Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 30. mai 1979 15 OOOOQQOQ Gunnar Öm var hetja Víkings — skoraði bæði mörk Víkings 2:1 gegn Þrótti á Laugardalsvellinum í gærkvöldi Gunnar örn Kristjáns- son tók með sér skotskóna í Laugardalinn í gærkvöldi# þar sem Víkingar unnu góðan sigur 2:1 yfir Þrótti. Gunnar Örn skoraði bæði mörk Víkinga — fyrst úr vítaspyrnu og var það mark hans 20 mark i 1. deildarkeppninni og síðan skoraði hann með föstu skoti af stuttu færi. Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu að marki Vikinga, án þess þó að ógna marki þeirra verulega. Þegar 20 min. voru búnar af leik fóru Vik- ingar að ná yfirtökunum i leikn- um og munaði þar mest um mjög góðan leik hjá miðvallarspilurun- um Heimi Karlssyni og Hinriki Þórhallssyni, sem voru allsráð- andi á miðjunni. Vikingar fengu gott tækifæri til aö skora á 32 min. þegar Heimir átti mjög góða sendingu fyrir mark Þróttar, þar sem Óskar Tómasson kom á fullri ferð og skallaði i þverslána á marki Þróttara. Stuttu siðar átti Óskar gott skot, sem Ólafur Runólfsson, markvörður Þróttar varði vel — i horn. Þróttarar byrjuðu að sækja i seinni hálfleik og átti Arsæll Kristjánsson þá góða sendingu fyrir mark Vikings — Halldór Arason kastaöi sér fram og skall- aði að marki, en Sigurjón Elias- son, markvörður, náði að verja á siðustu stundu, með þvi að kasta sér niöur og góma knöttinn á lin- unni. Vikingar náðu siðan yfirhönd- inni á 10. min. þegar Sigurlás Þorleifsson braust inn fyrir vita- teig Þróttar, þar sem hann var felldur af Sverri Einarssyni. Guð- mundur Haraldsson, góður dóm- ari leiksins dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu, sem Gunnar örn Kristjánsson skoraði örugglega úr — 1:0. Gunnar örn var siðan aftur á ferðinni 10 min. siðar þegar hann skoraði með föstu skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Sigurlási. Vörn Þróttara sofnaði þá á verö- inum. Þróttarar náðu að minnka muninn i 1:2 10 min. fyrir leiks- lok, þegar Páll Ólafsson komst einn inn fyrir vörn Vikinga og skoraði af stuttu færi. Þróttarar áttu góðan möguleika á að jafna rétt fyrir leikslok, en þá björguðu Vikingar skoti frá Agli Steinþórs- syni á linu. Vikingar voru vel að þessum sigri komnir, þeir voru mun sprækari en Þróttarar og léku oft á tiðum ágæta knattspyrnu — sér- staklega eftir að þeir Heimir og Hingrik voru búnir að ná tökum á miðjunni. MAÐUR LEIKSINS: Heimir Karlsson. —SOS PALL ÓLAFSSON.. skoraði mark Þróttara I gærkvöldi. (Tímamynd Tryggvi) Skagamenn lögðu KA að velli... — í mjög spennandi og skemmtilegum leik upp á Skaga i gærkvöldi - 3:2 Sveinbjörn Hákonarson hinn efniiegi miðvallarspilari Skaga- manna átti stórleik þegar Akur- nesingar unnu sigur 3:2 yfir Akureyrarliðinu KA I gærkvöldi uppiá Skaga i mjög fjörugum og skemmtilegum leik. Þessi smá- vaxni ieikmaður var potturinn og pannan i leik Skagamanna og hann skoraði tvö glæsileg mörk. Skagamenn byrjuöu leikinn af miklum krafti og óðu þeir i mark- tækifærunum — þeir Sigþór Ómarsson Sveinbjörn Hákonar- son og Kristján Olgeirsson en þeim brást öllum bogalistin. KA- liðið atti skyndisókn að marki Skagamanna — Gunnar Blöndal átti gott skot sem Bjarni Sigurðs- son varði, með þvi að slá knöttinn I horn. 1 einni skyndisókn KA-liðsins á 29. min. komust Akureyringarnir yfir 1:0 — óskar Ingimundarson fékk þá knöttinn inn i vitateig og sendi knöttinn i hornið fjær, frarn hjá Bjarna Sigurðssyni sem gerði góða tilraun til að verja. Skagamenn náðu siöan að jafna metin á 35. min. þegar Matthias Hallgrimsson var felldur inni i vitateig. Matthias tók vitaspyrn- una sjálfur og skaut i stöng en Skagamenn fengu að endurtaka spyrnuna, þar sem markvörður KA-liðsins hafði hreyft sig. Arni Sveinsson tók þá spyrnuna og skoraði örugglega — 1:1. Þegar i upphafi seinni hálf- leiksins fara Skagamenn að láta að sér kveða — Sveinbjörn átti þá þrumuskot sem skail i vinklinum á marki KA og siðan kemur Kristján Olgeirsson með skot i stöng — knötturinn hrökk út á völlinn, þar sem Matthias náði skoti en leikmenn KA-liösins björguðu á linu. Leikmenn KA-liðsins náðu góðum skyndisóknum og upp úr einni (64 min) fá þeir aukaspyrnu við vitateigshorn Skagamanna. Elmar Geirsson tekur auka- spyrnuna og sendir knöttinn vel fyrir mark Skagamanna þar sem Einar Þórhallssonstökk hærra en varnarmenn Skagamanna og skallaði glæsilega i mark þeirra — 2:1 Skagamenn láta þetta ekki á sig 10 KR-ingar knúðu f ram sigur í Hafnarfirði — 1:0 gegn Haukum á „01d Trafford’ KR-ingar náðu að tryggja sér sigur 1:0 á ,/Old Traf- ford" í Hafnarfirði — Hvaleyrarvellinum í gær- kvöldi, þegar þeir léku þar gegn Haukum. Það var Sverrir Herbertsson sem skoraði mark KR- inga úr vítaspyrnu. KR-ingar sem höfðu 1:0 yfir i hálfleik léku aðeins 10 seinni hálfleikinn þar sem Erni Guð- mundssynivar visað af leikvelli rétt fyrir leikshlé fyrir að brjóta gróflega á Ólafi Jóhannessyni. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og réðu gangi hans fyrstu 20 min., en þá fóru Haukar að láta að sér kveða og i siðari hálfleik drógu KR-ingar sig i vörn enda léku þeir aðeins með 10 leik- menn. Haukar náðu að koma knettinum tvisvar sinnum i netiö hjá KR-ingum, en i bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu. I seinna skiptið komst Ólafur Jó- hannesson inn fyrir vörn KR- inga og skoraöi með góðu skoti laglegt mark en áhorfendum til mikillar furöu dæmdi Heiðar Jónsson dómari markiö af, vegna rangstööu — furöulegur dómur það. fá — þeir snúa vörn i sókn og Sveinbjörn jafnar á 69. min meö þrumuskoti af 20 m. færi — knött- urinn hafnaði niður við stöng. j Þeir innsigla siðan sigur sinn 9 min. fyrir leikslok þegar Guðjón Þórðarson tekur innkast viö endamörk — hann kastar vel inn 11 vftateig KA-liðsins, þar sem Guð- björn Tryggvason nær að skalla I knöttinn til Sveinbjarnar sem | þakkar fyrir sig með góðu skoti ■ 3:2 og sanngjarn sigur Skaga-1 manna var i höfn. Sveinbjörn Hákonarson átti | stórgóðan leik meö Skagamönn- um — hann var potturinn og I pannan i leik þeirra og kæmi mönnum ekkert á óvart aö hann fengi að spreyta sig með lands- liðinu áður en langt um liður. Þá | var Húsvfkingurinn Kristján 01- geirsson góður — nettur leik- maður, sem verður sterkari og I sterkari með hverjum leik. Guö-I jón Þórðarson var einnig góður — I hann tók virkan þátt I sóknar-1 leiknum. Einar Þórhallsson var besti I leikmaður KA-liðsins — var eins | og klettur i vörninni og er greini-. legt að hann styrkir KA-liðið mik- ið. Elmar Geirsson var einnig I góður — skapaði oft usla i vörn | Skagamanna. Eins og fyrr segir, þá varl leikurinn mjög vel leikinn — I fjörugur og bauð áhorfendum upp I á marga skemmtilega hluti. Skagamenn sóttu öllu meira en KA-liðið beitti skyndisóknum meöj góðum árangri. MAÐUR LEIKSINS: Svein- björn Hákonarson. —SE/—SOS| Jafntefli í Dublin Heimsmeistararnir frá Argen- tinu gerðu jafntefli 0:0 við tra i[ Dublin i gærkvöldi, þar sem þjóð- irnar léku vináttulandsleik I[ knattspyrnu. leikurinn - í 1. deildarkeppn- inni þegar Fram og Valur mætast í kvöld 1000. leikurinn i 1. deildar- keppninni i knattspyrnu, eða frá deildarskiptingu 1955, verður leikinn á Laugardals- vellinum i kvöld kl. 8, en þá mætast gömlu keppinautarnir Fram og Valur. Það má búast við fjörugum leik, enda báðum þessum austurbæjarliðum spáð mikilli velgengni I sumar. Leikir Fram og Vals hafa verið æsispennandi undanfarin ár og má búast við því, að þar verði engin breyting á i kvöld. —SOS STAÐAN Úrslil leikja í 1. deildarkeppn- inni i knattspyrnu urðu þessi i gærkvöldi: Vestm.ey. — Keflavík .....0:0 Leikur liðanna var steindautt jafntefli — afspyrnulélegur. Keflvikingar áttu skalla i slá — Sigbjörn Gústafsson. Eyjamað- urinn Gústaf Baldursson var bókaður i leiknum og þá skor- uðu Eyjamenn mark — Ómar Jóhannsson, sem dæmt var af vegna rangstæðu. Víkingur — Þróttur .......2:1 Haukar — KR ..............0:1 Akranes — KA..............3:2 Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni: Vestm.ey .......2 1 1 0 2:0 3 Akranes......... 2 1 1 0 3:2 3 KR..............2 1 1 0 2:1 3 Fram ........... 1 1 0 0 3:1 2 Keflavik ....... 2 0 2 0 0:0 2 KA.............. 2 1 0 1 5:4 2 Vfkingur .......2 1 0 1 3:4 2 Valur .......... 1 0 1 0 1:1 1 Haukar ......... 2002 1:4 0 Þróttur ........ 2 0 0 2 1:4 0 Markhæstu menn: Gunnar Orn Kristjánss., Vik .2 Sveinbjörn Hákonars., Akran 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.