Tíminn - 24.06.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.06.1979, Blaðsíða 8
Gyula Nemes Ungverski þjálfarinn Ungverjinn Gyala Nemes er þjálfari Islandsmeistara Vals. Nemes tók viö Valsliðinu sl. keppnistímabil og stjórnaöi Vals- mönnum til sigurs í 1. deildar- keppninni og einnig léku Vals- menn til úrslita í bikarkeppninni, en þar máttu þeir þola tap fyrir Skagamönnum. Nemes er fæddur i Ungverjalandi 14/3 1938 i Kospallag. öll sin æskuár iék Nem- es meö unglingaliöum Ferencvaros, þess heimsþekkta liðs, auk þess 8 leiki með 1. deildar liði þess féiags. Arið 1956 tók Nemes þátt i feröalagi um Evrópu með unglingalandsliði Ungverja- lands, en meðan á þeirri ferð stóð braust út Ungverjalandsbyltingin, og sneriNem- es þvi ekki heim aftur, heldur settist að i Belglu og hóf að leika með belgfska félag- inu F.C. Liege 1956-1960. Ariö 1961 ræöst Nemes til hins heimsfræga félags Ander- lecht og leikur þar I tvö ár. 1963-1967 leik- ur Nemes með hollenska 1. deiidarliðinu Twente og 1968-72 með 1. deildar hollenska félaginu Muntric. Eftir litrikan feril i Belgiu og Hollandi flyst hann til Frakkiands og gerist þjálfari og leikmaö- ur með félagin Caen, sem þá var i 2. deild. 1974 er Nemes þjálfari franska liðsins Dunkirk. Arið eftir flyst Nemes til Sviss og þjáifar hjá Buchs I 2. deild og siöan hjá Wattwr 1976-7. 1 nýútkominni leikskrá Valsmanna var Nemes bcöinn að segja álit sitt I islenskri knattspyrnu i stuttu máli — hann hafði þetta að segja: Þaö hafa oröiö augljósar framfarir I is- ienskri knattspyrnu sfðastiiðin ár, sem Markvörður skorar 2 mörk GUNNLAUGUR Hjáimarsson, hand- knattleikskappinn snjalli úr tH, lék lengi sem markvörður Vaisiiðsins. Gunniaugur vann það góða afrek 1959, að hann lék einn Icik — gegn Þrótti, sem miöherji og skor- aði hann þá 2 mörk I leiknum, sem lauk með sigri Valsmanna 3:2. bjá Val stafa einkum af þvi að meistaraflokkai félaganna hefja æfingatfmabiliö fyrr og æft er oftar en áður, þ.e. leikmenn leggja harðar að sér en áður. Þó framfarir hafi átt sér stað, er enn langt i land. Það er einkum eitt sem isienska knattspyrnu- menn skortir og það er tækni, þ.e. leikni með knöttinn. Astæðan fyrir þessu er ein- faidlega sú, að unglingaþjálfun hefur ekki verið tekin nægilega föstum tökum. Það á að leggja aiia áherslu á tækniþjálfun hjá yngri flokkunum þ.e. ieikni, hraöa og „elegance”. Þaö er óþarfi aö eyða æf- ingatimum i úthaldsæfingar. Drengirnir eru að leik allan daginn og fá þannig út- hald. g| Gyuia Nemes...pjciitaM. Framtíð Islenskrar knattspyrnu byggist á aö bæta unglingaþjálfunina. tslenskir drengir eru ekki siður efnifegir en erlend- ir og áhuginn jafnvel meiri hér. A.m.k. vekur það athygli mina hve viða maöur sér drengi vera aö leika knattspyrnu I Reykjavfk. Gunnar skoraði 5 mörk gegn Akureyringum — Ég man alltaf eftir leikn- um gegn Akureyringum, þegar ég skoraöi 5 mörkin — fram hjá Einari Helgasyni, mark- veröi Akureyringa, sagði Gunnar Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður úr Val, sem. skoraði 5 mörk gegn Akureyr- ingum á Melavellinum 1957, þegar Valsmenn unnu sigur (6:2) yfir Akureyrarliðinu i 1. deild. — Völlurinn var mjög blaut- ur og þungur þegar leikurinn för fram, og ég ákvað þvi að vera ekki á of mikilli hreyf- ingu — heldur hlaupa, þegar við átti. Þannig sparaði maður kraftana og var afslappaður í eðjunni á Melavellmum. Ég var i mjög góðu formi og skor- aði öll mörkin, eftir að hafa fengið stungubolta inn fyrir vörn Akureyringa — þá hljóp ég af mér varnarmenn þeirra, sagði Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.