Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 10
10 tniliii'ií Miðvikudagur 18. febrúar 1981 Langtímaáætlun um vegager Með þessari tillögu er ætlunin að taka enn eitt allstórt skref til þess að bæta gerð vegaáætlana. Ég minni á það að meðal merkari nýjunga I vegalögum þeim sem nú gilda frá 30. des. 1963, nr. 71, var ákvæði um vegáætlun. í stað þess að fjárveitingar til vega- gerða voru veittar áður frá ári til árs á fjárlögum eins og til ann- arra þarfa rikisvaldsins og þjóðarinnar var ákveðið að gera áætlun til fjögurra ára i senn yfir allar framkvæmdir i vegagerð. Þetta ákvæði var til stórbóta og er eins og menn vita i gildi enn. Siðan hefur orðið ljóst að þörf er á framkvæmdaáætlun til lengri tima. Nauðsynlegt er að gera sér hundraöshluta af þjóðarfram- leiðslu sem sýnist vera nokkuð eðlilegur mælikvarði. Það er ekki óeðlilegt að þjóðin leggi meira til þess mikilvæga málaflokks þegar þjóðarframleiðslan eykst. Við lestur á þessu súlnariti kemur i ljós að sem hundraðshluti af þjóðarframleiðslu var lagt til vegamála 1.71% 1970, 1971 jókst þetta i 2.27% 1972 i 2.36% og er það langhæsta hlutfall, sem varið hefur verið til vegamála á þess- um árum. 1976 sigur það aftur i 1.81%, 1977 i 1.66, 1979 i 1.64 og 1980 hækkar það að nýju i 1.92%. Meðaltal þessara ára verður 1.88% þjóðarframleiðslunnar. Ég hygg, að öllum muni vera það fyrir þvi að koma vegum upp úr snjó svo sem unnt er. Ekki er kveðið sterkara að orði þvi aö sjálfsögðu eru þeir vegarkaflar til, sem slikt má heita nánast óframkvæmanlegt á afskekktum stöðum. Þó þykir rétt að ákveða slikt sem meginmarkmið og ekki að ástæðulausu Fskj. nr. 2 sýnir hvernig ýmsir fjallvegir voru lokaðir vegna snjóa árið 1979. Þar kemur i ljós að t.d. Þorska- fjarðarheiði var lokuð 220 daga samtals, Lágheiði 218 og reyndar Axarfjarðarheiði i 275 daga. Mjög algeng lokun er 100, 150 og upp i 200 daga. Er allt upp i 60% og jafnvel 75% af timanum lokað vegna snjóa. Þetta er að sjálf- F j árhagslegar forsendur Steingrimur Hermannsson, samgönguráöherra Ég kem þá að þvi sem ég vil kalla fjárhagslegar forsendur þessarar áætlunar. Ég rakti áðan hvernig sveiflur hafa orðið i fjár- magni til vegamála i gegnum ár- in. Ég nefndi að meðalframlag undanfarin ár er 1.88% þjóðar- framleiðslunnar. Ég gerði einnig grein fyrir þvi að eðlilegt sýnist að miða við þjóðarframleiðsluna. 1 þessari till. er lagt til, að sem grunntala verði ákveðið að leggja 2% þjóðarframleiðslunnar til vegamála. Þetta mundi jafngilda Nýtt og skipulegt að bæta vegake Framsaga Steingríms Hermannsso ljóst, hversu stórt átak það er að koma vegakerfi landsmanna i það horf, sem talið er eðlilegt og sæmilegt á liðandi stundu miðað við ákveðnar forsendur, sem þá eru lagðar til grundvallar. Þetta hefur að sjálfsögðu hv.þm. veriö vel ljóst, því að hér hafa iðulega komið fram tillögur um slika langtima áætlun i vegamálum. Að minu mati hefur margt nú orðið til þess að ekki verður hjá þvi komist að stiga skref i þessa átt. Ég nefni i fyrsta lagi að i veg- áætlun er fé til framkvæmda skiptá stofnbrautir og þjóöbraut- ir auk brúa.sýsluvega, fjallavega og þjóövega i þéttbýli og fjárveit- ing til stofnbrauta er skipt i þrjá flokka þ.e. til almennra verkefna til slitlaga og til sérstakra verk- efna. Og það er kunnara en frá þurfi að segja að undirbúningur sumra þessara sérverkefna er æði margslunginn og flókinn og þarf að taka tillit til margra hluta. Undirbúningur getur tekið mörg ár. Þar kemur til leit og val á kostum.kortagerð, mælingar, at- hugun á snjólögum og i sumum tilvikum á lifriki sem vaxandi kröfur hafa verið um. Siöan þarf að sjálfsögðu aö ganga endanlega frá hönnun sllks mannvirkis. Þvi er nauðsynlegt að vita hvenær i framkvæmdaröð kemur að sliku mannvirki. Raunar gildir hið sama um bundið slitlag. Segja má að meöan aðeins var lagt á um 30-40 km á ári sem var tilskamms tima og ég kem nánar aö siöar, þá var þetta ekki svo aðkallandi. Þessir 30-40 km voru yfirleitt til. Ef leggja á á 100-200 km og jafnvel meira eins og að er stefnt þá er að sjálfsögðu nauösynlegt að a.m.k. þeir km séu tilbúnir og undir- byggðir þannig að á þá megi leggja. Allt mælir þetta þvi mjög meö þvi aö litið sé lengra fram á veg en gert hefur veriö i fjögurra ára vegáætlun. Tilviöbótar vil ég nefna það að mjög miklar sveiflur hafa verið á fjármagni til vegamála á undan- förnum árum. Þetta kemur glöggt fram I súlnariti sem fylgir þáltill. Þar er valinn sá kostur að skrá fjármagn til vega i fyllilega ljóst aö slikar sveiflur i framlagi til vegamála eru ákaf- lega slæmar og auka vitanlega á erfiðleika i öllum undirbúningi og öllum framkvæmdum á þessu sviði. Tiilögu peirri sem ég mæli hér fyrir er ætlað að lagfæra þennan vanda. Hún nær að visu fyrst og fremst ti 1 stofnbrauta en gerir ráð fyrir sams konar áætlun fyrir þjóðbrautirnar siðar. Astæðan fyrir þvi að stofnbrautirnar eru teknar út úr eru þær aö Vega- gerðin hefur undanfarin ár unniö mjög viðamikið verk við úttekt á stofnbrautum meö mati á hinum ýmsu eiginleikum veganna t.d. burðarþoli, snjóþunga o.s.frv. o.s.frv. Það er að veröa komið i það horf, að á þvi er hægt að byggja þegar langtlmaáætlun um stofnbrautir. Vinna viö þjóð- brautirnar er að visu hafin sam- fara þessu en á lengra i land. For- senda fyrir þvi að Vegagerðin geti unnið langtimaáætlun með fullkominni vissu að ljóst er hvaða markmið Alþingi vill leggja til grundvallar við slika áætlanagerð. Hér er lagt til að þessi markmið veröi fjögur. Fjögur markmið 1 fyrsta lagi er lagt til aö á þessu 20 ára timabili verði 10 tonna burðarþol vega tryggt.Það á við allar stofnbrautir og allan þorra þjóðbrauta. Rétt er a6 geta þess til upp- lýsinga að stofnbrautir lands- manna eru nú taldar 3781 km, þjóðbrautir 4696 og þjóðvegir i þéttbýli 159 km.Samtals eru þetta 8636 km. Eins og nú er ástatt er algengt aö mikilvægar stofnbrautir séu lokaðar f hálfan til einn mánuð á ári hverju og veldur slikt óbæri- legri truflun á ölhim þeim mikil- vægu flutningum og annarri um- ferö sem um þær þarf að vera. Auk þess má öllum vera ljóst aö gott buröarþol er forsenda fyrir þvi aö unnt sé að leggja bundiö slitlag á þessa vegi. Þvi er það sett fram sem markmið nr. eitt. Sem markmiö nr. 2 er gert ráö sögðu einnig óviðunandi ástand og þvi lögð á það rik áhersla að stefnt verði að mjög verulegum umbótum og slikt ákveöið sem eitt meginmarkmið. Loks kem ég að markmiöi nr. 2 sem gerir ráð fyrir þvi að bundiö slitlag verði lagt á fjölfarnari vegi.þar sem umferð er meiri en 100 bilar á dag og auk kafla næst þéttbýliskjörnum þó að umferð sé minni, en bundið slitlag sé þó lagt á a.m.k. 1/4 hluta stofnbrauta i hverju kjördæmi. Rétt þótti að setja slikt lágmark gagnvart kjördæmunum, þvi að viða er það svo aö stofnbrautir geta verið langar og meirihluti þjóövega - kerfisins t.d. I Vestfjarðakjör- dæmi þar sem stofnbrautin er ekki ein inni i kjördæmi heldur tvær og umferðin skiptist á þær báðar. Talið er eðlilegt að taka tíllit til sliks. Þetta að sjálfsögðu við viðar þó að hvergi sé það svo sérstakt eins og i Vestf. Nú hefur verið lagt bundið slit- lag á 360 km. Yfirleitt hefur verið lagt á 30-40 km á ári nema á siðasta ári. Þá náöist að leggja bundið slitlag á 90 km. Nýjustu t’ólur um kostnað sam- kvæmt Vegagerðinni og miðað við verðlag nú er fyrir 7,5 metra breiða vegklæðningu i gömlum krónum 25 milljónir á km. Oliu- möl á sams konar veg er gert ráð fyrir að kosti 44 milljónir, en mal- bik 57. t þessari tillögu er gert ráð fyrir að leggja megi bundið slit- lag á 2000 km af stofnbrautum á áætlunartimanum og 600 km af þjóöbrautum þannig að samtals hafi verið lagt bundið slitlag á um 3000 km að áætlunartimabilinu loknu. Er stefnt að þvi að unnt veröi að leggja á i kringum 150 km á ári sem er veruleg aukning frá þvi sem nú er. Þá er i fjórða lagi að taka sem meginmarkmiö öryggi á vegum landsins. Slysin eru ógnvekjandi og meöalslysatiðni há hér á landi. Er augljóst að við lagfæringu á vegakerfinu veröur aö taka mikið tíllit til þess t.d. að lagfæra sér- staklega hættulega staöi o.s.frv. þótt slikt kunni e.t.v. ekki að falla undir þau önnur markmið sem ég hef taliö að framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.