Tíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 30. nóvember 1978 Egyptar vilja halda varnar- skuldbindingum við Arabaríki — en fallast að öðru leyti á málamiðlunartillögur Bandaríkjamanna Kairó/Reuter — Egyptar munu nú vera reiöubúnir aö fallast á tillögur Bandarikjanna, settar fram til málamiölunar, varöandi ákvæöi i friöarsamningi ísraels og Egyptalands um sjálfstjórn Paiestínu- araba á vesturbakka Jórdanár og Gazasvæöinu. Mustafa Khalil, forsætisráö- herra Egyptalands, er I dag væntanlegur til Bandarikjanna til fundar viöXarter forseta og mun kynna honum siöustu tillögur Egypta aö friöarsamningi viö tsraelsmenn. Aö sögn fréttastofa I Egyptalandi mun Khalil til- kynna forsetanum aö Egyptar geti fallist á tillögur hans til málamiölunar sem Egyptar vildu okki fallast á fyrr i þessum mán- uöi þar sem þeim þótti þær ekki ganga nógu langt. Hins vegar munu Egyptar enn krefjast einn- ar breytingar á málamiölunar- drögunum og væntanlega i ljósi siöustu atburöa. Þetta.ákvæöi fel- ur i sér, aö friöarsamningur Egypta og Israelsmanna standi óhaggaöur þar sem hann gengur I bága viö aörar skuldbindingar rikjanna. Hafa Egyptar hér I huga skuldbindingar sinar til aö verja önnur Arabariki fyrir striösaögeröum, m.a. af hálfu Israels og vilja ekki aö friöar- samningur viö ísrael taki fyrir M.W*in A.SAPAT möguleika þeirra á aö standa viö rikjunum. Þeir geta þvi ekki fall- skuldbindingar gagnvart Araba- ist á aö samningurinn viö ísrael veröi settur skör hærra en samningar viö Arabarlkin, eins og gert er ráö fyrir i tillögum Bandarikjanna. Undanfariö hafa tsraelsmenn látiö I ljósi þá skoðun, aö þaö sé ekkert um neitt frekar aö semja, og Egyptar veröi aö velja og hafna, ganga aö þeim samning- um, sem Israel hefur boöiö, eöa aö hætta friöarviöræöum. Hins vegar hafa þeir nil alveg nýlega lýst yfir aö tillögur Egypta þurfi aö minnsta kosti aö skoöa, og samningaviöræöur rikjanna gætu þvi hugsanlega hafist aö nýju I Bandarikjunum I næstu viku, telji Israelsmenn hinar nýju tillögur ekki meö öllu óaögengilegar. Or þvi mun skoriö á næstu dögum en ljóst mun nú vera, aö samningar verða ekki undirritaðir fyrir 17. desember næstkomandi eins og- gert var ráö fyrir I Camp David sáttmálanum. og mikil i Uganda Amin týndur spenna ríkir Nairobi/Reuter — Idi Amin, forseti Uganda, hefur ekki sést i höfuðborginni, Kampala siðan á þriðju- dagsmorgun var í gær haft eftir háttsettum stjórnarstarfsmönnum i Ugadna. „Þetta er eitthvaö dularfullt og hér eru allir á nálum”, sagöi ná- inn aöstoöarmaöur Amins i sim- tali viö Reuter I gær, svo og aö ekkert heföi heyrst né sést til for- setans þennan tima, og fyrri til- felli slikrar þagnar heföu veriö i sambandi viö morötilræöi viö hann. Morötilræöin eru nú þegar oröin 20 siöan hann komst til valda áriö 1971. A sama tima flýja Ibúar Ug- anda undan innrásarsveitum Tansaniu og mikil spenna og ótti rikir i nánd viö landamærin, þó Saka Sovét- menn um ósigurinn Khartoum/Reuter — Tals- menn eritreskra skæruliöa sögöu I gær aö þeir heföu þurft aö hörfa undan árásum Eþiópfuhers vegna aöstoöar er Sovétmenn heföu veitt Eþiópfumönnum. Heföi eþiópiski herinn veriö vel vopnaöur sovéskum vopnum auk þess sem sovéskir her- málasérfræöingar heföu skipulagt árásina og hundruö sovéskra hernaöarsér- fræöinga heföu stjórnaö henni. Tansaniumenn afneiti öllum fréttum af innrás frá þeirra hendi. Aöurnefndur aöstoöarmaöur Amins sagöi einnig I viötalinu viö Reuter i gær, aö hann heföi fariö til bæjar I nánd viö landamærin, Masaka, i leit aö Amin og þá mætt fjölda sjúkraflutningablla, og meöal annars talaö viö einn hinna særöu, sem hafi fullyrt aö flóttamenn frá Uganda I för meö tansanlskum skærusveitum heföu ráöist á þá. Hvar er Amin? Nýr franskur utanríkis- ráðherra Paris/Reuter — Nýr utanrikisráðherra var i gær skipaður i Frakk- landi i kjölfar afsagnar hins fyrri Louise De Guringaud. Hinn nýi utanrikisráöherra heitir Jean Francois-Poncet og munvera mjög óllkur Guiringaud ihátt. Hefur Guringaud i embætti þótt litt „diplómatiskur” og olli meöal annars miklu fjaörafoki I siöasta mánuöi er hann sakaöi kristna hægrimenn i Beirut um aö eiga alla sök á borgarastyrjöld- um þar. Francois-Poncet hinn nýji utanrikisráöherraer aftursagður mjög breskur I hátt og „diplómatfskur” eftir þvl. Hann er sérfræöingur I málefnum Evrópu og átti mikinn þátt I aö samningar tókust á sinum tima um stofnun Efnahagsbandalags- ins. ERLENDAR FRÉTTIR KSSSi umsjón: isssai Kjartan Jónasson Ceausescu ætlar ekki að láta af sjálfstæðri stefnu Búkarest/Reuter — Fulltrúar rúmensku stjórnarinnar sögöu I gær aö forseti landsins hinn sextugi Nicolae Ceausescu, væri reiöubúinn aö leiöa tii þrautar deilur sfnar viö Sovétrikin og fimm önnur Varsjárbandalagsriki og ætlaöi ekki aö gefast upp né láta af sjálfstæöri stefnu Iutanrikis- og hernaðarmálum. Hins vegar eru engin merki á hafa haldiö stefnu sinni meira lofti um aö Ceausescu ætli aö láta af framkvæmd kommún- ismans eins og hann er fram- kvæmdur I Rúmeniu af Ceausescu og hans nánustu. Þaö er heldur ekki ný bóla slðastlið- in 13 ár, aö Ceausescu fari sinu fram I utanrikismálum og ófáanlegur hefur hann veriö til aö brjóta blaö I vinsamlegri stefnu sinni gagnvart Kinverj- um. 1 hermálum hefur hann einnig haft sjálfstæöar skoöanir lengst af og meöal annars neitaöi hann aö leggja Varsjár- bandalaginu til mannafla til innrásarinnar I Tékkóslóvakfu 1968. A leiötogafundi Varsjár- bandalagsrikjanna i Moskvu i siðustu viku mun Ceausescu þó til streitu en oftast áöur og sam- búöin þvf verri viö þessi riki en undanfarin ár. Meöal annars ■lýsti hann yfir þvi á fundinum aö 180 þúsund manna her lands- ins mundi ekki taka viö skipun- um frá neinum öörum aöila en æöstaráöi Rúmeniu og viröist svo sem hann hafi ekki viljaö fallast á hugmyndir um aukna ráðdeild bandalagsins sem sliks yfir herjum landanna. Þá hefur veriö haft eftir Ceausescu aö hann muni á föstudaginn halda ræöu i tilefni 60 ára afmælis aöskilnaöar Rúmeniu og Ungverjalands og gera grein fyrir afstööu sinni og ágreiningi viö önnur Varsjár- bandalagsriki. Opinberara tækifæri getur hann varla valið. Tekjur sovéskra bænda hækka í kjölfar metuppskeru Moskva/Reuter — Sföasti liöur 10. fimm ára áætlunar Sovétrikj- anna, þ.e.a.s. fyrir áriö 1979 var opinberuö I Moskvu i dag og til- kynnt aö um leiö og auknu fé miöaö viö árin 1977 og 1978 væri variö til framkvæmda yröu framlög til varnarmála eftir sem áöur hin sömu eöa um 6.4% fjárlaganna. Frétta af framlagi til varnar- mála haföi veriö beöiö meö nokkurri eftirvæntingu vegna fullyröinga Rúmenluforseta um aö hann heföi neitaö aö verja meira fé til varnarmála i Rúmeniu en veriö hefur. Aö áliti vestrænna fréttaskýrenda og sérfræöinga, er I liö um framlög til varnarmála f Sovétrikjunum ekki talinn meö kostnaöur af vísindarannsóknum I tengslum við hermál né framleiðsla nýrra vopna. Hlutfalliö af heildarfjár- lögum sé þvi miklu hærra þegar allt er skoðað. 1 ræöu fjármálaráöherrans •sovéska kom fram aö gert er ráö fyrir auknum efnahagsbata á ári komanda en á þessu ári var ekki um slikt að ræöa. Gert er ráö fyrir aö þjóöarfram- leiösla muni aukast um 4.3%, Tekjur samyrkjubúabænda muni hækka verulega eöa um 5.2% en annarra um 1.8%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.