Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.12.1978, Blaðsíða 16
16 Þriftjudagur 19. desember 1978 IOOO0QQOO Axel og Ólafur náðu ekki i tæka tið — og: STÓRSKELLUR 6E6N DÖNUM — Danir skoruðu 10 mðrk gegn 1 á 12 mín. og unnu 26:19 íslendingar komu heldur betur niður á jörðina með skelli er þeir mættu Dönum á sunnudagskvöldið. í 35 min. hélt landsliðið skynseminni og hafði þá yfir 12:11, en á næstu 12 min. skoruðu Danir 10 mörk gegn 1 og öruggur sigur þeirra var i höfn löngu áður en flautað var til leiksloka. Loka- tölur urðu 26:19 fyrir Dani — hreint og beint hrikalegur skellur og langstærsta tap okkar á heimavelli fyrir Dönum. Þaö vakti athygli að Danirnir voru aðeins 9þegar þeir hlupu inn á völlinn og þar af var aðeins einn maricvörður — hinn siungi Kay Jörgensen, sem lék sinn 194. landsleik. Það var vissulega skarö fyrir skildi hjá landanum, að þeir ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson skyldu ekki komast i tæka tið, en i þeirra stað léku Geir Hallsteinsson og Jón Pétur Jóns- son, Geir lét tilleiöast að vera með fyrir áeggjan Sigurðar Jóns- sonar formanns HSI, en sennilega hefur hann óskað þess, að hann hefði aklrei verið með, slik var útreiöin hjá landsliðinu. Þaö var þó fátt, sem benti til þess i byrjun að íslendingar myndu blöa stórkostlegan ósigur. Ja&iræði var með liöunum i upp- hafi en Danir komust i 5:2 eftir 9 min. leik. Þessu svöruðu íslend- ingar með fjórum mörkum i röð og komust i 6:5 og á þessum tima var vörnin mjög þétt fyrir og gaf Dönunum engan frið — en þetta var lika i eina skiptið i leiknum sem almennilega var tekið á i vörninni. Landinn hafði siöan yfirhöndina lengst af hálfleikn- um, en Danir skoruöu tvö siöustu mörkin og leiddu 11:10. Aður en skilið er við fyrri hálfleikinn verður að geta 8. marks tslend- inga, en það gerði Höröur Haröarson með stórkostlegu skoti — beygði sig niöur að gólfi og skaut siöan heiftarföstu skoti upp Jón Pétur með 13 mörk þegar Valur gerði jafntefU við Dynamo Bukarest, 20:20 — Þetta var ofboöslega grófur leikur á allan hátt, sagöi Jón Pétur Jónsson um leik Vals og Dynamo Bukarest i Rúmeniu á fimmtudag. —Þaö var bókstaf- iega allt leyft, t.d. hékk ég I einum Rúmenanum lengi vel og hann dró mig á eftir sér marga metra, en ekkert var dæmt. — Ég hélt af alefli i hann með báöum höndum, en dómarinn kinkaði kolli og brosti til min. — Fyrir svona brot heföu menn fengiöaö fjúka út af hér heima. Bæöi Þorbjörn Guömundsson og Þorbjörn Jensson meiddust illa og Þorbjörn Jensson sýndi okkur lófastóran marblett á siö- unni eftir átök Rúmenanna. Markvarsla Ólafs Benedikts- sonar var mjög góð I leiknum og vörnin var þétt fyrir.Valur komst yfir 1:0 þrátt fyrir mis- notuð tækifæri. Smám saman náöu Rúmenarnirbetri tökum á leiknum, en Valsmenn hleyptu þeim aldrei langt frá sér Staöan ihálfleik var ll:9fyrir Dynamo. Dynamo haföi siðan yfir 20:16, þegartæparö min, vorueftír, en Valsmenn lögðu ekki árar i bát og meö Jón Pétur i broddi fylkingar náöu þeir að jafna og kom jöfnunarmarkiö aðeins 14 sek. fyrir leikslok. Sannarlega stórkostlegur árangur Vals- manna og þetta sýnir að Valur og Vikingur, langbestu félags- liðin hérlendis, geta á góðum degi velgt sterkustu liöum Evrópu undir uggum. Það vek- ur þó dálitla undrun hversu slaka leiki þessi liö sýna þó oft hér heima i 1. deildinni. Jón Pétur átti sennilega sinn ' besta leik með Val fyrr og siöar og skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk (aðeins 3 úr vitum) 119 skotum. Gunnsteinn Skúlason hljóp i skarðiö hjá Val og lék með og stóð sig vel, en þrfr leikmanna Vals áttu ekki heimangengt vegna prófa. - SSV Steindór Gunnarsson, besti maöur islenska liösins, skorar hér örugg lega hjá Kay Jörgensen. — (Timamynd Tryggvi) undir þaknetið og vissi Jörgensen ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Byrjun slðari hálfleiksins var góö og náðu Islendingar foryst- unni á ný — 12:11, en siðan kom einn sá hræðilegasti kafli, sem is- lenskt landsliö hefur átt þátt i. Danirnir bókstaflega röðuöu á okkur mörkum, skoruöu t.d. 7 mörk I röö og lögðu þar með grunninn aö sigrinum. A þessum tima stóö ekki steinn yfir steini hjá landanum. Sóknin ráðleysis- leg, vörnin hriplek og þar af leið- andi markvarslan i núllpunkti. Til að bæta gráu ofan á svart gætti nokkurs misskilnings i vörninni og fengum viö á okkur ódýr mörk. Staðan var skyndi- lega oiðin 21:13 fyrir Dani og 12 min. eftir. I lokakaflanum skor- uðu Islendingar 6 mörk gegn 5 og munurinn varð sjö mörk i lokin — 19:26. Þaö er ekki gott aö segja hvað olli tapinu. Vafalitið kemur þar margt til. Undirbúningur hefur verið lélegur og Valsmennirnir i þessum leik virtust þreyttir — reyndar liðiö iheild. Baráttan var aldrei fyrir hendi og slikt veit ekki á gott. Vissulega söknuðum við Axels og Ólafs, en þess má lika geta i leiðinni að þrir af bestu mönnum Dana, Heine Sörensen, Erik Bue Petersen og Jesper Pet- ersen komust ekki til leiksins, þannig að nokkuð jafnt var á komið með liðunum. Það, sem gerði tapið enn sárara, var það, aö Danirnir virtust ekki sterkir á neinn hátt. Lið þeirra er ungt en leikur yfirvegaður og litið er um ótimabær skot hjá þeim. Leik- menn biða eftir færum og nýta þau vel þegar þau gefast. Þaö er i sjálfu sér táknrænt fyrir landsliðið, aö enginn leik- maöur hefur meira en 60% nýt- ingu I skotum. Geir kom mjög þokkalega út i leiknum og er enn allt of góöur til að hætta I lands- liðinu, það sýndi hann á sunnu- dag. Steindór var mjög góður á linunni og flestir leikmanna áttu góða spretti, en duttu siöan niöur. Markvarslan var slök og varði Gunnar Einarsson átakanlega litiö, enda var vörnin ekki beysin. Gústaf og Atli komu þokkalega út, en Gústaf var mjög litið meö. Mörk tslendinga: Geir 5(3), Þor- björn G. 4, Hörður 4, Steindór 3, Jón Pétur 2 og Bjarni 1. MörkDana: Jeppesen 7 (3), Bock 5, Skaarup 5, Haurum 4, Christen- sen 2, Petersen 2, Grunnet. Dómarar voru Sviarnir Lennart Aström og Lennart Dahlström og dömdu mjög vel. Maöur ieiksins:Bjarne Jeppesen, Danmörku. —SSv— Þórsarar auðveld bráð fyrir KR — KR vann 119:76 sigur yfir Þór Það þarf ekki að hafa mörg orð um leik KR og Þórs á sunnudag- inn i úrvalsdeildinni. Leikurinn var hrútleiöinlegur — i fyrri háifleik sökum lélegs leiks beggja liöa og i þeim siðari vegna ótrú- legra yfirburða KR. Greinilegt var að ieikmenn voru komnir 1 jóiaskap og nenntu varla að standa i þessu. KR vann yfir- burðasigur 119:76 eftir tiltölu- legan jafnan fyrri hálfleik, 46:39. Þórsarar komu mjög á óvart I upphafi leiks og tóku á móti KR-ingunum meö hörku og eftir rúmlega 3 min. haföi Þór náö forystn, 11:2. Það tók KR-inga heilar 6 mln. að komast yfir i leiknum, 18:17. Eftir þaö var 4 John Hudson skorar hér örugg- lega þrátt fyrir varnartolburði Mark Christensen leikurinn mjög jafn og skiptust liðin á um að skora. KR tók svo loks smásprett ilok fyrri hálfleiks og haföi yfir i hléi, 46:39. Upphaf seinni hálfleiksins einkenndist af sömu ládeyðunni og hafði verið I fyrri hálfleik og KR smá jók muninn og komst i 60:49. Kafli sá, sem á eftir fylgdi var einhver sá besti sem maöur hefur séð i körfuboltanum hér- lendis. A 7 min. kafla skoraði KR hvorki meira né minna en 39 stig gegn 10 stigum Þórsara og munurinn var allt I einu roðinn 40 stíg — 99:59. Gunnar Gunnarsson skellti þá svo gott sem öllum varamönnum sinum inná og þeir höfðu betur i lokakaflanum — 20:17 og lokatölur urðu þvi 119:76 KRIvil — hreint ótrúlegur munur Það er ekki gott að dæma leik- menn liöanna af þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var bókstaf- lega lélegur og I þeim siðari virtist hreinlega sem Þórsliðið spryngi. Að fá á sig 39stig á 7 min. hlýtur aö nálgast einhverskonar met. Hjá KR vakti Arni Guðmunds- son langmesta athygli fyrir góðan leik, sterkur varnarmaður en tók svo upp á þvl að hitta eins og berserkur, skoraði 18 stig og var með mjög góða nýtingu. Þá átti Jón Sig. góðan leik, en var seinn i gang, og sama er að segja um Hudson sem virtist miöur sin. Hjá Þór stóð Mark upp Ur að venju, en hitti óvenju Úla. Karl Ólafsson byrjaði vel, en dalaði mjög er áleikinn leið. Eirikur var rólegur, sömuleiöis Birgir. Stig KR: Hudson 35, Árni 18, Jón 18, Einar 16, Garðar 10, Birgir 10,, Gunnar 8, Þorvaldur 2 og Eirikur 2. Stig Þórs: Mark 28, Eirikur 14, Jón 11, Karl 8, Þröstur6, Birgir 4, Alfreð 2. Maöurleiksins: Arni Guðmunds- son, KR — SSv —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.