Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 19. desember 1978 19 I storm- viðrum stjórn- málanna Einar Olgeirsson: Uppreisn al- þýðu. Greinar frá árunum 1924-1939 og um þau ár. Mál og menning, Rvik. 1978 319 bls. kilja. Islenzkum sósialistum hefur löngum veriö aö því mikill stuðningur, hve marga rit- snjalla menn þeir hafa átt í si'n- um hópi. Einar Olgeirsson hefur lengst af verið i fylkingarbr jósti á þvi sviði sem öörum i sósialistiskribaráttu. 1 pappirs- kiljunni, Uppreisn alþýöu eru birtar allmargar greinar og rit- gerðir sem hann ritaði á árun- um 1924-1939, og nokkrar sem siðar hafa verið samdar en fjalia um atburði og málefni þessa timaskeiðs. Engin rit- gerðanna er ný, þær hafa allar birzt áöur og flestar i Rétti. Rit- geröirnar iþessaribókeru mjög mislangar og sumar aðeins ör- stuttar, en þær eiga þaö allar sameiginlegt aö vera mjög læsi- legar og flestar eru mjög fróö- legar. Hér er þess enginn kostur aönefna eöa rekja efni allra rit- geröanna en ég vil sérstaklega benda á nokkrar. Ritgeröirnar Fyrir 40 árum og Endurminn- ingar úr baráttusögu Verka- mannsins sem fjalla báðar um upphaf sósialistiskrar verka- lýösbaráttu á Akureyri, eru mjög fróölegar og skemmtiieg- ar, þótt menn veröi sennilega ekki á eitt sáttir um efni þeirra nú fremur en þær birtust fýrst. Inngangurinn aö sögu Rousseaus er einnig mjög skemmtilegur aflestrar greinargóöur og vel saminn. Enn vil ég nefna tvær greinar sem mér þóttu fróölegar og skemmtilegar: Rautt misseri i Reykjavik 1921 og Voröld rauör- ar reisnar, en sú ritgerö er yngst þeirra sem i bókinni eru samin 1972. í þessu ritgeröasafni er nær algjörlega sneytt hjá hinni frægu ritdeilu þeirra Einars og Jónasar Jónssonar, sem háö var á 4. áratugnum. Eiiitiö sýnis- horn er þó birt af henni og mur greinin Menntampnnirnir próf- lausu og kommúnisminn vera hluti þess. Þetta sýnishorn hefð: betur veriö látið eiga sig. Át minu mati kemur þaö sam hengislaust inn i bókina og gefui engan veginn rétta mynd a). þessari deiiu, né heidur af mál- flutningi Einars Olgeirssonar. Til þess viröist mér þessi greinarhlutieinkennastum of af skítkasti og hreinum skömm- um. Þetta hygg ég gefa ranga mynd af þessari ritdeilu, þótt þeir Einar og Jónas gætu vissu- lega veriö hinir skemmtilegustu skammarkjaftar þegar svo bar undir og áttu þar oft óskiliö mál. Nú kann vel svo aö fara aö margir veröi til þess aö segja semsvo: Þessi bök hefur ekkert gildi/ hún er ekkert nema áróöur. Nema hvaö? Auövitaö eru flestar greinarnar áróöurs- greinar. Þær eru skrifaöar sem slikar af foringja stjórnmála- flokksmitt i önn dagsins oghinu pólitiska strlöi. En þær hafa mikiö heimildagildi fyrir þá sem vilja kynna sér það tlmabil I sögu 20. aldarinnar sem þær fjalla um. Þær hafa ekki heimildagildi sem sagnfræði- legar ritgeröir, fullar af sögu-' legum staöreyndum, heldur sem áróöursgreinar, sem sýna okkur hvernig foringi stjórn- málaflokks leit á málin hvernig málin horföu viö frá bæjardyr- um Islenzkra sósialista á öðrum fjóröungi þessarar aldar. Og vafalaust hafa þessar greinar haft mikiö áróöursgildi á sinum tlma, þótt okkur nútlmamönn- um þyki mörgum taliö um f jötr a og fátækt, þrælahald og leiguþý, næsta margtuggið og merkingarsnautt. Einar Olgeirsson er ritsnjalj maöur meö afbrigðum og allar eru ritgeröirnar i þassari bók mjög vel skrifaðar, læsilegar og fjörlegar. Mál ogmenning gefur bókina útoger frágangurhennar góður eftir þvi sem hægt er aö ætlast tii um pappírskiljur. Jón Þ. Þór Ný þjóðsagna- útgáfa Ólafur Davíösson: Islenzkar þjóösögur I-II. Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar. Bjarni Vilhjálmsson sá um út- gáfuna. Bókaútgáfan Þjóösaga, Rvik. 1978. Flestir íslendingar munu kannast viö nafn Ólafs Daviðs- bókmenntir sonar þjóðsagnasafnara, en fáir vita mikiö um manninn og hiö mikla fræöastarf hans. Ólafur Davfðsson fæddist áriö 1862 og lést af slysförum 1903. Hann var prestssonur noröan úr landi, tók stúdentspróf I Reykjavik og hélt slöan til náms I náttúrufræöum viö Kaupmannahafnarháskóla. 1 Höfn dvaldist hann i 15 ár, en sneri þá heim próflaus. Og eins ogsvo margir þeirra Islending- a , sem snúiö hafa próflausir héim frá borginni viöSundiö átti hann eftir aö vinna stórvirki á sviöi islenzkra þjóöfræöa. Þegar i æsku hóf ólafur þjóö- sagnasöfnun slna. Hann las Þjóösögur Jóns Arnasonar ung- ur og tók eftir þvi, aö margar þeirra sagna, sem honum voru sagöar sem barni var ekki aö finna i þvi mikla safnriti. Þetta varð til þess að hann tók aö skrásetja sögur- og hélt þvi áfram allt til dauöadags. Útgáfan, sem hér er til um- fjöllunar er þriöja útgáfa af þjóösögum ólafs Daviössonar. Þorsteinn M. Jónsson gaf sög- urnarútá Akureyriáriö 1945, og hannbjó þessa útgáfu til prent- unar, þótt honum entist ekki aldur til aö fylgja útgáfunni til loka. Bjarni Vilhjálmsson þjóö- skjalavörður tók þá aö sér um- sjón verksins, sá um setningu slðasta hlutans og gekk frá út- gáfunni. 1 formálsoröum gerir Bjarni stutta grein fyrir útgáf- unni. Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari ritar mjög itar- legá og fróölega grein um Ólaf Daviösson. Hann greinir þar frá asvi hans og fræöastörfum. Sú grein er mjög vel samin, eins og vænta mátti fráhendi Steindórs. Siöan tekur viö önnur góö grein eftir Bjarna Vilhjálmsson og fjallar um Þorstein M. Jónsson og þó einkanlega um þjóðsagna- útgáfu hans. Síöan taka viö þjóösögurnar sjálfar og eru þær flokkaöar I heföbundna flokka, en þess skal getiö, aö flokkuninni hefur nokkuð verið breytt frá 2. útgáfu þessa safns. Þessi útgáfa á þjóðsögum Ólafs Davlðssonar er mjög vel úr garöi gerö. Brotiö er þægilegt og bandiö fallegt. Sá hængur er þó á, aö sums staöar viröast hafa orðiö mistök viö prentun þanníg aö línur veröa misskýrar og þrykkiö ójafnt. Er þetta held- ur hvimleiður galli á annars skemmtilegri útgáfu. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.