Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 73
Hljómsveitin Jakobínarína var ekki styrkt af Coca Cola vegna myndbands hennar við lagið This is An Advertisment. Í Fréttablað- inu á dögunum birtist slúður þess efnis að fyrirtækið hefði styrkt strákana en Gunnar Ragnarsson, söngvari, segir það af og frá. Að sögn Gunnars er texti lags- ins þvert á móti ádeila á þær hljómsveitir sem ganga stórfyrir- tækjum á hönd. Kemur þar fram að hljómsveitin væri tilbúin til að breyta nafni sínu í „The Coca Cola Band“ og líklega hefur orðrómur- inn um að Coca Cola sé styrktarað- ilinn farið af stað vegna þess. „Hugmyndin á bak við mynd- bandið er heilaþvottur og þar er gefið í skyn að við séum brúð- ur stórfyrirtækis enda í alveg eins fötum,“ segir Gunnar. „Ef ég myndi selja mig til einhvers fyr- irtækis þá yrði það reyndar Coca Cola því ég hef verið kókfíkill síðan ég var barn,“ bætir hann við í léttum dúr. Deila á kostuð bönd Góður rómur er gerður að hljóm- sveitinni Trabant í viðtali við þá félaga á heimasíðunni Play- Louder.com, en sú fjallar um og rýnir tónlist af ýmsu tagi. Útsend- ari PlayLouder hitti hljómsveitar- meðlimi Trabant að máli er sveit- in var í tónleikaferð á Englandi og tekur hann sérstaklega fram í grein sinni að íslensku strákarn- ir séu þeir hressustu sem hann hefur hitt í langan tíma. „Í dag fara flest viðtöl þannig fram að þú færð 20 mínútur í hótelherbergi með hljómsveit- armeðlimum sem pína sig til að svara í eintómum klisjum. Það gera íslensku pervertarnir í Tra- bant ekki,“ segir meðal annars í greininni. Á meðan á viðtalinu stóð buðu meðlimir Trabant greinarhöfund- inum, Jeremy Allen, upp á drykki og spiluðu við hann pool. Há- punkturinn var hins vegar þegar söngvarinn Ragnar Kjartansson tók sig til dansaði fyrir hann erót- ískan nektardans. Allen var hinn kátasti með til- breytinguna frá hinum hefð- bundnu og þvinguðu „hótelher- bergjaviðtölum“ og vill að sem flestir hagi sér eins og Trabant í viðtölum. Trabant vakti lukku í viðtali Miðasala á tónleika Noruh Jones í Laugardalshöll 2. september hefst á hádegi í dag. Aðeins verður selt í sæti á tónleikana. Í ljósi mikill- ar eftirspurnar í miða má hver og einn aðeins kaupa fjóra miða í hvert sinn. Norah er að fylgja eftir þriðju plötu sinni, Not Too Late, sem kom út í janúar. Fyrsta plata henn- ar, Come Away With Me, vakti heimsathygli þegar hún kom út árið 2003. Fyrir hana fékk hún fimm Grammy-verðlaun, en síðan hefur hún hlotið þrenn til viðbótar. Miðaverð á tónleikana í Höllinni er 6.900 krónur í svæði A og 5.900 í svæði B. Miðasala fer meðal ann- ars fram á midi.is. Eftirspurn eftir Noruh Færeyska tónlistarhátíðin G! verður haldin í sjötta sinn dagana 19. til 21. júlí. Á meðal þeirra sem koma fram eru Teitur, Eivör, Boys in a Band, Gestir, Guillimot frá Bretlandi, Dr. Spock, Pétur Ben og Ultra Mega Technobandið Stefán. Undanfarin tvö ár hefur verið uppselt á G!-hátíðina þar sem fimmtungur færeysku þjóðar- innar kemur saman. Þegar hafa breskir og skandinavískir fjöl- miðlar gefið hátíðinni gaum en umfjöllun í Guardian á dögunum leiddi til þess að pakkaferðir frá Bretlandi hafa verið seldar á G! í fyrsta skipti. Íslendingum hafa nú tækifæri til að kaupa pakkaferð í gegnum www.greengate.fo fyrir 34 þúsund krónur. G! haldin í sjötta sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.