Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 1
Eyjamenn selja | Glitnir hefur keypt tæplega fjörutíu prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) af félögum Guðbjargar M. Matthíasdóttur og hjónanna Sig- ríðar E. Zoëga og Geirs G. Zoëga auk tengdra aðila. Vilja sameinast | Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Spari- sjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda ætla að leggja til á fundi stofnfjáreigenda í nóvember að sjóðirnir samein- ist. Met slegið | Velta með hlutabréf í Glitni er orðin meiri það sem af er ári en heildarvelta í Kauphöll árið 2002. Kauphöllin miðar við að ársvelta félags samsvari markaðs- virði þess. Vilja evru | Lagt verður fyrir stjórnarfund Kaupþings í næsta mánuði að hlutafé bankans verði skráð í evrum. Þá verður einnig lagt til að bækur bankans verði gerðar upp í evrum. Alfesca líka | Tillaga um að skrá hlutafé Alfesca í evrum og að auka hlutafé um allt að 1,7 millj- arða hluta liggur fyrir aðalfundi Alfesca sem verður haldinn mánu- daginn 24. september næstkom- andi. Fáránleg hugmynd | Á vaxta- ákvörðunarfundi Seðlabankans, þar sem kynnt var sú ákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum, sagði seðlabanka- stjóri einhliða upptöku evrunnar „fáránlega hugmynd“. Fimmta stoðin | Stjórnendur Al- fesca stefna að því að ljúka kaupum á breska fyrirtækinu Oscar Mayer fyrir áramót. Með kaupunum á fé- laginu yrði fimmta stoðin reist undir starfsemi Alfesca með til- búnum réttum. Framtíðarsýn Straums Háleit markmið 14 Íslensk flugmiðlun ehf. Í skörpu flugtaki 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Lárus Welding Kominn með keflið 8-9 Vanskil eru í sögulegu lágmarki samkvæmt nýju yfirliti Fjár- málaeftirlitsins (FME). Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri FME, segir þau vanskilahlutföll sem nú sjást vera þau lægstu á tímabilinu sem yfirlitið nær yfir, en það eru rúm sex ár. Ragnar áréttar þó að þótt hlutfall vanskila sé nú í sögu- legu lágmarki beri að athuga að aukning útlána á undanförnum misserum kunni að koma fram í auknum vanskilum síðar. „Í því sambandi er rétt að benda á að þátttaka innlánsstofnana í fasteignalánum frá og með seinni hluta ársins 2004 kann að hafa haft áhrif á þróun vanskila sem sýnd er á yfirlitinu, einkum vanskilahlutfall einstaklinga,“ segir hann. Hlutfall vanskila af útlánum í lok annars ársfjórðungs þessa árs er tæplega 0,6 prósent, sam- anborið við 0,7 prósent í lok fyrsta fjórðungs og rúmlega 0,5 prósenta í lok árs 2006. „Frá árslokum 2005 hefur hlutfall- ið verið á bilinu 0,5 til 0,7 pró- sent, sem eru lægstu vanskila- hlutföll sem sést hafa á því rúm- lega 6 ára tímabili sem yfirlitið nær yfir,“ segir í frétt Fjármála- eftirlitsins. Tölurnar sem FME hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miða við lok júní í ár og borið saman við næstu ársfjórðunga á undan. Horft er til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil og því ekki dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Fram kemur í tölum FME að vanskilahlutfall fyrirtækja hafi verið 0,5 prósent um mitt þetta ár, en það sé óbreytt samanborið við árslok 2006. „Vanskilahlut- föll fyrirtækja miðað við eins og tveggja ára tímatöf eru 0,6 pró- sent og 1,0 prósent og eru þau lægstu sem yfirlitið sýnir.“ Þá var hlutfall vanskila einstakl- inga 0,8 prósent í lok annars árs- fjórðungs 2007 og er það nán- ast óbreytt hlutfall frá lokum tveggja næstu ársfjórðunga á undan. Fram kemur að vanskila- hlutföll einstaklinga miðað við eins og tveggja ára tímatöf séu 0,9 prósent og 1,4 prósent og séu líkt og með fyrirtæki þau lægstu sem yfirlit eftirlitsins sýnir. Vanskil eru í sögulegu lágmarki FME segir útlánaaukningu síðustu missera kunna að vera ávísun á vanskil síðar. G O TT F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 4,2%* DKK 4,4%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,7%* GBP 6,5%*ISK14,4%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,4%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007. www.trackwell .com Flotaeftirlit – tækjanotkun og aksturslagsgreining FORÐASTÝRING „Fjármálaafurðir og áhættustýr- ing eru gríðarlega flókin fyrir- bæri sem fáir skilja. Því verð- ur að fylgjast vel með svo þau séu ekki misnotuð,“ segir Nick Leeson, verðbréfamiðlar- inn fyrrverandi sem þekktastur er fyrir að gera breska Barings-bankann gjald- þrota fyrir tólf árum. Leeson segir í viðtali við Mark- aðinn í dag að stjórnendur og endur- skoðendur bankans hefðu með virku eftirliti getað komið í veg fyrir misnotkun hans á fjármun- um bankans í afar áhættusömum gjaldeyrisviðskiptum sem leiddu til gjaldþrotsins. - jab / sjá síðu 12 Varist vítin Norræni fjárfestingabankinn tilkynnti í gær um krónubréfa- útgáfu að nafnvirði fimm millj- arðar króna. Bréfin falla í flokk krónubréfa sem koma á gjald- daga í september 2008. Það sem af er september hafa krónubréf að andvirði 22,5 millj- arðar króna fallið á gjalddaga. Hinn 20. september næstkom- andi falla sextíu milljarðar á gjalddaga. Útistandandi krónubréf nema nú um 423 milljörðum króna að nafnvirði. - jsk Ekkert lát á krónubréfaútgáfu Jón Skaftason skrifar Forsvarsmenn Símans kunna að fara fram á undan- þágu frá samkomulagi sínu við einkavæðingar- nefnd þess efnis að skrá Símann á hlutabréfa- markað fyrir áramót, verði aðstæður á markaði óheppilegar. „Það getur ekki verið tilgangur rík- isins að selja bréf á lágu verði. Samkomulagið er gert með það í huga að markaðsaðstæður verði eðlilegar og nú er það okkar að fylgjast með því,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Síminn var einkavæddur sumarið 2005 og var kaupverðið 66,7 milljarðar króna. Kaupandi var eignarhaldsfélagið Skipti, þar sem Exista fer með fjörutíu og fimm prósenta eignarhlut og Kaupþing með þrjátíu prósent. Í kaupsamningnum er ákvæði þess efnis að kaupendum beri að skrá félagið á hlutabréfamarkað eigi síðar en í árslok 2007. Brynjólfur Bjarnason segir undirbúning skrán- ingarinnar á lokastigi og raunar sé einungis leitað heppilegrar tímasetningar, enda séu skráningar- lýsing og nauðsynleg gögn nánast tilbúin. „Það er allt klárt. Nú erum við bara að fylgjast með mark- aðnum sem hefur verið fremur órólegur undan- farið. Við höfum verið að fara í gegnum þetta og höfum velt fyrir okkur ýmsum dögum. Auðvitað reynum við að standa við samkomulagið og gera þetta fyrir áramót, en það verður bara að koma í ljós.“ Mikill óróleiki hefur verið á hlutabréfamörkuð- um undanfarnar vikur í kjölfar fregna á vanskil- um á annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkj- unum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað og lækkað á víxl og stendur nú í rúmum 7.900 stigum eftir að hafa hæst farið í 9.016 stig í júlí síðastliðnum. Greiningardeildir bankanna hafa þó ekki vikið frá spám sínum og telja vísitöluna eiga talsverða hækkun inni fram að áramótum. Síminn hefur á árinu ráðist í kaup á tveimur er- lendum félögum; danska símafélaginu Business Phone Group og hinu breska Aerofone. Félagið er langstærsta óskráða eign Existu og er bókfært virði eignarhlutarins 13,5 milljarðar króna. Skráningu Símans kann að verða frestað Hugsanlegt er að Síminn fari fram á undanþágu frá sam- komulagi við ríkið um að skrá félagið á markað fyrir ára- mót. Forstjóri félagsins segir aðeins leitað dagsetningar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.