Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 72
Það er heldur rólegra yfir tónleikahaldi í sumar heldur en undanfar- in tvö sumur, en það er samt engin ástæða til að kvarta. Vorið er búið að vera líflegt og framundan eru nokkrir mjög spennandi tónleikar. Þar ber einna hæst komu frönsku snillinganna í Air sem spila í Laugardalshöll 19. júní næstkomandi. Franskt popp var lengi vel ekki sérstaklega hátt skrifað. Fyrir utan einstaka yfirburðamenn eins og Serge Gainsbourg og franska yé-yé poppið frá sjöunda áratugnum sem þótti vera hin fullkomna blanda af kúlheitum og lummuskap þá var ekki mikið í boði. Franskt rokk var að stærstum hluta skelfilegt. Þetta breyttist allt á tíunda áratugnum þegar franskt rapp og rafpopp fór að vekja athygli út fyrir heimahagana. MC Solaar, Daft Punk og Laurent Garnier hækkuðu prófílinn mikið og svo kom Air fram á sjónarsviðið og franskt popp varð eitursvalt. Í dag er fullt af flottri franskri tónlist í gangi. Brot af henni mátti sjá og heyra í Reykjavík á tónleikum á vegum Franska vorsins, Pourquoi pas? Air er sennilega þekktasta franska hljómsveitin í heiminum í dag. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi síðustu mánuði um Evrópu og Norður- Ameríku og ef marka má þá dóma sem ég hef séð þá er þetta frábær tón- leikasveit. Auk þeirra Nicolas Godin og Jean-Benoit Dunckel er hópur hljóðfæraleikara á sviðinu m.a. tveir trommu- leikarar. Jean-Benoit mætir með hljómborða- stæðurnar sínar, þ.á.m. Moog-hljóðgerfil- inn og Wurlitzer-píanóið, en Nicolas spilar á gítar og bassa. Dagskráin samanstend- ur af lögum frá öllum ferlinum. Nokkur lög eru af nýju plötunni, en þeir taka líka smelli eins og Kelly Watch The Stars, La Femme D’Argent, Cherry Blossom Girl og Sexy Boy. Fágað og dáleiðandi segja menn... „Air“ ekki málið að mæta? Frönsk fágun í Höllinni Lagið „Yeah that´s right“ með íslensku hljómsveitinni Úlpu er notað í nýrri alnæmisvarna- auglýsingu sem sýnd er á sjón- varpsstöðinni MTV. Herferð- in kallast Staying Alive og er sjónvarpað um allan heim. „Það voru valdir nokkrir flottir leikstjórar til að gera auglýsingar. Þeir höfðu svo al- gerlega frjálsar hendur fyrir utan að auglýsingarnar áttu að vera grófar og hreyfa við fólki. Ég er búin að horfa á nokkrar og sumar þeirra eru alls ekki fyrir viðkvæma,“ segir Magn- ús Leifur Sveinsson, söngvari Úlpu. Leik- stjórinn sem gerði auglýsinguna þar sem tónlist Úlpu er notuð heitir Ivan Zacharias og er talinn einn af bestu auglýsingaleik- stjórum heims. Hann hefur meðal annars gert auglýsingu fyrir Coca Cola, Levi´s galla- buxnaframleiðandann og fyrir heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu 2006 þar sem David Beckham, Zidane og fleiri léku listir sínar. Ivan þessi var staddur hér á landi síðasta sumar þar sem hann tók upp Vaselín-auglýs- ingu við Mývatn. Líklegt má telja að hann hafi komist í kynni vð tónlist Úlpu í þeirri ferð. Lagið sem notað er í auglýs- ingunni er tekið af síðustu plötu Úlpu, Attempted Flight by Winged Men. Úlpa er að taka upp nýja plötu og stefnt er á að klára hana í sumar áður en Bjarni gítar- leikari verður pabbi. Úlpa gegn alnæmi Fimmta breiðskífa Queens of the Stone Age kemur í verslanir á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteins- son athugaði hvort drottn- ingin sjálf, Josh Homme, sé enn jafn rokkþyrst. Frá upphafi hefur Queens of the Stone Age verið hljómsveit eins manns, Josh Homme, en hann hafði áður verið í hljómsveitinni Kyuss. Homme stofnaði sveitina árið 1997 og á þessum áratug er listinn yfir liðsmenn sveitarinnar orðinn lengri en öll dómsgögnin í Baugsmálinu. Má þar til dæmis nefna Dave Grohl (Nirvana og Foo Fighters), Nick Oliveri (Kyuss), Mike Johnson (Dinosaur Jr.), Billy Gibbons (ZZ Top) og Matt Camer- on (Pearl Jam, Soundgarden og Smashing Pumpkins). Allir þessir hæfileikaríku tónlist- armenn sem Homme hefur fengið til liðs við sig hafa ekki síst skap- að þann góða orðstír sem Drottn- ingar steinaldarinnar státa af. Hvort allur þessi fjöldi sé vegna þess hversu eftirsóknarvert er að fá að spila með sveitinni eða einfaldlega vegna rokkstælanna í Homme verður hér látið liggja milli hluta. Stjörnufansinn á nýju plötunni, Era Vulgaris, er reyndar ekki eins mikill og oft áður. Mark Lanegan mætir aftur á svæðið og fær að fikta við nokkur lög og síðan er söngvari Strokes, Julian Casa- blancas, sérstakur gestur í lag- innu Sick, Sick, Sick. Núverandi meðlimir eru engir aukvisar. Trommarinn Joey Castillo var áður í Danzig en hann og Troy van Leeuwen, sem var áður í A Perf- ect Circle og Failure, hafa verið í sveitinni frá 2002. Nýjustu með- limirnir eru þeir Dean Fertita úr The Raconteurs og Michael Shum- an úr Wires on Fire. Allt eru þetta menn sem Homme treystir fullkomnlega en speking- ar hafa þó reyndar lengi rætt um að Homme og sveitin sem heild hafi aldrei jafnað sig á brott- hvarfi bassaleikarans Nicks Oli- veri en hann hafði sett mikinn svip á hljómsveitina. Ástæðan fyrir brotthvarfi Oliveris sagði Homme í einu útvarpsviðtali að væri sú að Oliveri hefði kynferðislega áreitt kærustuna hans. Homme hefur þó langt í frá grát- ið Björn bónda heldur safnað liði. Síðasta platan, Lullabies to Paralyze, þótti reyndar ekki nógu merkileg og Homme viðurkenndi sjálfur að þar hefði sveitin náð lág- punkti sínum. Era Vulgaris virðist hins vegar ætla að snúa gæfunni Drottningunum í hag. Fyrsta smá- skífa plötunnar, Sick, Sick, Sick, er þrususlagari og sameinar allt það besta í fari sveitarinnar; níðþung riff, harkalega taktfastan trommu- slátt og verulega grípandi laglínu. Songs for the Deaf var æsiakst- ur um eyðimörk Kaliforníu en Era Vulgaris er reið um stræti Holly- wood, „[...] dökk, hörð og rafmögn- uð, eiginlega eins og bygginga- verkamaður,“ sagði Homme í við- tali nýlega. Vægast sagt skondin lýsing en á ágætlega við. Homme hefur eftir sem áður tekist að skapa frábæra rokkplötu enn og aftur sem á þessum síðustu og verstu tímum verður sífellt sjald- gæfari hæfileiki. SMS LEIKUR SENDU SMS JA 2HO Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ STRANGLEGA BÖNNUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.