Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 2
Liðlega tvítugur karlmaður ældi upp poka með fíkniefnum á lögreglustöðinni á Egilsstöðum aðfaranótt fimmtu- dags. Maðurinn var handtekinn við Menntaskólann á Egilsstöðum en lögreglunni hafði borist kvört- un um ólæti drukkinna manna skammt frá skólanum. Mennirnir gerðu sig líklega til slagsmála og þegar lögregla ætlaði að skakka leikinn brást maðurinn illa við. Hann slasaði lögreglumann í átökunum og var að lokum hand- tekinn og færður á lögreglustöð- ina. „Hann byrjaði að kasta upp fljótlega eftir að hann kom á stöð- ina svo við kölluðum eftir aðstoð læknis,“ segir Óskar Bjartmars, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum. Við frekari uppköst kom í ljós lítill poki með ætluðum fíkniefn- um. Ákvað læknirinn þá að senda manninn með sjúkraflugi til Reykjavíkur enda taldi hann hættu á að fíkniefni sem maður- inn kynni að geyma innvortis yllu honum skaða. Óskar segir efnið sem maður- inn hafði gleypt líkast til amfet- amín. Ekki var um mikið magn að ræða, aðeins nokkur grömm. Hópurinn sem lögreglan hafði afskipti af við skólann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. „Þetta eru fimm aðkomumenn sem hafa haldið til hérna undan- farið og þessum hópi tengjast tvö líkamsárásarmál sem komu upp um síðustu helgi,“ segir Óskar. Maðurinn var nýkominn til Egilsstaða frá Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort hann hafði fíkniefnunin með sér þaðan. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn máls- ins. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlækn- ir á slysa- og bráðamóttöku Land- spítalans, segir að maðurinn hafi ekki verið hætt kominn. Ekki fundust meiri fíkniefni innvortis við komuna til Reykjavíkur og var maðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Lögregluþjónninn sem slasað- ist í átökum við manninn er fing- urbrotinn og með brákað rifbein. Hann verður frá vinnu í að minnsta kosti þrjár vikur. Ældi upp poka sem innihélt fíkniefni Ungur karlmaður var fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í fyrrinótt með fíkniefni innvortis. Lögreglumaður fingurbrotnaði í átökum við manninn. Maðurinn er í gengi sem tengist tveimur líkamsárásum í bænum. Kristján, ertu örviti? Íslensk-danska fríblað- ið Nyhedsavisen er nú orðið vin- sælla meðal danskra lesenda en áskriftarblöðin gömlu, Berlingske Tidende, BT og Ekstra Bladet. Samkvæmt könnun Gallup lásu 391.000 Danir Nyhedsavisen á degi hverjum í síðasta mánuði og er það aukning um 100.000 lesend- ur frá mánuðinum á undan. „Ég er viss um að við verðum stærsta blaðið í Danmörku í lok þessa árs. Við erum eina blaðið sem vex og stækkar,“ segir Gunn- ar Smári Egilsson, forstjóri útgáfusjóðsins Dagsbrún Media. Nyhedsavisen var með 249.000 lesendur í ársbyrjun. Í stærstu borgum og bæjum Danmerkur, Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum, er Nyheds- avisen vinsælast allra blaða. „Það var okkar fyrsta markmið að ná góðri fótfestu á þessum markaði, sem við teljum mikilvægasta markaðinn í Danmörku.“ Fríblöðin 24timer, MetroXpress og Urban mælast með hlutfalls- lega fleiri lesendur á landsvísu og trónir MetroXpress á toppnum með 560.000 lesendur. Gunnar Smári bendir á að tvö þau síðar- nefndu hafi verið gefin út í fimm ár og falli nú í lestri. 24timer hafi einnig hafið göngu sína á undan Nyhedsavisen sem nú saxi smám saman á forskot hinna fríblað- anna. Á landsvísu er Nyhedsavisen með 57,2 prósenta lestraraukn- ingu á árinu, en í þéttbýli er aukn- ingin 37,8 prósent. Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, vill kanna hvort takmarka eigi heimildir iðn- aðarráðherra til eignarnáms vegna jarða sem verða fyrir áhrifum virkjanaframkvæmda. Þetta kom fram í jómfrúrræðu hans á Alþingi í gær. Tekist var á um friðland í Þjórsárverum og verndun Þjórsár á þingfundinum. Auk þess sagði Illugi ríkisá- byrgð á lántöku vegna fram- kvæmda þar sem um er að ræða orkuvinnslu og sölu fyrir einn ein- stakan stóran notanda „í hæsta máta óeðlilega“. Hann nefndi einn- ig að nauðsynlegt væri að leggja mat á verðmæti þeirra vatnsrétt- inda sem eru í eigu ríkisins. Vinstri grænir lögðu fram þings- ályktunartillögu um að fallið verði frá áformum um Norðlingaöldu- veitu og að ekki verið ráðist í nein- ar frekari virkjunarframkvæmdir í Þjórsá. Guðfríður Lilja, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði hvers vegna enn þyrfti að ræða um hvort Þjórs- árver væru óhult. „Hvers vegna kostar það erfiða og linnulausa baráttu að bjarga því sem hver ein- asti Íslendingur á að vera stoltur af að vernda og flagga? Það er dapur- legt að við séum ekki komin lengra en þetta í verðmætamati og sýn á náttúruvernd.“ Kaupréttarsamningar eru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna FL-Group sem hafa hæst laun, í skilningi eftirlaunasamnings Sigurðar Helgasonar við fyrirtækið. Hæstiréttur felldi þennan dóm gær og sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Í eftirlauna- samningi Sigurðar, fyrrverandi forstjóra Flugleiða, eru eftirlaun hans tengd meðallaunum átta launa- hæstu starfsmanna fyrirtækisins. Sigurður krafðist þess að viðurkennt yrði að kaupréttar- samningar væru hluti af útreikn- uðum launum, héraðsdómur sagði nei, en Hæstiréttur sneri dómnum við. Kaupréttur telst hluti af launum 29 ára maður í New York hefur kært framleiðendur heilsudrykks, en hann segir drykkinn hafa valdið holdrisi sem stóð linnulaust í tvö ár. Maðurinn drakk heilsudrykk- inn 5. júní árið 2004. Morguninn eftir vaknaði hann með holdris sem hann gat ekki losnað við. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð til að laga blóðflæðið í getnaðarlimnum og hafði hún tilætluð áhrif. Drykkurinn vítamínbætti heitir Boost Plus og er fram- leiddur af svissneska lyfjafyrir- tækinu Novartis. Maður kærir krónískt holdris EFTA-ríkin og Kanada hafa skrifað undir samkomulag um fríverslunar- samning milli ríkjanna. Þannig lýkur samningaviðræðum sem hófust í Reykjavík vorið 1998 þegar Ísland gegndi formennsku í EFTA. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samkomulag varð um niðurfell- ingu á öllum iðnaðarvörum og ýmsum öðrum vörum sem Ísland framleiðir og flytur út. Í staðinn veitir Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og sambærilegan aðgang fyrir landbúnaðarvörur og frá Evrópu- sambandinu. Fríverslun milli ríkja samþykkt Um fjórtán prósentum barna er ekið til leikskóla í óviðunandi öryggisbúnaði. Af þeim eru um fimm prósent algjör- lega óvarin og þar af leiðandi í lífshættu. Þetta er meðal niður- staðna í árlegri könnun um öryggi barna í bílum sem Landsbjörg gerir ásamt fleirum. Börn þeirra ökumanna sem notuðu ekki bílbelti voru laus í þrettán prósentum tilfella en í aðeins 1,8 prósentum tilfella hjá þeim sem voru í belti. Búnaður 1944 barna var skoðaður. Í umferðarlögum segir að ökumaður beri fulla ábyrgð á því að farþegar undir fimmtán ára aldri noti öryggisbúnað. 14 prósent ekki nægilega varin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.