Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. desember 1978 13 Bókmenntir: Oflæti Sven Wernström Félagi Jesiis Þórarinn Eldjárn þýddi Mál og menning Liðin eru um það bil 50 ár slð- an út kom Ævisaga Jesú frá Nasaret eftir séra Gunnar Benediktsson. Þar er reynt að færa rök og líkur að þvl að Jesús hafi veriö uppreisnarforingi, sem hafi viljað frelsa land sitt úr höndum Rómverja en jafn- framt boðað róttækar kenningar um jöfnuö og bræöralag. Fylgis- mönnum hans hafi þótt þaö höf- uönauösyn að falsa söguna eftir á til aö fela það að um vopnaða uppreisn hafi veriö að ræða. Hér nú komin barnabók sem er skrifuð út frá sama sögu- skilningi. Þó er sá munur á að I sögu Gunnars var kenningin rökstudd en hérá ekki við að vera með neinar vangaveltur eða rökræður. Sagan er bara sögð hiklaust. Wernström virö- ist telja sig vita full skil á sagn- fræöinni. Það votta þessi inn- gangsorð: „Þar sem margir aðrir hafa tekið sér fyrir hendur að færa i letur frásagnir um smiðinn Jesú og hinn einkennilega feril hans frá friðsælu lifi I Nasaret að smánarlegum dauðadómi I Jerúsalem, þá réö ég llka af, eftir að hafa rannsakaö allt all- kostgæfilega, að rita um þetta til þess aö börn vor verði fær um að ganga úr skugga um áreiðanleik þeirra frásagna sem enginn kemst undan að hljóta fræðslu I”. Höfundurinn er sannfæröur um sína sagnfræði aö því er virðist og eru þetta vitanlega miklu stærri orö en hann er maöur fyrir. Þaðerufleiri en þeirsr. Gunn- ar sem reynt hafa að endur- segja og leiörétta frásagnir um Krist. Þaö er engin ástæöa til þess hér aö rekja þær bók- menntir. Hins er rétt aö geta.aö Wernström er hreinn efnis- hyggjumaöur. Hann segir t.d.: ,,A þessum tima trúöi fólk á anda og guði og tröll og drauga”. „En það kom enginn ósýnileg- ur guö af því að það er ekki til neinn ósýnilegur guð. Og þaö komu engir englar af þvf að þaö eru ekki til neinir englar”. Hræddur er ég um að þaö vefjist fyrir Wernström að sanna þessar fullyröingar sinar. Sama gildir um söguskilning hans. Þvl fer víðs f jarri aö hægt sé aö færa sterkar likur, — hvaö þá heldur rök eöa sannanir, — fyrir þvi að Jesús frá Nasaret hafi staðið fyrir blóðugri bylt- ingartilraun. Ég sé ekki að sr. Gunnar eða Sven Wernström hafi hnekkt þeim söguskilningi sem Stephan G. túlkar svo I Kristskvæði stnu: Hann skildi glöggt hvað gengi að — og guöræknin ei fremst var það né smædd né örbirgð ættarlands og ekki kúgun Rómverjans. Hann sá aö eiginelskan blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okiö lagt af bróöur hans. Hann kenndi að mannást heit og hrein til himins væri leiöin ein. Hann sá aö allt var ógert verk sem ekki studdi mannúð sterk. Hér er komið aö kjarna máls- ins. Pólitiskir ofsatrúarmenn hafa löngum haldið að hægt væri að frelsa heiminn meö vopnavaldi. Margir virðast trúa þvi meðal frænda okkar á lrlandi. Vist er þaö satt að ofbeldismaöur veröur oft ekki stöðvaöur nema með valdi. Oft þarf að beita valdi til að hindra óhæfuverk. Þá skiptir mestu meðhvaöa hugarfari valdinu er beitt. Wernström gerir sér mjög far í fullyrðingum um aö lýsa Jesú sem llkast venjulegum miölungsmanni. Það er i' samræmi við þá sögu- túlkun að hvergi gæti afburöa- manna. Söguleg straumhvörf og þáttaskil á ekki að rekja til afburðamanna og snillinga, heldur félagslegra fyrirbæra þjóðlifsins. Hvort tveggja getur þetta orðið að öfgum. Þjóöllfs- hræringar vakna og risa fyrir áhrif einstakra leiðtoga. Ein- stakir menn fá nýjar hugmyndir enda þótt þær mótist gjarnan sem hópvinna. Wernstrœn er lipur sögumað- ur og þýöingin er samboðin hon- um. Hún er létt og lipur og sennilega auöskilin ungum lesendum. Hins vegar verður það að teljast vafasamt aö velja þessa bók til að láta norræna þýðingasjóðinn styrkja þar sem vitað er að sagnfræöin er væg- ast sagt mjög vafasöm, vitaö að þessi sögutúlkun kemur mjög illa við fjölda manna og boð- skapurinn um nauösyn vopna og valdbeitingar ekki beinlinis það sem nauðsynlegast er nú aö boöa. Þegar á það er litiö að Sven Wernström telur sig bæran að fullyrða að enginn guð og engir englar séu til og fylgir þeim söguskilningi að afburðamanna eigi sem minnst aö gæta', má segja aö hann beri Jesú vel sög- una. Hann lætur Mariu Magda- lenu vera stúlkuna hans og auð- vitað finnst honum það leggja áherslu á hib mannlega að Jesús drekki sig ölvaöri en hann ætl- aðisér. 1 upphafi veislunnar fer hann meö nokkur varnaðarorð úr fornum bókum: „Vlniö bitur sem höggormur. Augu þín munu sjá kynlega hluti og hjarta þitt mun mæla flá- ræöi”. Sfðar segir skáldið: „Mörg þeirra voru mjög drukkin og sjálfur haföi hann lika drukkiö of mikið". Þaöerskiljanlegtað pólitiskir strangtrúarmenn telji sér hag- kvæmt aö styöja trúboð sitt við guðspjöllin á þann hátt sem hér er gert. Þó getur þaö naum- ast kallast stórmannlegt fyrir slika afneitara að reyna að snikja sér samúö með svona vinnubrögðum. H.Kr. ekki bara draumur . BUÐIN Skipholti 19, sími 29800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.