Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 11
Miövikudagur 30. mai 1979 11 Ráðstefna um Sjúkraliðið kynnist háttum og venjum barnsins í þess daglega umhverfi Með aukinni þekkingu, sem foreldrar.skólar og dagheimili geta Iagt til, verður hjúkrunarfólki auðveldara að veita barninu þá bestu meðferð, sem vol er á, og hindra aö það biði andlegt tjón af vistinni. AM —Laugardaginn 12. mai sl. gekkst Hjúkrunarskóli Islands fyrir ráöstefnunni „Barn á sjúkrahúsi”, i húsakynnum skólans aö Eiriksgötu 34. Ráð- stefnan stóöfrákl. 9.00f.h. til kl. 17.30 og sóttu hana um 160 manns úr flestum þeim starfe- greinum, sem sjá um börn á sjúkrahúsi. Blaðiö átti tal af Hertu W. Jónsdóttur hjúkrunarkennara, og spuröi hana um tilgang og niöurstöður af störfum ráöstefnunnar. Herta sagöi aö eins og komiö heföi fram i fréttum hefði til- gangurinn verið sá að hefja um- ræður um málefni barna á sjúkrahúsi og vekja athygli fólks, bæöi innan sjúkrastofn- ana og utan, á, aö huga ber raunhæft að andlegri velferö barnsins á sjúkrahúsinu, þ.e. frá fram i sviðsljósið liöan þess barns sem þarf á ájúkrahúsvist aö halda í stuttan eöa langan tima og er þar meö hrifiö úr sinu eölilega umhverfi og frá fjöl- skyldu sinni. Sett i ókunnugt umhverfi þar san nánast hver hlutur, hvert atvik og allt atferli er ný reynsla fyrir barniö. Of fáir karlmenn mættu tii ráðstefnunn- ar A ráöstefnunni voru haldin fjögur erindi. Maria Finnsdótt- ir, hjúkrunarfræöingur, ræddi um „Barn á sjúkrahúsi,” Hörö- ur Bergsteinsson, barnalæknir, um „Samband foreldra og barnalæknis”, Sigriöur Björnsd- dóttir, myndlistarmaöur, um „Gildi skapandi starfs fyrir sjúka barniö,” og Grétar Marinósson, sálfræöingur, um „Ahrif sjúkrahúsvistar á hegö- un og námsárangur barna.” Herta lagöi áherslu á aö afar margt athyglisvert heföi komiö fram i erindunum, sem verö- skuldaöi sérstaka umfjöllun á ifjölmiölum, þótt ekki væri hægt að rekja efni þeirra i stuttu máli, sem von er. Athyglisverö nýbreytni á ráö- stefnunni var þaö, aö til voru kvaddir aö segja frá reynslu sinni foreldrar barna sem ýmist höfðu dvalið á sjúkrahúsum, eöa voru á sjúkrahúsum, og var þátttaka all góð, þótt Herta benti á aö svo virtist sem löng- um fyrr aö þetta væri meir talið snerta mæöurnar en feöurna, þvi karlmenn heföu veriö áber- andi fáir. Viöhorf foreldra voru liöur i þvi aö koma á -þeirri skipan, sem erlendis fer æ i vöxt, aö mjög náiö samband sé milli heimilis og sjúkrahúss, en meö sliku samstarfi getur hjúkrunarliö fengiö bestu upp- lýsingar um daglegar venjur og hætti, sem barniö er vant viö eölilegar aöstæöur, og hagnýtt þá vitneskju á ýmsan hátt. Þannig er fært að draga úr spennu og kviöa hjá barninu. Að þessu væri einnig æskilegt aö vinna af hálfu skóla, dagheimila og annarra, sem sinna málum barnaoggera þau hæfari til aö mæta breytingunni. Aukin meðferð utan sjúkrahúss A ráöstefnunni var unnið I starfshópum aö sex viöfangs- efrium, sem voru þessi: 1. Viöhorfsmyndun barna og áhrifáþættir gagnvart sjúkra- húsi og starfsfólki. 2. Samband foreldra og starfsfólks sjúkra- stofnana og áhrif þess á liöan barnsins. 3. Æskiíegur undir- búningur fyrir sjúkrahúsvist, yngribörn —eldri börn. 4. Þátt- ur foreldra i meöferö barnsins á sjúkrahúsi og áhrif á velliðan barns á sjúkrahúsi. 6. Helstu þættir er auka likur á andlegu áfalli/áverka af sjúkrahúsvist og hvernig má fyrirbyggja þaö. Sumar niöurstööur starfshópa má lesa I orðum Hertu hér aö framan, en einnig var taliö'aö vinna bæri' aö þvi aö auka fyrirbyggjandi aögeröir og þannig draga úr innlögnum og jafnframt stefna aö aukinni meöferö utan sjúkrahúss. Þess- um þætti mætti mæta meö þjón- ustu hjúkrunarfræöinga i heimahúsum. Haraldur Ólafsson: Ráðherra á að friðlýsa Bernhöftstorfuna Leiöin frá Sænska frystihús- inu og suður fyrir Tjörn heitir mörgum nöfnum: Kalkofnsveg- ur, Lækjartorg, Lækjargata, Frikirkjuvegur, Sóleyjargata. Þessi nöfn segja langa sögu um þróun byggöar og framvindu mannlifs i Reykjavik. Hér eru söguslóöir. Arnarhóll, Stjórnar- , ráðshúsiö, Bakarabrekkan, Menntaskólinn tþaka, Miö- bæjarskólinn, Frikirkjan, hús Thors Jensen, Staöarstaöur Björns Jónssonar,. Hljómskál- inn, — og svo mætti lengi telja. Og mitt á þessum söguslóöum er Tjörnin, prýöi og djásn bæjarins, meö snotur ibúöarhús embættismanna konungsrikis- ins tslands, undir fallegri brekku. Það er i sannleika undarlegt að nokkrum skuli geta blandast hugur um aö varöveita skuli eftir bestu getu þessar sögulegu og menningarlegu minjar I nofuöstaö landsins. Þaö vill svo til aö enn er hægt aö bjarga miklu. Stefnuleysi ráöamanna hefur sem betur fer oröið til góös. Margt hefur þó veriö gert meö afbrigðum illa og kauöa- lega, en sumt af þvi er hægt aö leiörétta. Fyrir nokkrum árum var margt rætt um Bernhöftstorf- una, þ.e. húsalengjuna viö Lækjargötu milli Bankastrætis og Amtmannsstigs. Með þófi hefur verið hægt að forða þvi að þessigömlu og ágætu hús veröi rifin og þarna reist skrifstofu- hús fyrir ráöuneyti. Stjórnar- ráöshúsið og Menntaskólinn eru meðal merkilegustu húsa á Is- landi. Menntaskólahúsið er það hús sem öðrum húsum fremur kemur viö sögu Islands áþeim tima sem barist var fyrir sjálf- stjórn. Einmitt vegna -mikil- vægis þessara góöu húsa, Menntaskólans og Stjórnar- ráðsins er nauösynlegt að varö- veita húsin milÚ þeirra. Ella rofnar allt samhengi á þessu svæöi línan, sem tengir þau slitnar og þau glata miklu af gildi sinu sem sögulegar og menningarlegar minjar. Arnarhóll er I nánum tengsl- um við þetta svæði, og hann má ekki skerða. Styttan af Ingólfi Arnarsyni, sem trónar efst á hólnum, er ekki til prýöi, þótt hún sé i sjálfu sér ágætt lista- verk. Hún er orðin partur af bæjarmyndinni, og ekki vist aö borgi sig aö hrófla viö henni. Það sem nú ber að gera er, aö menntamálaráöherra friðlýsi Bernhöftstorfuna og borgar- búar sameinist um aö endur- reisa hin skemmdu hús og gæöa þau lifi. Hefur verið bent á margar leiöir I þvi sambandi. Það er aö visu ekki hægt aö bæta fyrir hroðaleg mistök, eins og Nýja bió-húsiö, sem ris eins og ögrandi hnefi framan i prúö smáhýsi Bernhöftstorfunnar. Og þaö er liklega ekki heldur auövelt aö losna viö pylsusölu- húsiö þar sem Lækjartorg og Austurstræti mætast (eigandinn gæti a.m.k. málaö þaö i fánalit- unum), en húsin gömlu er auö- velt aö varöveita og gera þau aö skemmtilegum parti af borg- inni. Mér er sagt aö menntamála- ráöherra sé tilbúinn aö friölýsa Bernhöftstorfuna ef um það koma tilmæli frá borgarstjórn Reykjavikur. Eftir hverju biður borgarstjórnin? A að eyöileggja þessi hús meö fáfengilegu póli- tisku þrasi? Nei, menntamálaráöherra á upp á eigin spýtur aö vernda þessa verömætu spildu. SÉRTILBOÐ 10 DAfiA BUÐIN / a horm Skipholts og Naatuns sími 29800, (5. Verð aðeins 98.980

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.