Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. mars 1979. 9 Halldór E. Sigurðsson: Verk fyrrverandi ríkisstjórnar oft lítils metín — af þeim, sem við taka Hér á eftir fer ræöa Halldórs E. Sigurössonar er hann flutti i umræöunum i þinginu um tillögu sjálfstæöismanna um þingrof og nýjar kosningar. M.a. svarar Halldór I ræöu sinni ýmsum staöhæfingum, er áöur höföu komið fram i umræöunum viðvikjandi rikisfjármálum i tiö vinstri stjörnarinnar 1971-’74. Hrollvekja viðreisnar Matthias Bjarnason vitnaöi i ræðu sinni til fjármálastjórnar á árunum 1971-1974 og siðar vitnaði Vilmundur Gylfason til ágætis þesstimabils, sem kennt var við viðreisn. Þvi timabili iauk með þeim dómi, að einn af stuðningsmönnum þess og þá- verandi þingmaður ólafur Björnsson prófessor lýsti ástandinu i lok timabilsins eða fyrir kosningarnar 1971 með orðinu hrollvekja. Það var hrollvekja að hans áliti, að horfa til þess ástands, sem þá var i efnahagsmálum þjóðar- innar. Ég er ekki viss um að Matthias Bjarnason hafi haft þetta I huga i dag þegar hann talaði um gilda sjóði, sem sú rikisstjórn hefði skilið eftir og ég held lika, að það muni ekki hafa verið i hans huga eða annarra alþingismanna að sú rikisstjórn hafi skilað miklu, hvorki um flota til fiskveiða fyrir landsmenn né útfærslu landhelgi, svo sem kunnugt er. Skuldin við Seðlabanka Að gefnu þessu til efni i dag langar mig til að gefa yfirlit yfir stöðu þá, sem var hjá rikissjóði, þegar vinstri stjórnin tók við seint i júli 1971, þegar hún fór frá völdum 31. ágúst 1974 og svo það, sem nú var skilið við hinn 31. ágúst 1978. Skuldir rikissjóðs viö Seðla- banka Islands á þessum dögum, þegar viðskilnaður átti sér stað var þannig, að skuld rikissjóðs 1971 var 1 milljaröur 204 millj. kr. Þess vegna er þaö á mis- skilningi byggt að viö einhverj- um sjóði hafi verið tekiö. Skuld rikissjóös við Seðlabankann hinn 31. ágúst 1974, þegar ég fór úr stóli fjármálaráðherra var 2.4 milljarðar kr. Skuld ríkis- sjóðs viö Seðlabankann nú 31. ágúst 1978 var 25.1 milljarður kr. Þessar staðreyndir eru til sagnar um þaö sem að var vikið héridagogknúði migtil þess að skýra frá þessu hér á Alþingi. Ég vil þessu tii viöbótar geta þess. að i júnimánuði 1974, þegar Geir HaUgrimsson gerði tilraun til stjórnarmvndunar, þá geröuþeir úttekt á þjóðarbú- inu fyrír hans tilstilli. Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofriunar og banka- stjóri Seölabankans. Jóhannes Nordal. I þeirri skýrslu. sem þeir afhentu þá, og viö þáver- andi ráðherrar féngum i hendur, — þar á meðal ég, taka þeir það fram, aö það sé allt út- lit fyrir að það megi halda Halldór E. Sigurösson þannig á fjármálum rikissjóðs, að það verði ekki halli á rikis- sjóði i árslok 1974. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það fer jafnan svo, að þegar nýr fjármálaráðherra tekur við þá hefur það áhrif á uppgjör þess árs, sem þá er að Uða og svo var 1974. Erfið fjárlagagerð Ég vil lika benda á að fjár- lagagerð fyrir árið 1974 var mjög verfið vegna þess að Bjarni Guðnason hafði þá yfir- gefið þá rikisstjórn, svo að hún hafðiekki meiri hluta á Alþingi. Eitt af þeim verkum, sem þá þurfti að leysa af hendi við þá fjárlagagerð var að lækka tekjur af tollum vegna samn- inganna við EFTA og EBE. Þá náðistekki samstaða hér i þing- inu fyrir þvi að koma i gegn tekjuöflun á móti þessu. Þess vegna átti þáverandi fjármála- ráðherra ekki nema um tvo kosti að velja. Annar var sá að brjóta þessa samninga og rikis- stjórnina i heild. Þetta var auð- vitað mjög andstætt bæöi for- sætisráðherra og utanrikisráð- herra, eða þá að taka áhættuna af tekjuöflun vegna tollalækk- unar, sem ég held að ég muni rétt, að vo ru um 400 mill j. kr. Þá tókst mér aö gera samkomulag við Alþýðuflokkinn óformlega, formann hans og varaformann, að ef ég næði samkomulagi við ASt, sem þá átti eftir að eiga i kjarasamningum og var verið að reyna að semja við, m.a. um að fella niður úr vlsitölunni áfengi og tóbak og bensin og þungaskatt af bifr.eiðum, þá lofuðu þessir forystumenn Al- þýðuflokksins mér þvi, að ef ég næði samkomulagi við ASt um að hækka söluskattinn um 5% eða 5stig, sem stefnt var aö, þá skyldu þeir fylgja þessari ákvörðun. Svo fór um þetta fvrirheit. að 4 stig fengust sam- þykkt sföar á þinginu þrátt fyrir það þó að ég stæði viö það sam- komulag. sem ég hafði gert viö þá ASt-menn, en fékk þó ekki út úr þvi annaö en taka áfengi og tóbak ut úr visitölu. sem hefur verið svo stðan. Þessi áhætta var þvi veruleg og þetta var ekki leiðrétt fyrr en ethrmaöur minn var kominn i sæti fjár- málaráöherra. Þá var þetta samþykkt á Alþingi og stóð ég fastmeðhonum i þeirri nauðsyn að afla þeirra tekna og meiri tekna, sem þá var aflað. Og þegar var verið að reyna þá að mynda rikisstjórn með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi, þá var m.a. um það deilt. hvort þörf væri á þessari tekjuöflun. En i stjórn Geirs Hallgrims- sonar var þetta viðurkennt og þá varð þetta að raunveruleika. Ekkert gæðaár Ég vil lika minna á það i sam- bandi við árið 1974, að það var langt frá þvi, að það væri neitt gæðaár. Þá var veröfall á aðal- útflutningsafurðum okkar og meira en það. Það var sölu- tregða á árinu 1974 og það var ekki fyrr en á árinu 1976, sem raunverulega rættist úr þeim erfiðleikum i sambandi við sölu á islenskum fiski til annarra landa, sem kom upp árið 1974. Ég vil lika minna á það, að á árinu 1973 skall á oliukreppa ekki minni en sú, sem nú er mikið rædd, en þá ræddu menn ekki eins um hana, þvi að þá gerðu þeir sér ekki eins grein fyrirafleiðingumhennareins og nú virðist vera orðið. Og hún komfyrst .til áhrifa á árinu 1974. Hún hafði þvi geysileg áhrif á verðbólgu og afkomu rikissjóös. Sama er aö segja um Vest- mannaeyjagosið þá, sem kom upp á þvi kjörtimabili, sem vinstri stjórnin sat. Það hafði meiri áhrif heldur en almenn- ingur hefur gert sér grein fyrir, bæði um tekjuöflun rikissjóðs og stöðu hans, enn fremur á verð- bólguna. Allt þetta hafði geysi- leg áhrif á þessa tvo höfuðþætti i efnahagsmálum. Auk þess varð það svo i baráttunni um land- helgina, þá var ekkert i það horft eða til sparað, sem út þurfti að greiða vegna þess máls. Það var látið hafa svo al- geran forgang að ekki þótti ástæða til annars heldur en virða það á hvaða veg sem var. Það var lagt kapp á aö ná þvi máli fram sem og tókst og það var aðalatriðið. Hins vegar varð rikissjóður oft að gjalda þar meira heldur en hugsað hafði verið. Af sföastliðnu ári Þessar upplýsingar vil ég nú gefa hér vegna þess sem fram hefur komið hér í dag og kom mér á vissan hátt á óvart. Ég vil lika segja þaö, að það hefur komið fram I þessum umræð- um, að þau verk þeirrar rikis- stjórnar, sem frá verki fér, verða pft litils metin af þeim, sem við taka. Auðvitað er þaö rétt. aö mörg voru þau atriði hjá siðustu rikisstjórn, sem hún náöi ekki þeim árangri i, sem hún ætlaði sér. En ég vil minna á þaö, að s.i. ár var sennilega meiri atvinna hér á landi og stöðugri og öruggari en nokkru sinni fyrr. Þjóðarframleiðslan jókst á þvi ári um 3.5%. Þjóöar- tekjur jukust um 3%, þvi að við- skiptakjörin versnuðu seint á árinu vegna þess aö doilarinn lækkaði. Vöruskiptajöfnuður var hagstæöur um 6-7 milljarða eöa 1% af þjóðarframleiðslu. Greiðslujöfnuður var hagstæður um 10 milljarða. svo að gjald- eynsstaðan batnaði á árrnu um ca 11 milljarða Erlendar lántökur til langs tima voru helmingi minni á árinu 1978 heldur en á næsta ári á undan. Ég vil lika minna á það, að á þessum árum var gert margt tii þess aö bæta stööu þjóðarinnar gagnvart þeim Framhald á bls 19 AUGLYSING Eftirlitsmaður með fiskveiðum Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða eftirlitsmann með fiskveiðum og veiðarfærum, Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á fiskveiðum og veiðarfærum og vera búsettur á Suðvesturlandi. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 5. april n.k. og skal i þeim greina aldur menntun og fyrri störf. Sjávarútvegsráðuneytið 20. mars 1979 I & \ 'í. Laus staða Staða framkvæmdastjóra rikisspitalanna er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 20. april n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 20. mars 1979 Hj ólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til aö senda okkur hjólbarða til sólningar hifium fyrirliftfvandi fícstar stœrdir hjólbarda. sólaóa Oft nýja CÚMMÍ VINNU Fljot og goð STOMN þjónusta ||f POSTSENDUM UM LAND ALLT Skiphott 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 FERMINGARGJAFIR 103 1 Mviðs-'hilmur. L.ola þu Urottin. sala min. alt s> iii i i i. i i r. Iians’ heilaga nafn ; lota þu I *r.*iun s.ila nmi • g g). v -n • g, ii.-1101111 v. Uji r>um hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu féiögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Pniöbranbsötofii Hallgrimskirkja Reykjavlk simi 17805 opi63-5e.h. EIÐFAXI MÁNAÐARBLAD UMHESTA OG HESTAMENNSKU FRÉTTIR OG FRÁSAGNIR Í MALI OGMYNDUM ÁSKRIFT ÍSÍMA 85111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.