Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. mai 1979 9 Lyfjaverslun ríkisins í nýtt og endurbætt húsnæði GP —Fyrir skömmu kynnti lyfja- verslun rikisins ný endurbætt húsnæði sitt við Borgartún 6 i Reykjavik. Fyrir nokkrum árum eyðilagðist sótthreinsunardeild lyfjaverslunarinnar af eldi, og hefur siðan verið unnið að endur- bótum á húsnæðinu, en rikissjóð- ur festi kaup á þvi árið 1976. Lyfjaverslun rikisins starfar undir stjórn fjármálaráðuneytis- ins, en daglega stjórn annast for- stjóri fyrirtækisins Erling Edwald ásamt yfiriyfjafræðingi og 4 deildarlyfjafræðingum. Húsnæðið sem keypt var er um 20.000 rúmmetrar og kostaði árið 1976 105 milljónir króna. Kostnað- ui við breytingar og endurbætur á húsinu til 1. mai s.l. nemur 526 milljónum króna. Lyfjaverslunin hefur fengið úthlutað lóð undir nýja verk- smiðjubyggingu við Stuðlaháls. Undirbúningstimi að byggingu slikrar verksmiðju er áætlaður 7-10 ár. Hugmyndir eru uppi um að byggja þar á næstu árum lager- rými fyrir dreypilyf vegna öryggisjónarmiða og almanna- varna. Sviðsmynd úr sýningunni Baunaprinsessa I síðasta sinn A fimmtudagskvöldið verður siðasta sýning á söngleik Þjóð- leikhússins Prinsessunni á baun- inni eftir Marshall og Barer. Leikstjóri sýningarinnar er bandariski söngleikjastjórinn Dania Krupska, leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson en tónlistar- stjórn annast Sigurður Rúnar Jónsson. 1 helstu hlutverkum eru nokkrir fremstu leikarar leik- hússins: Sigriður Þorvaldsdóttir, Róbert Arn finnsson, Margrét Guðmundsdóttir, Bessi Bjarna- son, Gísli Alfreðsson, Arni Tryggvason, Flosi Ólafsson, Arn- ar Jónsson, Ólöf Harðardóttir o.fl. Þriggja 5 ára afmæla minnst í Hamrahlíö — Elisabet Waage dúx skólans i ár KEJ — Hinn 19. mai siðastliðinn voru brautskráðir 136 stúdentar við skólaslit Menntaskólans við Hamrahlið. 98 stúdentanna voru úr dagskólanum en 38 úr öldunga- deild. Til að ljúka stúdentsprófi við Menntaskólann við Hamrahlið þarf 132 námseiningar hið fæsta en ýmsir nemendur taka þó próf i fleiri námseiningum. Hæstum einingafjölda að þessu sinni náði Elisabet Waage eða 175 einingum og hefur enginn lokið fleiri eining- urn á stúdentsprófi siðan áfanga- kerfið kom til sögunnar. Elisabet lauk prófi á tónlistar- og nýmálasviði, en seildist einnig inná fornmálasvið og hlaut alls staðar ágætis einkunnir. Næstur henni kom Björn Blöndal með 167 einingar. Tveir stúdentar aðrir luku tveimur sviðum, þeir Björn Ragnar Marteinsson og Börkur Arnviðarson. Fimmtán nemendur hlutu viðurkenningu skólans eða stofn ana utan hans fyrir frábær- an árnagur i námi. Við þessi skólaslit var minnst þrefalds fimm ára afmælis i skól- anum. Þjóðhátiðaráfið 1974 brautskráðustsiðustu stúdentar úr bekkjakerfi, 185 alls, og hinir fyrstu úr áfangakerfi, 13 alls, og þá brautskráðust einnig fyrstu stúdentar öldungadeildar, 5 tals- ins, en öldungadeildin tók til starfa i janúar 1972. Lóðahreinsun f Bessastaðahreppi Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru minntir á að flytja núþegarbrott af lóðum sinurn allt sem veldur óþrifnaði og óprýði, og hafa lokið þvi fyrir 10. júni n.k. Áhersla er lögð á að fjarlægja umhirðulausar bifreiðar og bif- reiðahræ og annað slikt hið fyrsta. Skrifstofa oddvita veitir nánari upplýs- ingar um hreinsunina og veitir aðstoð er þörf krefur. Stranglega er bannað að kasta á fjörur á Álftanesi hverskonar rusli eða öðru sem kann að falla til við hreinsunina. Heilbrigðisnefnd Bessastaðahrepps Fók viö störf I nýju verksmiðunni en þar eru hreinlætiskröfur geysilega strangar og hefur af þeim sök- um veriö sett upp mjög fullkomiö loftræstikerfi. (TImamynd:Róbert) Akureyri semur um kaup jarðhitarétt- inda að Reykhúsum Kás — A siðasta fundi Bæjar- ráös Akureyrar var samþykkt- ur samningur sem Akureyrar- bær hefur gert við eigendur jarðarinnar Reykhús (Reykhús I, II, III og Laugarbrekka) i Hrafnagilshreppi um kaup á jarðhitaréttindum i landi Reyk- húsa. Samkvæmt samningnum fær Akureyrarbær einkarétt til að bora eftir og nýta heitt vatn i landi jarðarinnar. Að sögn Helga M. Bergs, bæjarstjóra á Akureyri, er hér um hliðstæðan samning og Akureyri hefur fyrr gert um kaup á jarðhitaréttindum I stað jarðhitaréttarins fá eigend- ur greidda eina milljón króna fyrir hverja tiu sekúndulitra sem Akureyrarbær virkjar á jörðinni, auk þess sem þeir fá tryggða 0,33 sekúndulitra til eigin ráðstöfunar, verði einhver árangur af borunum, og einnig tryggir Akureyrarbær þeim það vatnsmagn sem þeir hafa haft af jörðinni hingað til. „Jarðfræðingar hafa sagt að þessi staður sé mjög álitlegur, og sá staður sem þeir vilji helst bora á, enda telja þeir mjög miklar likur á góðum árangri borana þar,” sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri,i samtali við Timann um kaup jarðhitarétt- indanna að Reykhúsum. LITSJONVORP GHEIÐSLUKJÖR sem gera yður kleift að velja vandað BUOSN Skipholti 19 simi 29800 nordÍBende Otljorgun Eftirstöðvar 20% 2 mán. vaxtalaust 30% 3 mán. vaxtalaust 35%-90% 3 mán. vaxtalaust 35%-90% 4-6 mán. meft vöxtum 100% Staðgr.afl. 5%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.