Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 12. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Atorka 2,7% 43,0% Bakkavör -2,7% 3,5% Exista -6,0% 41,8% FL Group -4,0% -2,2% Glitnir -1,6% 19,5% Eimskipafélagið -2,7% 23,1% Icelandair -4,4% -4,7% Kaupþing -4,9% 30,3% Landsbankinn -4,8% 50,2% Straumur -5,1% 11,8% Teymi -1,9% 11,6% Össur -3,7% -8,8% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Allt kapp er lagt á að ljúka viðræðum LME, Candover og Stork áður en út renn- ur framlenging á yfir- tökutilboði Candover í Stork eftir tæpa viku. Gengi bréfa hol- lensku iðnsamstæð- unnar Stork hefur verið milli 46 og 47 evra frá því Candover framlengdi tilboðið 18. þessa mánað- ar. Erlendir sérfræðingar segja styðja við verðið að Stork útiloki ekki lengur að selja Stork Food Systems frá samstæðunni, en svo nefnist matvælavinnsluvélahluti félagsins. Tilboð Candover var framlengt að fengnu samþykki LME eigna- haldsfélags Eyris In- vest, Landsbankans og Marel Food Syst- ems. LME, sem á nú yfir 43 prósenta hlut í Stork-samstæðunni, kvaðst ekki mundu samþykkja yfirtöku- boð Candover og hefur þrýst á um yfir- töku Marels á Food Systems hluta Stork. Viðræður LME, Stork og Candover standa enn yfir, en samkvæmt heimild- um sem standa félögunum nærri er ferlið flókið og óvíst að við- ræðum ljúki á þessari viku sem eftir er af framlengingartíma yfirtökutilboðsins. Heimilt er að framlengja einu sinni til viðbótar og þá um hálfan mánuð. - óká Flóknar viðræður í gangi Tekist á um matvælavinnsluvélahluta Stork. Jón Skaftason skrifar Greiningardeildir bankanna sjá ekki ástæðu til að endurskoða spár sínar um afkomu á hlutabréfa- markaði þrátt fyrir miklar sveiflur undanfarnar sex vikur og óróa á alþjóðamörkuðum. Bankarnir spáðu því að úrvalsvísitalan myndi enda árið í ár á bilinu 8.500 til 9.300 stigum. Vísi- talan stendur nú í um 7.960 stigum, og á því sam- kvæmt bjartsýnustu spám um sautján prósenta hækkun inni fram að áramótum. Greining Glitnis spáði fjörutíu og fimm prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og að lokagildið yrði kringum 9.300, en árshækkun úrvalsvísitölunnar nemur nú um tuttugu og fjórum prósentum. Jónas Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni, segir enn ekki ástæðu til að endurskoða þá spá greiningar en bendir á að í byrjun næsta mánaðar verði gefin út endurskoðuð afkomuspá. „Markaðurinn er óút- reiknanlegur þessa dagana því sveiflurnar eru svo rosalegar. Einn daginn er allt að fara til helvítis, en þann næsta er allt í himnalagi og mikil bjartsýni. Ég hef enn ekkert séð í rekstri félaganna sem ætti að fá okkur til að breyta spánni í flýti.“ Kaupþing spáir því að árslokagildi úrvalsvísitöl- unnar verði um 8.500 stig. Haraldur Yngvi Péturs- son, sérfræðingur í greiningardeild, segir bankann standa keikan við þá spá, enda hafi ekkert í und- irliggjandi rekstri félaga kauphallarinnar breyst, þrátt fyrir óróa á alþjóðamörkuðum. „Við sjáum ekki að tímabært sé að breyta okkar spá. Það er langt eftir af árinu enn þá, þannig að ég sé ekki að nokkur ástæða sé til að fara á taugum.“ Landsbankinn fór bil beggja í sinni spá um þrjá- tíu og sjö prósenta hækkun á árinu og að úrvals- vísitalan myndi enda í 8.750 stigum. Karl Kári Más- son, sérfræðingur í greiningardeild, segir enn ekki ástæðu til að endurskoða spá bankans um þróun á hlutabréfamarkaði. „Ef áframhaldandi órói verður á erlendum mörkuðum kann að verða óhjákvæmi- legt að endurskoða þessa spá okkar. Óróa á alþjóða- mörkuðum fylgir gjarnan veiking krónunnar og þá hefur hlutabréfamarkaðurinn oft fylgt í kjölfarið.“ Bankarnir standa keikir við sitt Samkvæmt spá greiningardeilda bankanna á úrvalsvísitalan allt að sautján prósenta hækkun inni fram að áramótum. Ekki er talin ástæða til endurskoðunar þrátt fyrir óróa undanfarið. Halda á stórsýninguna Verk og vit í annað sinn dagana 17. til 20. apríl 2008 í Laugardalshöll- inni. Síðast var sama sýning hald- in í mars 2006, en síðasta vor var jafnframt sýningin Tækni og vit. Upphaflega átti Verk og vit að vera þriðja hvert ár, en undirtekt- ir í viðhorfskönnun þóttu gefa til- efni til að vera fyrr á ferðinni. Í tilkynningu kemur fram að undirbúningur sé í fullum gangi og þegar búið að bóka yfir 40 pró- sent sýningarsvæðisins. Nánari upplýsingar eru á www.verkog- vit.is. - óká Verk og vit í annað sinn Straumur-Burðarás fjárfesting- arbanki gengur nú í daglegu tali undir nafninu Straumur. Burðar- ás hefur verið fjarlægt úr merki bankans sem meðal annars prýðir allt kynningarefni sem frá honum kemur. Lagalega er heiti félagsins þó enn Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki. Jóhanna Vigdís Guðmunds- dóttir, forstöðumaður sam- skiptasviðs Straums, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um formlega nafnabreytingu. Slík breyting þurfi að fara fram á hluthafafundi sem næst verði haldinn í mars. „Það stendur ekki til að kalla til hluthafafundar vegna þessa. Markaðurinn hefur iðulega vísað til Straums en ekki Straums-Burðaráss í daglegu tali. Við erum með þessu að laga okkur að því,“ segir Jóhanna. Alls er óvíst að nafnið Straumur muni fylgja bankan- um um ókomna tíð. Á mánudag- inn var ný framtíðarsýn fyrir næstu þrjú árin kynnt. Þar kom meðal annars fram að árið 2010 muni bankinn starfa undir einu og sama vörumerkinu á öllum mörkuðum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort það vörumerki verði Straumur eða hvort bankinn fái annað nafn. - hhs Straumur kastar Burðarási Ísland kemur illa út úr alþjóðleg- um samanburði á frelsi til alþjóða- viðskipta. Skýrsla Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi í heim- inum, samstarfsverkefni sjálf- stæðra rannsóknar- og fræðslu- stofnana, sýnir að Ísland er í 109. sæti af 141. Þar situr Ísland með löndum á borð við Pakistan, Mar- okkó og Úganda. Birgir Tjörvi Pétursson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efna- hagsmál, segir flókna og of háa tolla og innflutningshöft, einkum í landbúnaðarmálum, draga Ís- land niður. „Á sama tíma og mikl- ar efnahagslegar umbætur hafa orðið á Íslandi hefur verið van- rækt að gera hér raunverulegar umbætur á þessu sviði. Við höfum fallið niður listann ár eftir ár. Árið 2004 vorum við í 87. sæti og því 77. árið 2003.“ Hluti af skýringunni á falli Ís- lands er að önnur lönd hafa bætt sig. Allt skrifast þó ekki á það. Einkunn Íslands lækkaði úr 6,4 í 5,8. Það gefur til kynna að Ísland standi sig verr ár frá ári. Birgir Tjörvi segir flækjustigið heldur verða meira en minna með árun- um. „Við erum að nýta verðmætar auðlindir á óhagkvæman hátt og stuðla að sóun í hagkerfinu. Með því drögum við úr möguleikum landsmanna á fjölbreyttu vöru- úrvali.“ Ísland kemur líka illa út úr möguleikum á erlendum fjárfest- ingum hér á landi og er þar í sjö- tugasta sæti. - hhs Lítið frelsi á Íslandi Leiðréttur launamunur kynjanna er heldur að aukast en hitt. Nú mælist hann 8,8 prósent en var 7,6 prósent árið 2005 og 6,8 prósent árið 2003. Þetta á við launamun leiðréttan með tilliti til vinnu- framlags, menntunar, starfs, at- vinnugreinar, aldurs, vinnufram- lags, mannaforráða og starfsald- urs. Þetta sýnir ný kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga sem gerð var meðal rúmlega tvö þúsund viðskipta- og hagfræð- inga. Þröstur Olaf Sigurjónsson, for- maður Félags viðskipta- og hag- fræðinga, segir skýringuna að konur setji fram lægri kröfur en karlar. „Rannsóknir sýna að konur eru ekki síðri samningamenn en karlar. Ekki fyrr en kemur að því að semja fyrir sjálfs síns hönd. Þá biðja þær um minna.“ Miðgildi heildarlaunatekna við- skipta- og hagfræðinga er 520 þúsund krónur á mánuði og hefur hækkað um þrettán prósent frá árinu 2005. Miðgildi tekna karla er 586 þúsund krónur á mánuði en kvenna 450 þúsund. - hhs Launamunur kynjanna eykst

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.