Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 30. aprfl 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Elríksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sföumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240. V -Áskriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. Á þeirra ábyrgð Vitni þess óeðlilega ástands sem rikt hefur vegna stjórnarkreppunnar frá sl. hausti og fram á þetta ár er hversu brýn mál hafa tafist á Alþingi. Eitt þessara mála er ákvarðanir um framkvæmd hinna nýju skattalaga og um skattstiga. Þetta mál er enn i meðförum Alþingis enda þótt komið sé fram i aprillok. Núverandi stjórnarandstaða ber alla ábyrgð á þessu ástandi. Það var Alþýðuflokkurinn með til- styrk Sjálfstæðismanna sem olli stjórnarslitum á sl. hausti og vermdi siðan ráðherrastólana fram á þetta ár án þess að taka á nokkru máli. Allt var látið reka á reiðanum. öllu var frestað — nema auglýsingaskruminu. Nú hefðu menn haldið að þessum mönnum skild- ist að ábyrgð þeirra er mikil. Menn hefðu haldið að þeir myndu ekki reyna að tefja mál eftir að i þann vanda er komið sem þeir sjálfir bera sök á. En það er öðru nær. útvarpsumræðurnar i fyrra kvöld fóru fram að kröfu Alþýðuflokksins, og þær voru auðvitað aðeins tilraun flokksins til að fá nokkra auglýsingu. Innan tiðar hljóta að verða eldhúsdagsumræður frá Alþingi. En ekki gátu kratar beðið eftir þvi, heldur þurftu þeir að fá sér- stakt tækifæri til að tefja mál með skrumi. Málflutningur stjórnarandstæðinga i útvarpinu staðfesti þetta enn frekar. Hjá Alþýðuflokknum er allt á hverfanda hveli. Nú heimta þeir skattalækk- un, en eins og Guðmundur Bjamason alþingis- maður benti á i umræðunum hefur minna farið fyrir raunhæfum tillögum um minnkun útgjalda. í fyrra lögðu Alþýðuflokksmenn til að skattheimta á þessu ári yrði meiri en rikisstjórnin hefur nú lagt til, eins og Tómas Árnason viðskiptaráðherra rakti i umræðunum. Málflutningur Sjálfstæðismanna i útvarpsum- ræðunum bar um fram allt vitni ástandsins i flokknum. Þeir bera þó ekki fyrst og fremst sorgir sinar á torg, heldur brýst hefndarhugurinn stjórn- laust út. Nú tala þeir mikið um að vá sé fyrir dyr- um i skattamálum, en þó var það fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins sem á sinni tið hafði forgöngu um setningu nýrra skattalaga, en nú eru þau að koma til framkvæmda i fyrsta sinn. Rikisstjórninni er að sönnu margur vandi á höndum. Arfur stjórnleysis og upplausnar af völd- um Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins veldur þvi að mjög verulegar leiðréttingar verður að gera áður en ráðrúm gefst til að taka föstum tökum á meginviðfangsefni rikisstjórnarinnar, niðurtaln- ingu verðbólgunnar i áföngum. A þessu ári rikir sérstök óvissa i skattamálum, bæði að þvi er snertir tekjuöflun rikissjóðs og að þvi er lýtur að skattbyrðum almennings. Ástæða þessa er sú að nú er verið að framkvæma nýtt skattkerfi fyrsta sinni. Vegna upplausnarinnar sem rikti um hálfs árs skeið af völdum núverandi stjórnarandstæðinga hafa endanlegar ákvarðanir tafist úr hömlu, og þeir bera ábyrgðina á þvi að svo hefur farið. En enda þótt við þennan illa arf verði ekki ráðið á svipstundu og árangur tef jist af þessum sökum, mun rikisstjórnin leggja á það áherslu að hraða nauðsynlegum ákvörðunum eftir föngum. Frekari tafir eru einnig á ábyrgð stjórnarandstæðinga. JS | Þórarínn Þórarinsson: | Erlent yfirlit i ■ Brzezins! ki mi un m óta utanríkisstefnuna Ahrif hans aukast við brottför Vances ÞESS er nú beöiö meö eftir- væntingu hvaöa mann Carter forseti velur til aö taka viö utan- rikisráöherraembættinu. Til bráöabirgöa hefur hann faliö Warren Christopher aöstoöarut- anrlkisráöherra aö gegna þvi. Getgátur eru helzt þær, aö ann- aö hvort skipi hann Christopher 1 embættiö eöa feli þaö Zbigniew Brzezinski aöalráögjafa sinum i öryggismálum. Sennilega skiptir þaö ekki miklu máli varöandi mótun utanrikisstefnunnar hvor þeirra Christophers eöa Brzezinskis veröur fyrir valinu. I báöum til- fellum er llklegast aö Brzezinski ráöi mestu um utanrlkisstefnuna. Cristopher hefur hlotiö gott orö sem aöstoöarutanrlkisráö- herra og mun vera vinsæll I utanrlkisráöuneytinu. Hann hefur fylgt fram stefnu yfir- manna sinna meö lagni og festu. Hins vegar hefur hann átt litinn eöa engan þátt I sjálfri stefnu- mótuninni. Fátt er þvl vitaö um persónulegar skoöanir hans sjálfs. Sennilega myndi þetta haldast áfram, ef hann yröi utanrlkisráöherra. Stefnumót- unin myndi þá alveg færast I Hvlta húsiö og vera I höndum þeirra Carters og Brzezinskis og þó fyrst og fremst I höndum þess slöarnefnda, þvl aö Carter getur takmarkaö sinnt þessum málum eftiraö hann hefur þátt- töku I kosningabaráttunni meö feröalögum fram og aftur um landiö. Þaö veröur þannig Brzezinski, sem mestu mun ráöa um utanrikisstefnu Bandarlkjanna næstu mánuö- ina, hvort heldur sem hann tek- ur formlega viö embætti utan- rlkisráöherra eöa ekki. Sá möguleiki er fyrir hendi, aö Carter feli embættiö ein- hverjum þriöja manni. Senni- lega yröi þá fyrir valinu einhver vinsæll en litlaus og óráörlkur maöur, þar sem Carter vill vafalltiö ekki eiga á hættu, aö aftur risi deila milli utanríkis- ráöherrans og öryggisráögjaf- ans. Brzezinski myndi þá eftir sem áöur ráöa mestu um utan- rlkisstefnuna. ÞAÐ þótti fljótt koma I ljós eftir aö Carter haföi myndaö stjórn slna, aö þeir Vance og Brzezinski myndu ekki geta fylgzt aö til lengdar. Vance var spennuslökunarmaöur, Brzezinski harölínumaöur. Carter mun hafa taliö klókt aö Zbigniew Brzezinski hafa fulltrúa beggja þessara sjónarmiöa viö hliö sér, þvl aö þannig gæti hann komiö sér vel viö fylgismenn þeirra beggja. Þetta hefur hins vegar reynzt honum vandasamt eins og vænta mátti. Þetta gekk þó allvel hjá Cart- er framan af kjörtímabilinu. Vance mun þó hafa taliö, aö hlutur hans væri lakari og þvl lýsti hann yfir strax á slöasta ári, aö hann myndi ekki gegna utanrlkisráöherraembættinu lengur en til ársloka 1980. Af þeirri yfirlýsingu hans mátti álykta, aö hann var ekki ánægö- ur i starfinu. Þaö hefur þó ekki oröiö veru- lega ljóst, aö Carter hlustaöi betur á Brzezinski en Vance fyrr en eftir aö prófkjörin komu til sögunnar og allt benti til, aö Reagan yröi frambjóöandi repúblikana. Sá ótti kom þá til sögunnar hjá Carter og ráöu- Brzezinski og Vance nautum hans, aö Reagan gæti náö öllu hægra fylginu frá Cart- er, nema hann tæki upp meiri haröllnustefnu i utanrlkismál- um. Vafalaust hefur þetta átt verulegan þátt I þvi, aö Carter réöist I hiö flfldjarfa fyrirtæki aö reyna aö bjarga glslunum I Teheran á þann hátt, sem al- kunna er oröiö. Reagan haföi aldrei oröaö þaö beint aö gera ætti sllka tilraun, en ummæli hans gátu bent til þess, aö hann ætti eftir aö gagnrýna Carter fyrir aögerðarleysi á þessu sviöi. EINS og málin horfa nú, virö- ist flest benda til þess, að næstu mánuöi muni Carter fylgja svo- kallaöri haröllnustefnu I utan- rlkismálum og hann og Reagan keppa um hvor geti verið harö- ari I horn aö taka bæöi i sam- skiptum viö keppinauta og sam- starfsaöila Bandarikjanna. Þetta getur skapaö viösjár og hættur og oröið vatn á myllu andstæöinga Bandarlkjanna. Framboö Andersons getur oröiö til þess, aö þetta reynist þeim Carter og Reagan ekki eins heppilegt og þeir viröast állta. Anderson fylgir hófsamri utanrlkisstefnu og er ekki fjarri lagi að segja, aö hann llti aö mörgu leyti svipaö á heimsmál- in og Vance, en I þeim hópi er ekki aöeins aö finna marga ó- háöa kjósendur, heldur demó- krata og repúblikana. Svo getur þvi hæglega fariö aö þetta reynist Anderson drjúgt til ávinnings. Þótt haröllnustefnan sé líkleg til aö setja svip sinn á kosninga- baráttuna I Bandarikjunum næstu mánuði, er engan veginn víst, aö hún muni gera þaö eftir kosningarnar. Þaö fer m.a. eftir þvl hvaöa undirtektir hún fær I heiminum yfirleitt. 1 þessu sam bandi er vert að minnast þess, aö Nixon var ákveöinn haröllnu- maöur þangaö tilhann varö for- seti, en enginn forseti Banda- rlkjanna hefur átt meiri þátt I spennuslökun en hann meöan hann sat I Hvita húsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.