Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 37
Hyundai kynnir nýjan fólksbíl í C-flokki á bílasýningunni í Genf. Bíllinn heitir i30 og markar upphaf annars konar nafnakerfis hjá framleiðand- anum. Hyundai hefur hingað til farið hefðbundnar leiðir í nafngiftum bíla sinna með nöfnum á borð við Getz, Sonata og Santa Fe. Nú kveð- ur við annan tón því nýi bíllinn frá framleiðandanum hefur hlotið heitið i30. Frá Hyundai berast jafnframt þær fregnir að fram- vegis verði stuðst við tegundar- heiti í þessum dúr, þar sem bók- stafur vísar til framleiðslulínu viðkomandi bíls og tölustafir til ólíkra útgáfa innan hverrar línu, ekki ósvipað því og sjá má hjá framleiðendum á borð við BMW og Mercedes-Benz. Gert er ráð fyrir að Hyundai muni leggja mikið í frumkynning- una á i30, þar sem honum er aðal- lega ætlað að styrkja stöðu fram- leiðandans í hinum harða flokki smærri og millistórra fólksbíla á Evrópumarkaði. Samkeppnin í þessum flokki er einkar grimm og því líklega engin tilviljun að í hönnun bílsins hefur verið lögð áhersla á að gera hann vel útbúinn og reyna að hlaða á hann staðalbúnaði og öryggisbún- aði. Hönnun ber það jafnframt með sér að vera evrópsk í húð og hár, en það verður síðan spenn- andi að sjá hvort Hyundai takist með i30 að fylgja velgengni sinni í Evrópu eftir, en hún hefur hingað til verið bundin 4x4 flokknum. Undirbúningurinn fyrir frum- kynninguna hefur ekki gengið sem skyldi. Óprúttnum netverjum tókst að koma myndum af bílnum á netið í vikunni, framleiðandan- um til lítillar ánægju svo skömmu fyrir frumkynningu. Nýr bíll og ný nöfn hjá Hyundai Hybrid er töfraorðið í bílaiðn- aðinum í dag. GM setur nýtt tvinnkerfi á markað á næsta ári og DaimlerChrysler og BMW ætla einnig í slaginn. DaimlerChrysler og BMW hafa hafið samstarf sem miðar að því að búa til tvinnkerfi fyrir kraft- mikla afturhjóladrifna bíla. Lexus hefur sýnt að þetta er hægt og nú vill Vesturheimurinn fá bita af kökunni, enda vanur að sitja að henni einn á flestum sviðum. Samstarfið einskorðast við framleiðslu tvinnkerfisins. Því mun verða komið fyrir í völdum gerðum bílaframleiðandanna en gerðirnar halda sérkennum sínum eftir höfði hvors bílaframleiðanda fyrir sig. Þetta þýðir að mögulega verð- ur 5 lína BMW fáanleg sem tvinn- bíll. Það hljómar furðulega, og enn furðulegra að M5 verði hugsan- lega búinn batteríum. Það er stór spurning hvernig hvínandi raf- keflahljóð hljómar í eyrum harðra BMW-áhugamanna? BMW M5 tvinnbíll? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI BMW 3 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.