Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. febrúar 1981 - frumsýnd að Brúarlundi þann 1. mars Sunnudaginn 1. mars n.k. verð- ur frumsýnd að Brúarlundi. i Landsveit heimildarkvikmynd um smölun á Landmannaafrétti. Kvikmynd þessi, sem ber nafnið Landmannaleitir, er gerð að til- hlutan Land- og Holtahrepps i samvinnu við sjónvarpið og hófst myndatakan i fjallferð haustið 1976. Við kvikmyndunina var svo unnið tvö næstuhaust og siðan við hljóðupptöku og hefur Guðlaugur Tryggvi Karlsson annast hvort tveggja. Kvikmyndin er um hálfs annars tíma löng, en sjónvarpið hefur látið gera styttri útgáfu, um 40 minútna langa, og er sú mynd til- búin tíl hljóðsetningar nú. Kvik- myndastjóri er Þrándur Thor- oddsen. t heimildarmynd þessari er fylgst með smölunum, þar sem þeir leggja af stað úr byggð með hestana og þangað til safnið er réttað eftir viku i Landréttum. Milli 20 og 30 manns taka þátt i smöluninni og eru þeir með 50 til 60 hesta. Farið er á fyrsta degi inni Land- mannalaugar, en að morgni næsta dags er skipt niöur i leitir. Leitað er Landmannalaugasvæö- ið allt, þ.e. Jökulgilið, Kýlingar, Vondugil og Torfajökulssvæðið. Eftir þriggja daga smölun er haldið að Landmannahelli og Reykjadalir, Mógilshöfðar og Loðmundur smalaðir, ásamt svæðinu sunnan Tungnár. Eftir tvo daga viö Landmanna- helli er farið meö safnið niður I Sölvahraun og Suðleysur og Vala- fell smalað ásamt svæðinu austan Heklu. A sjöunda degi er féð rekið yfir vikrana niður með Þjórsá austanverðri i Landréttir. Myndin sýnir smölunina á hverju þessara svæða, oft i mis- jöfnum veörum, en einnig er reynt að láta hið fagra landslag njóta sin sem best. Smölunum er fylgt eftir yfir fljót hraun og sanda, uppá fjöll og jökla og alla leið inni ishella. Allsstaðar getur féð leynst. Litadýrö er mikil á þessu svæði og gróður fagur, en svo sem kunnugt er fór hluti afréttarins undirgjallog ösku i Heklugosinu i sumar. Myndinni lýkur svo I Landrétt- um og á ýmsum bæjum sveitar- innar, þar sem heimilisfólkið ger- ir sé dagamun, þegar féð er heimt af fjalli. Jafnframt þeirri almennu þjóð- lifslýsingu sem þessari mynd er ætlað aö vera, er myndin einnig heimild um atvinnuhætti, sem senn geta heyrt sögunni til. At- vinnuhættir þjóðarinnar breytast stööugt, jafnvel þeir, sem hún hefur stundað og lifað á i aldarað- ir. 1 tilefni þessarar frum- sýningar, sem hefst kl. hálf niu, veröur hdf f Brúarlundi að lokinni sýningu. Þar geta Land- og Holta- menn minnst sinna „léttu spora” á fjalli, ásamt þeim, sem að- komnir eru. Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. mun Signý Sæmundsdóttir, söngkona syngja nokkur lög við undirleik Onnu Magnúsdóttur. Heimíldarmynd um Land- mannaleitir Guðlaugur Tryggvi Karlsson Signý Sæmundsdóttir Sýningarsalur á Akureyri | Áskorun tíl bæjarstjórnar Undirritaðir listamenn telja, að það sé skaði að þvi, að ekki skuli vera lengur sýningarsalur á Akureyri, og á það ekki viö um Akureyringa eina heldur landiö allt. Trúlega mun enginn mæla þvi i' mót, að hið fjöruga sýningahald undanfarinna ára hafi auðgað menningarlif Akureyrar og að það sé sjónar- sviptir að þvi, að slikt skuli af lagt. íhlaupastaðir eins og skólar eða önnur hús, sem not- ast má við, munu aldrei gera sama gagn og sýningarsalur með öllu þvi tífi, er honum fylg- ir. Framtak og áhugi Akureyr- inga var fordæmi, sem fyrr eða siöar mundi skila sér til annarra staða, enda þegar komnar vis- bendingar þar um. t.d. á Isa- firði. Skorum við á Akureyringa að ihuga þetta mál gaumgæfilega þannig að ekki miði afturábak i menningarlifi, sem var komið á svo góöan rekspöl. J. Þorláksson & Norðmann hf. jQMi Ármúla 40 sími: 83833 Pósthólf 529 Reykjavík MJÖG HAGSTÆTT VERD - GREIÐSLUSKILMÁLAR Myson blásarar eru framleiddir til notkun- ar á hitaveitu og miöstöövarkerfi. Varmaafköst frá 5.160—17.600 kCal/h viö T = 40. Allar stæröir eru fáanlegar eins eöa þriggja fasa. Meö eins fasa blásurum er fáanlegur hraöastillir frá 940 sn/mín — O. MYSOJV HITABLÁSARAR Afkastamikill hitagjafi auðveld uppsetning fjórar stærðir Myson hitablásarar eru kjörnir fyrir fisk- vinnslustöövar, verksmiöjur, vörugeymsl- ur, verkstæöi og annaö atvinnuhúsnæöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.