðjurnar stofnaöar fyrir okkur en nú er svo komið að verksmiðjurnar virðast telja að bændur séu til fyrir þær og þá er nú langt gengið. Þvi skora ég á ykkur bændur: Seljið ekki einn einasta ullarlagð i vetur og sumar, heldið allri ull heima og geymið vel fram yfir Stétta- sambandsfund. Við skulum svo færa Stéttasambandsfundinum þetta amboð i haust. Hann getur tekið ákvörðun um framhaldið enda rétti aðilinn til þeirra hluta, þó mér finnist ekkert óeðlilegt að upphafs slikra aðgerða sé að leita utan Bænda- hallar. Þvi' að ef þetta mistækist skoðast þetta sem eins manns frumhlaup og veikir þvi ekki samtök okkar. Gerum við þetta mun væntanlega koma i ljós hvort það eru bara bændur einir sem á landbúnaði lifa. Bændur sýnið nú samstöðu. Bændafundirnir i fyrra og hitteðfyrra hafa vakið stéttar- vitund sem flestir héldu að ekki væri til meðal bænda. Látum þetta enn sannast betur. Stöndum saman maður við mann um allt land og afhendum enga ull fyrr en eftir ákvörðun Stéttasambandsins fundar i haust. Þannig styrkjum við stöðu okkar bezt eins og nú standa sakir. Bið ég ykkur sem áhugamestir eru i hverju héraði aðhafa samband við mig fyr en siðar. Heilir hildar tilþeilir hildi frá. Lágafelli annan dagpáska 1978 Magnús Finnbogason Möguleikar eru einnig á að kaupa aðeins flugfar Reykjavik — Hannover — Reykjavík og er þá verðið KR. 49.000 Brottför 24. mai — heimkoma 4. júni. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofunni Rauðarárstig 18. Simi 2-44-80. Fyrirhuguð er 12 daga ferð á vegum framsóknarfélaganna með viðkomu í: HANNOVER - BERLÍN - PRAG MÚNCHEN - KÖLN Einnig er hugsanlegt að hafa viðkomu i LEIPZIG OG SALZBURG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.