Tíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 30. nóvember 1978 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjór<n og' auglýsingar Sibumúla 15. Simi 86300. , " * Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Veröilausasölukr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á’ ^ mánuöi.______ Blaöaprenth.f. ^ Harmleikur Siálf- stæðisflokksins Morgunblaðið hefur likt þeim atburðum, sem gerzt hafa i sambandi við efnahagsaðgerðirnar nú, sem harmleik. Visir hefur tekið undir þetta. Þá eiga þessi blöð við þau vonbrigði sin, að Alþýðu- flokkurinn rauf ekki stjórnarsamstarfið, eins og þau höfðu gert sér sterklega vonir um á timabili. Liklegasta framhald þess hefði orðið samvinna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins með ein- um eða öðrum hætti. Ritstjórar Mbl. og Visis töldu sig eygja þá sýn skammt undan, að Geir Hall- grimsson væri orðinn forsætisráðherra að nýju og Matthias Mathiesen fjármálaráðherra. Þessar vonir brustu og Mbl. og Visir urðu fyrir slikum vonbrigðum, að Mbl. likti þeim við harmleik. Annars er það ekki f jarri lagi að tala um harm- leik i sambandi við þessa atburði. Alþýðuflokkur- inn er hins vegar ekki aðalpersóna þeirrar sögu, heldur Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur brugðizt þannig við umræddum efna- hagsaðgerðum, að óviðkomandi menn og jafnvel andstæðingar hans, geta ekki annað en kennt i brjósti um hann og haft vissa samúð með forustu- mönnum hans. Framkoma þeirra er hörmulegt dæmi um, hvernig stjórnarandstaða á ekki að haga sér, þegar þjóð er i vanda. Það dylst áreiðanlega ekki neinum, sem eitt- hvað ihugar þau mál, að þjóðin er i verulegum vanda. Vandinn er ekki minni vegna þess, að hún getur sjálf kennt sér um hann að miklu leyti. Oft er erfiðast að fást við vandamál, þegar þau hafa orð- ið til á þann hátt. Vegna kröfuhörku stétta og þrýstihópa, hefur skapazt hér meiri verðbólga en i nálægum löndum. Engum ætti að vera þetta ljósara en forustu- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem þurftu að glima við þetta vandamál siðasta kjörtímabil, ásamt forustumönnum Framsóknarflokksins. Alveg sérstaklega mætti þeim vera ljóst, að fátt eykur meira þennan vanda og torveldar allar að- gerðir en ósanngjörn og óbilgjörn stjórnarand- staða. Það er ekki hægt að benda á margt, sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar gerði jákvætt, sem ekki var rangtúlkað og afflutt af forustu- mönnum Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins á þeim tima. Þetta náði þó hámarki sinu i sam- bandi við efnahagsaðgerðirnar á siðastl. vetri. Hafinn var geysilegur áróður til að ófrægja þær og sérstök rækt lögð við að lýsa þeim sem kaupráni. Þessi áróður heppnaðist furðu vel, þótt öllum mætti vera ljóst, að án þessara aðgerða hefði komið til stöðvunar atvinnuveganna, sem leitt hefði til atvinnuleysis og launaskerðingar hjá fjölda manns. Tap launastéttanna hefði þá orðið mörgum sinnum meira. Þetta mætti enn vera leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins eftirminnilegt. Samt fara þeir nú i fyrri slóð Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins og nota nú flest slagorð þeirra frá siðastl. vetri. 8% kauprán og 27.5 milljarða visitöluskerðing voru aðalfyrirsagnir Mbl. i fyrradag. Þetta var eins og tekið upp úr Þjóðviljanum eða Alþýðublaðinu á siðastl. vetri. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og ritstjórar Mbl. vita vel að aðgerðirnar nú eru óhjákvæmilegar og eru áfangi i rétta átt. öllum áróðursvélum Sjálf- stæðisflokksins er þá beitt til að leyna þvi. Hrópin um kauprán skulu yfirgnæfa allt annað eins og á siðastl. vetri. Það er harmsaga, að stærsti flokkur . þjóðarinnar skuli haga sér á þennan hátt. Þ.Þ. Erlent yfirlit Eanes nýtur meira trausts en vinsælda Fellir þingið tiundu ríkisstjórnina? I ÞESSARI viku eöa byrjun næstu viku verbur portúgalska þingiö aö taka afstööu til stefnu- skrár nýrrar rikisstjórnar, sem lokiö var aö mynda I vikunni, sem leiö. Forsætisráöherra hennar er Carlos Mota Pinto, en Eanes forseti fól honum stjórnarmyndun 25. október slbasd. Taki þingiö ekki já- kvæöa afstööu til stefnu hinnar nýju rikisstjórnar, veröur hiln aö segja af sér og Eanes forseti hefurþá um þaö aö velja, hvort hann vUl gera eina stjórnar- myndunartilraun enn eöa rjUfa þingiö. Stjórnaskipti hafa veriö tiö 1 PortUgal siöan einræöisstjórn- ' inni þar var steypt af stóli i april 1974. Meöan herforingjarnir fóru meö stjórn, uröu allmörg stjórnaskipti vegna ósamkomu- lags milli þeirra innbyröis. Alls voru myndaöar sex rikisstjórnir á þeim tima. Haustiö 1975 fóru fram kosningar til sérstaks stjórnlagaþings og lauk þab störfum voriö 1976 og fóru fram reglulegarþingkosningar þá um sumariö. Sósialistaflokkurinn undir forustu Soares hlaut mest fylgi eba 106 þingsæti, sóslal- demókratar hlutu 71 þingsæti, kristilegir demókratar eöa miö- demókratar hlutu 41 þingsæti, kommúnistar 40 þingsæti og smáflokkur einn hlaut 1 þing- sæti. Eftir þessar kosningar myndaöi Soares, minnihluta- stjórn sósialista, sem fór meö völd þangab til I desember 1977. Eftir allmikiö þóf myndaöi Soares samsteypust jórn sósíalista og miödemókrata en samvinna þeirra rofnaöi I júll- mánuöi siöastl. vegna ágrein- ings um landbúnaöarmálin. ÞEGAR hér var komiö, reis upp ágreiningur milli Soares og Eanes forseta. Soares vildi helzt mynda minnihlutast jórn sósialistaenEanes vildimynda rikisstjórn á breiöum grund- velli. Agreiningurinn leiddi til þess, að Eanes vék stjórn Soares frá völdum og hóf sföan viöræöur viö flokkana um myndun stjórnar, sem þeir stæbu allir aö eöa sem flestir þeirra. Þegar þessar viöræöur reyndust árangurslausar, fól Eanes þekktum fjármála- manni, Nobre da Costa, stjórn- armyndun I ágústmánuöi, og lauk hann henni innan tveggja vikna. Eanes forseti. Costa naut þess ekki aö hafa átt sæti i stjórn hjá Soares um skeiö. Hinn 14. september hafnaöi þingiö stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar, sem Costa haföi myndaö. Mánuöi slöar fól Eanes Mota Pinto aö mynda stjórn og lauk hann myndun hennar i siöastl. viku. Stjórn hans er eins og stjórn Costa skipuö utanflokkamönnum. Mota Pinto gerir sér vonir um stubning sósíalista, en hann átti um skeiösæti I minnihlutastjórn Soares sem verzlunarráöherra. Einnig hefur hann treyst á stuöning miödemókrata. Hins vegar hafa kommúnistar þegar tekiö afstööu gegn stjórn hans vegna stefnu hennar 1 land- búnaöarmálunum. Afstaöa sósfaldemókrata er talin óviss, en Pintoá tæpast góös aö vænta úr þeirriátt, þvl aö hann skipaöi um skeiö forustusveit þeirra, en gekk svo úr flokknum. Pinto, sem er 42 ára gamall, er lög- fræöingur ab menntun og hefur veriö lagaprófessor um skeiö. EF ÞINGIÐ hafnar stjórn Pintos, veröur Eanes forseta Eanes i hernum. mikill vandi á höndum og raunar hvort eö er. Til viðbótar öllumerfiöleikum,sem viöer aö strlöa I Portúgal, hefur bætzt stjórnarkreppa, sem hefur nú staöiö I fimm mánuöi. Vafasamt er, aö Eanes treysti sér til annars en aö efna til þingkosn- inga, en flestir fréttaskýrendur telja, aö þær muni litlu breyta og sizt til bóta. Antonio dos Santos Ramalho Eanes hefur veriö forseti Portúgals sffian 14. júli 1976. 1 forsetakosningunum, sem fóru fram stuttu áöur, fékk hann um 60% greiddra atkvæöa. Hann var lítiö þekktur i Portúgal þangab til I nóvember 1975, en þá átti hann mestan þátt I þvl aö koma I veg fyrir byltingartil- raun róttækra vinstrisinnaöra herforingja. Lýöræöissinnum þótti hyggilegt aö forsetinn yröi valinn úr hópi herforingjanna og treysti ekki öörum betur en Eanes til aö standa vörö um hiö nýja stjórnarform. Hann haföi veriöí hópi herforingjanna, sem stóöu aö aprllbyltingunni 1974, en siöan haftsiglltiöl frammipn þó nægilega til þess, aö hann haföi unniö sér tiltrú lýöræöis- sinna. Siöan hann varö forseti hefur hann lltiö beitt forseta- valdinu, heldur látiö þingiö ráöa sem mestu. Aö þvi getur hins vegar komiö, aö hann veröi aö grfpa I taumana, en forsetinn hefur verulegt vald samkvæmt stjórnarskránni, ef hann kýs aö beita þvi. Eanes er 43 ára gamall. Hann gekk ungur I herskóla og hélt siban áfram á þeirri braut. Hann hefur gegnt herþjónustu i öllum fyrri nýlendum Portúgala og veriö heiöraöur f jórum sinn- um fyrir vasklega framgöngu. Meöan hann var I hernum lagöi hann stund á nám 1 lögum og sögu. Hann er sagöur mikiQ starfsmaöur og krefjast góörar vinnu af starfcfólki slnu. Hann er heldur hlédrægur 1 fram- göngu og ekki ræöugarpur. Slöan hann varö forseti, hefur hann feröazt mikiö um landiö og reynt ab kynna sér ástand mála frá sem flestum hliðum. Þaö hefur veriö sagt um hann, aö hann njóti meira álits en vin- sælda. Fyrir átta árum giftist hann konu, sem var oröin skrif- stofustjóri 1 menntamálaráöu- neytinu, og eiga þau tvo unga syni. HeimilisUf hans er taliö til fyrirmyndar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.