Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 74

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 74
BLS. 74 | sirkus | 12. JANÚAR 2007 T ónlistarmaðurinn Dr. Gunni hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að tengjast Eurovision- keppninni á nokkurn hátt. Í ár er þó breyting á því hann á lag ásamt Heiðu Eiríksdóttur í þriðja riðli undankeppni Eurovision sem fram fer á morgun, laugardag. „Þetta er ekkert djók. Við erum hérna núna hjá danshöfundi og ætlum síðan að fara í búningana á eftir. Síðan mun Þorvaldur Bjarni útsetja lagið. Það er bara fagfólk sem kemur að þessu atriði,“ sagði Dr. Gunni þegar Sirkus ræddi við hann í vikunni. Aðspurður sagðist hann ekki vera sigurviss. „Ég veit ekki hvort þetta gengur. Það þýðir líka lítið að vera með Sylvíu Nótt númer tvö. Ég er auðmjúkur og ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með í einhverju sem tengir saman dægurlagatónlist og keppni. Nú er ég kominn hingað og allt sem gerist eftir það er bara plús. Ég lít alls ekki á það sem niðurlæg- ingu að komast ekki áfram. Ef svo fer þá bít ég bara í það súra epli og kem tvíefldur til leiks á næsta ári með tíu lög í farteskinu,“ segir Doktorinn fullur hógværðar. Dr. Gunni segir þessa keppni vera svolítið öfugsnúna. „Þetta ætti auðvitað að vera keppni um besta lagið en er í staðinn svolítið eins og keppni um vinsælasta flytjandann. Það er búið að vera þannig undanfar- ið. Til að mynda fóru þeir frægustu áfram í síðasta þætti. Ég er því búinn að búa mig undir það versta enda er ég langt frá því að vera frægur,“ segir Dr. Gunni, sem telur lag Hafsteins Ingólfssonar vera helsta keppinaut sinn um sæti í úrslitum. „Ég er búinn að hlusta á þetta á netinu og fannst þarna lagið með danstaktinum [Þú tryllir mig með Hafsteini Ingólfssyni] eina lagið sem kveikti einhvern neista hjá mér,“ segir Doktorinn. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus „Ég mæli með súpunni á Tíu dropum. Franska kjötsúpan og tómatsúpan eru báðar alveg dásamlegar. Svo mæli ég með því að þegar fólk er búið í vinnunni að það fari heim, setji tónlistina í botn og dansi svo eins og brjálæðingar.“ Íris Eggerts- dóttir fatahönnuður „Ég mæli með froðupúðri frá Lancome. Ég er alveg rosalega ánægð með þetta og það er svo gaman að uppgötva nýjar snyrtivörur. Ég mæli með að stelpur prófi þetta púður, það er eins og froða en breytist í púður og jafnast vel húðinni.“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona „Ég mæli með leikritinu Mein Kampf í Borgarleikhúsinu. Þetta er frábær sýning og Bergur Þór Ingólfsson fer á kostum í hlutverki Hitlers. Sýningin er fyndin en um leið mjög óhugguleg. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á meðan maður hlær.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona „Ég mæli með dekri á hárstofunni Molekúl. Ég mæli sérstaklega með góðum þvotti, höfuðnuddi og svo er hægt að toppa dekrið með góðum blæstri. Eins mæli ég með því að við styðjum strákana okkar áfram í handboltanum.“ Rúna Magdalena fyrirsæta Við mælum með Eurovision-þátttaka Dr. Gunna er ekkert djók UNUN ENDURVAKIN Dr. Gunni og Heiða Eiríks voru saman í hljómsveitinni Unun og ættu ekki að vera í vandræðum með að stilla saman strengi sína á Eurovision- kvöldinu. SIRKUSMYND/ANTON BRINK „Ég verð í X-factor í kvöld og mun sjá um að þjálfa liðið hans Palla. Það er alveg æðislega gaman að taka þátt í þessu. Á laugardaginn og sunnudaginn verð ég svo með söngnámskeið og fer einnig eitthvað út bænum til að funda.“ Margrét Kristín Sigurðardóttir söngkona „Ég hugsa bara einn dag í einu. Ég var að koma frá Frakklandi og er nýlent og ætla að halda upp á afmæli stráksins míns í dag. Helgin er enn óráðin, enn í þoku. Von- andi á ég rólegan og góðan tíma með fjölskyldunni en svo getur allt gerst.“ Alda Guðjónsdóttir stílisti „Ég ætla að halda partý um helgina. Við ætlum að hittast nokkrar úr Tinu Turner sýningunni, fá okkur góðan mat og kampavín. Svo langar mig að fara í leikhús og sjá Stórfengleg og Karíus og Baktus með börnunum. Svo vona ég að maðurinn minn bjóði mér eitthvað fínt út að borða.“ Bryndís Ásmundsdóttir leikkona „Ég verð að gera lítinn ljósmyndaþátt fyrir MAC á Íslandi. Fyrirmyndin er Barbie og við erum að vinna með Svölu Björgvinsdóttur sem módel svo þetta er voðalega skemmtilegt verkefni. Helgin mun snúast um vinnuna því á sunnudag- inn verð ég að vinna við auglýsingar.“ Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona Hvað á að gera um helgina? Guðjón Valur Sigurðsson „Guðjón Valur er pottþétt módel, með há kinnbein og sterkan svip. Hefði getað orðið Herra Ísland.“ Elín Gestsdóttir, framkv.stjóri fegurðar- samkeppni Íslands „Guðjón Valur hefur staðið sig eins og hetja. Þvílíkt góður í góðu formi eins og sést á myndinni. Algjör snillingur með boltann og hottie.“ Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona „Guðjón er góðlegur og eins og sýnishorn af dæmigerðum Íslendingi. Þetta eru auðvitað sannir víkingar, það er engin spurning. Þessir menn fá stelpurnar til að horfa á handbolta.“ Brynja Björk Garðarsdóttir blaðakona „Glæsilegur fulltrúi Íslands í íþróttum. Fyrirmynd ungu kynslóðarinnar og íslenskra karlmanna í handbolta. Guðjón er alltaf í toppformi, mikill afreksíþrótta- maður og mjög sterkbyggður.“ Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktardrotting „Þeir eru báðir ofboðslega myndarlegir og það lekur af þeim kynþokkinn. Þrusukroppar. Ég myndi alveg vilja vera fluga á vegg í búningsklefanum hjá þeim.“ Elísabet Thorlacius fyrirsæta Alexander Petersson „Gæti alveg séð hann fyrir mér í Armani- fötum á sýningarpalli – flott týpa.“ Elín Gestsdóttir, framkv.stjóri fegurðar- samkeppni Íslands „Alex er algjörlega fyrir augað. Handbolti verður aukaatriði þegar hann er inni á vellinum. Svakalega heitur. Úff.“ Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona „Vélmennið, eins og hann er kallaður í handboltaheiminum, er í sínu besta líkamlegu formi, gefst aldrei upp og er sterkur persónuleiki. Hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar.“ Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktardrotting „Alex er dálítið suðrænn í útliti og vinkonur mínar eru vitlausar í hann. Annars finnst mér hvorugur þeirra komast með tærnar þar sem maðurinn minn hefur hælana.“ Brynja Björk Garðarsdóttir, blaðakona „Ég er aðeins meira fyrir dekkri týpurnar. Alex er flottur með smá bringuhár og tveggja daga skeggrót.“ Elísabet Thorlacius, fyrirsæta HANDBOLTAMENNIRNIR GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON OG ALEXANDER PETERSSON HORNAMENN MEÐ HAFSJÓ AF KYNÞOKKA HEITIR HORNAMENN Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson þykja mikið fyrir augað. SIRKUSMYND/PJETUR Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson, horna- menn íslenska landsliðsins í handknattleik, hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM í Þýskalandi. Þeir hafa líka vakið athygli fyrir útlit enda báðir afar myndarlegir. Sirkus fékk fimm konur til að segja álit sitt á þeim. Elín Gestsdóttir Kristín Ruth Jónsdóttir Brynja Björk Garðarsdóttir Unnur Pálmarsdóttir Elísabet Thorlacius ÁLITSGJAFAR SIRKUSS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.