Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 36

Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 36
hús&heimili hönnun Í SKÓGINUM „Ef við lítum á hönnun í fram- tíðinni sem áhrifavald á sýn okkar á heiminn, tel ég að hún eigi að vera jafn grípandi og spenn- andi og góð bíómynd eða bók. Á sama tíma tjáir hún okkur ekki aðeins hver við erum heldur hvern- ig við myndum vilja að heimur okkar væri,“ segir hollenski hönnuðurinn Tord Boonjte. Hann fór að vekja athygli fyrir nokkrum árum fyrir ævintýralega hönnun sína, þar sem skógurinn og dýrin í skógin- um eru oftar en ekki viðfangsefni hans. GRÆNN: Nærandi og græðandi enda mikið af honum úti í náttúr- unni. Hentar vel á stöðum sem við viljum tengja við hlýju, umhyggju og sköpun. Til dæmis í barnaher- bergi eða á vinnustofunni. BLÁR: Tengist andlegum málefn- um. Þykir róandi og gæti hentað í herbergjum þar sem ætlunin er að fólk slaki á, til dæmis í svefnher- bergjum. GULUR: Bjartsýni, jákvæðni og léttleiki einkennir gula litinn. Varla að undra þar sem sólin er gul. Sumir segja gula litinn örva heilastarfsemina og gæti því litur- inn hentað vel á skrifstofunni eða í öðru vinnuumhverfi. RAUÐUR: Hlýr litur sem getur gefið aukna orku. Þá telja ein- hverjir að hann auki adrenalín- flæði og hækki líkamshita auk þess sem hann stuðlar að rómant- ísku andrúmslofti. APPELSÍNUGULUR: Litur lífs- gleðinnar, tilfinninga og ham- ingju. Hann þykir lyfta andanum og ætti því að vera góður í baráttu við þunglyndi og þreytu. Heimilið skiptir litum Litaval ræður miklu um hvernig andrúmsloft myndast í híbýlum manna. Ófáar kenningar eru til um áhrif lita á skap fólks. Litasálfræðin er margslungin og reyndar til í mörgum útfærslum. Hér eru nokkrar vinsælar staðhæfingar um liti inni á heimilum. Græni liturinn er nærandi og græðandi. 14. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.