Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 24

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 24
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og fram- taks. Þannig voru framsóknar- menn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í barátt- unni gegn afleiðingum heims- kreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vega- gerð, almannatryggingar, skóla- kerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknar- menn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóð- lífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðar- innar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16. desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir fram- undan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áhersl- um og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknar- menn beitt sér fyrir félagsleg- um, þjóð- legum og mannúðleg- um gildum. Framsókn- armenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsókn- armenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og rétt- læti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minn- ast fyrri forystumanna Framsókn- arflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum for- ystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgríms- son héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veg- inn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða fram- förum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggð- anna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðar- mála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við framsóknar- menn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Mark- mið framsóknarmanna er upp- bygging og þróun þekkingarsam- félags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heild- aráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kapp- kosta að efla íslenska þjóðmenn- ingu og standa af varúð og mynd- arlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslend- ingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. Framsókn í 90 ár BorgarfulltrúinnDagur B. Eggerts- son hefur farið mikinn vegna tímabundins verkefnis sem ég hef verið ráðinn til hjá Faxaflóahöfnum. Í þeirri orrahríð hefur hann ítrekað tekið fram að það sé ekkert per- sónulegt gagnvart mér. Hins vegar tók hann upp á því að senda starfs- samning minn við Höfn- ina á allar helstu frétta- stofur landsins, áfram undir kjörorðinu, ekk- ert persónulegt. Gott og vel. Við Dagur eigum það sameiginlegt að stunda aðra vinnu sam- hliða störfum okkar í borgarstjórn. Hann réði sig til starfa hjá Háskól- anum í Reykjavík eftir að hafa úthlutað skólanum stærstu lóð í sögu borgarinnar. Til þess að taka af allan vafa um að Dagur B. Egg- ertsson sitji örugglega við sama borð og aðrir stundakennarar við HR þá verður hann að leggja spil- in á borðið og birta heildarlaun sín opinberlega. Hann getur svo svar- að því til sjálfur hvort það sé per- sónulegt eða ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Ekkert persónulegt Markmið framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekk- ingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúru- vernd í þjóðarþágu. Hvers vegna er verið að láta pólit- ík bitna á fötluðum börnum? Er það kannski til þess að Björn Ingi Hrafnsson og félagar í borgar- stjórn Reykjavíkur geti sagt í sjónvarpi og blöðum að ástandið sé betra núna en oft áður á frí- stundaheimilum borgarinnar? Það sem hann minntist ekki á er að fötluðum börnum á biðlista eftir plássi hefur verið vísað aft- ast í röðina. Fötluð börn þurfa meiri umönnun en önnur börn, sem þýðir fleira starfsfólk. Það er rétt hjá Birni Inga að fleiri „heilbrigð“ börn eru í frístund núna en oft áður, á meðan fötluð börn eru látin bíða í kuldanum eftir plássi. Ástandið var ekki svona á meðan R-list- inn var við völd. Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að það er mun erfiðara fyrir foreldra fatlaðra barna að fá pössun eftir að skóla lýkur kl. 14.00. Börnin þola illa að vera send á milli ættingja hingað og þangað svo að foreldri geti klárað sinn vinnudag. For- eldrar fatlaðra barna eru orðnir þreyttir á sömu tuggunni að það sé skortur á starfsfólki. Fjög- urra mánaða bið er óásættanleg. Höfundur er faðir einhverfs drengs. Fatlaðir úti í kuldanum! Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að það er mun erfiðara fyrir foreldra fatlaðra barna að fá pössun eftir að skóla lýkur kl. 14.00.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.