Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 40
París er borg tískunnar og víst er að aðeins í örstutt tímabil á hverju ári leggst tískuheimur- inn hér í borg í dvala. Þetta er í kringum jólin og svo í ágúst eftir að sumarútsölum lýkur. Tískuárið hefst svo er líður á janúarmánuð og eftir hámark sumarfría í ágúst fer allt af stað að nýju. Árið hefst með hátískusýn- ingum komandi sumars og herralína næsta vetrar fylgir svo fast á eftir. Á sama tíma eru haldnar alls kyns sýningar og kaupstefnur eins og Première classe og Who´s next? Þar sem eru kynntir straumar og stefnur í efnum og svo fatatískan sem er tilbúin til notkunar (prêt-à- porter). Á eftir fylgir undirfata- sýning og sú nýjasta sem er aðeins ársgömul, Private, þar sem forystu tískumerki sem bjóða vörur í meðalháum verð- flokki sýna framleiðslu sína. Þetta eru nöfn eins Noa, noa, American Vintage, Bill Tornade og fleiri. Í ár voru það skandin- avísk merki sem voru í gesta- hlutverki. Það er því kannski ekki skrýt- ið þegar litið er til mikilvægi tísku og umfangs hennar hér í borg að finna megi tískusöfn og fleira sem tengist tísku. Til dæmis má nefna Tísku- og vefn- aðarsafnið, Musée de la mode et du textile, þar sem bráðlega verður opnuð sýning á búning- um sem Jean-Paul Gaultier hannaði við ballettsýningar Régine Chopinot frá 1983-94. Musée Galleria er einnig helgað tísku og þar verður opnuð sýn- ing í apríl á vinnu Jean-Charles de Castelbajac. Ekki má heldur gleyma Stofnun Pierre Bergé- Yves Saint Laurent þar sem ein- stakt varðveislustarf er unnið og yfir 5.000 hátískuklæði eftir YSL eru varðveitt sem íslensk fornrit væru. Í miðborginni rétt fyrir neðan Forum des Halles-versl- unarmiðstöðina þar sem finna má yfir þrjúhundruð búðir að mestu neðanjarðar er í húsi númer 22 á Pierre Lescot-götu í fyrsta hverfi tískubókabúð. Þessi bókabúð er sérhæfð í öllu milli himins og jarðar sem teng- ist tísku, textíliðnaði og jafnvel arkitektúr. Þar má til dæmis finna bækur eins og La bible de denim (Biblía gallaefnisins), Le temps de Chanel sem fjallar um úraframleiðslu tískuhússins, bækur um útsaum sem og sögur tískuhúsa eða hönnuða eins og Yves Saint Laurent og Louis Vuitton svo einhver nöfn séu nefnd. Ekki má heldur gleyma ótrúlegu úrvali af tískutímarit- um sem fjalla um dömu- og herratísku og jafnvel sérblöð eingöngu um barnatísku. Það er nefnilega ástæða fyrir því að París heldur enn í dag titlinum borg tískunnar í hugum flestra þrátt fyrir að aðrar tísku- borgir vilji ekki vera eftirbátar Parísar. Og nú er hafin enn ein tískuvikan í París, haust- og vetrartískan 2007-8 fyrir konur. Hver segir að póker sé bara fyrir karlmenn? Saumaklúbbar eiga það til að verða svolítið einhæfir. Brauð- réttir með skinku og osti, rauðvín, sódavatn, slúður og hugsan- lega einhverjar hannyrðir. Því ekki að brjóta þetta upp með því að byrja að spila póker? Póker er töluvert auðvelt spil að læra og eftir að þið eruð komnar á bragðið gæti verið að öllum brauðréttum og hannyrðum yrði fleygt út um gluggann. Væri því ekki tilvalið að sameina undirfatakynningu og fatapóker, spila upp á peninga og gefa svo allan ágóðann til rannsókna á brjóstakrabbameini eða öðru góðu málefni? Eða eins og skáldið sagði - Því ekki að taka lífinu létt? Póker hjá saumaklúbbnum Elizabeth Arden hefur sent frá sér margnota krem sem ekki klikkar. Árið 1930 bjó Elizabeth Arden til krem sem gagnast við ýmsum vanda. Kremið kallaði hún Eight hour cream eftir að hafa séð að rispa var gróin á hné lítils drengs átta klukkustundum eftir að kremið var borið á. Átta klukkustunda kremið má nota á fjölbreytt- an hátt. Til dæmis til að forma augabrúnir, næra húðina eftir flugferðir, fá eðlilegan gljáa á húðina, mýkja hendur, naglbönd, húðina á hnjánum, fótun- um... Í raun má nota þetta krem hvernig sem er og hvar sem er á húðina. Það sem gerir Eight hour kremið svo einstakt er að í því er samsetn- ing af petroleum og E-vítamíni, en einnig beta-hydroxy mýkingar- efni sem enn í dag er uppistaðan í mörgum frægum kremum. Umbúðirnar eru afar skemmti- legar en þær eru hannaðar í anda gömlu daganna. Kremið er í lítilli glerkrukku með málmloki sem minnir virkilega á þá tíma þegar langamma var ung. Stjörnurnar í Hollywood keppast við að hæla þessu kremi, en meðal annars lét Jennifer Beals hafa það eftir sér að krem þetta væri eitt af því fáa sem hún myndi taka með sér á eyðieyju. - mhg Krúttlegar umbúðir en kraftmikið krem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.