Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 Ú T T E K T STÖÐUGLEIKI NAUÐSYN Lárus tók við af Bjarna Ármannssyni, sem var samofinn ímynd bankans og hafði sterka nærveru innan bankans. Lárus þekkti bankann vel frá fyrri tíð og segir að sér hafi verið afar vel tekið. Hann var hjá FBA sem sameinaðist bankanum, en hélt síðan til þess verkefnis að byggja upp starfsemi Landsbankans í London. „Það er margt til í því að það henti okkur Íslend- ingum vel að byggja upp, Við erum dálítið góð í því. Það sem er spennandi hér er að við þurfum að samþætta, reka og skapa meiri framlegð af því sem við erum að gera. Það finnst mér skemmtileg ögrun. Glitnir hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að verða alþjóðlegur banki með því að byggja upp framkvæmdastjórn með fólki frá ýmsum löndum. Það er auðvitað flóknara að vinna með fólki með ólíkan bakgrunn og reynsluheim, en það er klár- lega mikill styrkleiki í því verkefni sem er fram undan.“ Á örfáum árum hafa Íslendingar eign- ast handfylli fyrirtækja sem eru vel sýni- leg í alþjóðlegu samhengi. Næstu skref á þeirri braut eru að verða ljós með yfirlýs- ingum um uppgjör í evrum og skráningu hlutabréfa í sömu mynt. „Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til þessa í stjórn bankans. Það hefur hins vegar komið fram í þessari umræðu að vandamálið á Íslandi er ekki aðallega myntin, heldur vextirnir og það vandamál sem við erum komin í þar með vaxtamun og styrk krónunnar. Hvort kemur á undan eggið eða hænan í þeirri umræðu má sjálfsagt deila um. Áður en við tökum stærri skref í því tel ég að við þurfum að ná vöxtunum niður til að við höfum raunverulegt val um aðrar myntir. Þegar við horfum lengra og til landa eins og Írlands er erfitt að sjá að við náum til framtíðar alvöru atvinnuuppbyggingu svo sem í þekkingariðnaði án þess að vera með stærri mynt. Ef maður horfir langt fram sér maður ekki annað nema það gerist að krónan verði mun stöðugri en hún hefur verið og sé í raun talin sem evra.“ Hann bætir við að sveiflurnar feli í sér sóun sem einhver verði að borga. SÉRÍSLENSKT BURT Lárus segir margt hafa færst í rétta átt í endurbótum í Kauphöll og á fleiri sviðum. „Til að fyrirtækin hafi mögu- leika á að þróa sig áfram og verða alþjóð- leg þurfum við að taka það út sem er sér- íslenskt í umhverfinu. Heimurinn breyt- ist hratt og ef við ætlum að vera með í alþjóðaviðskiptum verðum að taka burt séríslensk fyrirbæri; verðtryggingu, sér- íslensk lög, Íbúðalánasjóð og fleira. Lykil- markmiðið er að ná stöðugleika og síðan að fá inn erlent fjármagn til alvöru atvinnu- uppbyggingar. Ekki bara vaxtamunafjár- festa sem vilja komast í háu vextina okkar eða eingöngu í stóriðjuna. Ef við ætlum að halda í stór fyrirtæki þurfa þau lík- lega að skrá sig í erlendri mynt, sem er í fínu lagi svo lengi sem þau hafa höfuð- stöðvarnar hér. Ef okkur tekst ekki að fá erlent fjármagn til að byggja fyrirtækin okkar upp verður erfitt að halda höfuð- stöðvunum í landinu. Ef við getum ekki notað hlutabréfin til greiðslu í kaupum á fyrirtækjum getum við ekki haldið áfram að vaxa. Það er ákjósanlegt að efla þekk- ingariðnað á Íslandi. Bankar geta stækk- að eins mikið og þeir fá fjármagn til og vaxtarmöguleikarnir takmarkast við það. Vandinn hefur ekki verið að finna þeim verkefni.“ Myntin hefur verið langstærsta hindr- unin. „Ég hef reynt að selja íslensk hluta- bréf erlendis. Flækjustigið með krónuna fælir fjárfestana frá jafnvel þótt þeim lít- ist vel á fjárfestingarkostinn. Þetta eru vandamálin sem við verðum að leysa ef við ætlum að bjóða börnunum okkar upp á vellaunuð störf í greinum sem krefjast þekkingar. Hitt sem skiptir framtíð okkar mestu er menntamálin og að byggja upp þekkingarkjarna utan um svið eins og fjár- málageirann, orkumálin og fleira þar sem við höfum skapað okkur sérstöðu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.