Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 14.07.2007, Qupperneq 60
David og Victoria Beckham fengu móttökur á borð við þjóðhöfðingja þegar þau mættu til Los Angeles í gærmorgun þar sem nú hefst nýr kafli í þeirra lífi. Sannkallað Beckham-æði ríkir nú í Bandaríkjunum og mættu þúsund- ir trylltra aðdáenda á flugvöllinn til að reyna að bera þau augum. Skyggni aðdáenda var hins vegar takmarkað enda höfðu hundruð blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna tekið sér stöðu fyrir framan þá til að ná öllum her- legheitunum á filmu. „Þetta er stærsta samkoma fjölmiðla sem verið hefur í Bandaríkjunum frá því 11. september,“ sagði einn skipuleggjandanna á flugvellinum. Sannkallað fjölmiðlafár ríkti á flugvellinum og mátti litlu muna að upp úr syði. Fjölmiðlamennirnir nánast slógust um bestu staðsetn- ingarnar á þeim 50 metra stíg sem vitað var að Beckham-hjónin myndu ganga úr flugstöðinni og inn í bifreið sem beið þeirra. David og Victoria voru hin almennileg- ustu þegar þau loksins komu úr flugstöðinni og brostu og veifuðu til myndavélanna. Öskur aðdáend- anna heyrðust í fjarska. „Hann er fallegur og hann er besti fótbolta- maður í heimi. Ég elska hann,“ var haft eftir Dionne, 15 ára stúlku sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir því að sjá Beckham með eigin augum. Kanadískir vísindamenn klóra sér í hausnum þessa dagana yfir kanadískum veðhlaupa- hundi, Wendy, sem sker sig heldur betur frá öðrum af sinni tegund. Wendy fæddist með genetískan galla sem veldur því að vöðvar hennar eru tvöfalt og jafnvel þrefalt stærri og sterkari en í venjulegum veðhlaupahundi og hefur hún nú fengið gælunafnið „Hulk“ á heim- ili sínu, með skírskotun í græna vöðvabúntið sem flestir unnendur teiknimyndasagna ættu að kannast við. „Fólki dettur helst Arnold Schwarzenegger í hug þegar það sér hana,“ segir eigandinn Ingrid Hansen. Hún segir hundinn sinn ljúfan sem lamb í umgengni og að hann geri sér enga grein fyrir kröftunum sem hann hefur fram yfir kollega sína. „En hún er hamingjusöm og það er það eina sem skiptir máli.“ Wendy er helmingi þyngri en „eðlilegur“ veðhlaupahundur og hafa vísindamenn gert á henni alls kyns rannsóknir til að finna út hvaða genagalli það er sem veldur þessum vöðvum Wendyar. Enn sem komið er hefur engin hald- bær skýring komið fram, en þó er ljóst að kraftarnir taka sinn toll og mun hún ekki lifa eins lengi og aðrir hundar af sinni tegund. Föðurhlutverkið draumahlutverkið Orlando Bloom neitar því að hann ætli að fækka fötum í nýju hlutverki hans á leiksviði. Bloom stígur fyrstu skref sín á West End síðar í mánuðinum. Hann segir þó ekkert hæft í því að hann ætli að feta í fótspor Daniels Radcliffe og fara úr öllu á sviðinu. „Ég hef heyrt að fólk telji að ég verði nakinn þarna. En þeir sem hafa lesið handritið sjá að það er hvergi neitt tækifæri til þess. Þetta er út í hött,“ segir hinn þrítugi Bloom. Leikritið sem um ræðir heitir In Celebration og er eftir David Storey. Ástæða þess að Bloom ákvað að reyna sig á sviði er sú að hann vill láta taka sig alvarlega sem leikara. „Mér fannst ég vera orðinn hálf tómur, ég er búinn að vera að leika í Pirates of the Caribbean síðan ég var 25 ára.“ Vill ekki fækka fötum Leikkonan Elisha Cuthbert er spennt fyrir því að gerð verði kvikmynd upp úr sjónvarps- þáttunum 24 að því tilskildu að persóna hennar verði meira áberandi en í þáttunum. Cuthbert leikur Kim Bauer, dóttur aðalpersónunnar Jacks Bauer sem Kiefer Sutherland leikur. „Það er klárlega tilefni til að gera mynd. Það veltur þó á því hvort Kiefer þoli það! Greyið maðurinn er vera útkeyrður í hlutverki Jacks árum saman. Ég væri alveg til í að leika Kim í bíómynd en hún þyrfti að vera í stærra hlutverki en hún hefur verið,“ segir leikkonan kanadíska. 24 verði að kvikmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.