Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 12
„Ég harma að fólk hafi slæma upplifun af Droplaug- arstöðum og mér finnst sjálfsagt að skoða allar ábendingar,“ segir Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tilefnið er gagnrýni hjúkrunar- fræðings og formanns aðstand- endafélags hjúkrunarheimilisins á Droplaugarstöðum á sparnaði í mat og umönnun við gamla fólkið, en hún birtist í Fréttablaðinu á mánudag. Stella segir miklar breytingar hafa orðið á heimilinu. Í fyrra hafi húsnæði þess verið stækkað og allir íbúar fengið einbýli, samhliða hafi verið unnið að breyttu fyrirkomulagi þjónustunnar og fjölda stöðugilda. Fyrr í mánuðinum greindi Ingibjörg Þórisdóttir, forstöðu- maður Droplaugarstaða, frá því í fréttum RÚV að dregið hefði verið úr þjónustu vegna fjárskorts. Stella segist engar upplýsingar hafa fengið um slíkar aðgerðir eða annan niðurskurð. Ábendingar verða kannaðar Ákvörðun sviðsstjóra geðsviðs Landspítala um að flytja hjúkrunarfræðing sem starfaði þar í annað starf hefur verið dæmd ógild í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður vísað þessu máli frá en Hæstiréttur felldi þann dóm úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Í niðurstöðu héraðsdóms nú segir að tilfærsla hjúkrunarfræð- ingsins í starfi „hafi verið meira íþyngjandi fyrir hana en efni stóðu til. Þannig var ákvörðunin haldin verulegum annmörkum og fól hún í sér brot gegn æru og persónu stefnanda.“ Tilfærsla í starfi var dæmd ógild „Ég veit ekki hverjum ég á að trúa í þessu máli,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þegar hún er spurð að því hvort hún trúi Bjarna Ármannssyni eða Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Þeim ber ekki saman um hvort fyrrver- andi borgarstjóri hafi verið upp- lýstur um samningslengd Orku- veitunnar og Reykjavík Energy Invest. „Greinargerðin kemur mér á óvart þar sem það vantar inn í hana. Það vantar fundi sem ég veit að áttu sér stað,“ segir Þorbjörg Helga um greinargerð frá Bjarna Ármannssyni, stjórnarformanni REI, Hauki Leóssyni, stjórnarfor- manni Orkuveitu Reykjavíkur, og Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Gísli Marteinn Baldursson borgarfull- trúi tekur í sama streng. „Ég er búinn að lesa þessa skýrslu og hún er ekki tæmandi. Ég veit af fleiri fundargerðum,“ segir Gísli Marteinn og segist ekki þurfa að halda með neinum í þessu máli. Jórunn Frímannsdóttir borgar- fulltrúi segist taka greinargerð- inni eins og hún sé. „Það er hræðilegt að þetta sé að koma í ljós núna. Ég trúi í sjálfu sér kannski bara báðum. Ég efast ekkert um að þeir hafi gert þetta minnisblað. En ég veit ekki til þess að Vilhjálmur hafi reynst annað en heiðarlegur.“ Veit ekki hverjum hún trúir Í burðarliðnum er samningur íslenskra heilbrigð- isyfirvalda við lyfjafyrirtæk- ið GlaxoSmithKline um kaup á 10.000 skömmtum af bóluefni gegn fuglaflensu. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttafréttum frá sóttvarnalækni. Bóluefnið verður til taks hér á landi ef veiran greinist hér. Samningurinn, sem gildir í þrjú ár, býður einnig upp á kaup á fleiri skömmtum, kjósi heilbrigð- isyfirvöld það. Íslendingar hafa með samningi við GSK tryggt sér kaup á 300.000 skömmtum af bóluefni þegar heimsfaraldur inflúensu ríður yfir. Semja um kaup á bóluefni Frá því að lögum um húsnæðismál var breytt árið 1998 hefur fasteignamarkaðurinn og leigumarkaðurinn tekið stakka- skiptum. Fram kemur í nýrri skýrslu félagsmálaráðuneytisins að staða þeirra tekjulægstu í sam- félaginu og þeirra sem kaupa í húsnæði í fyrsta sinn sé afar slæm. Nefnd var skipuð um málið sem skila á tillögum til ráðherra fyrir 1. nóvember næstkomandi. „Nefndinni er ætlað að móta til- lögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerf- isins og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekju- mörkum. Samhliða því þarf að skilja með skýrari hætti á milli almennra og félagslegra lánveit- inga og er hlutverk nefndarinnar meðal annars að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lágtekjufólk,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir, formaður nefndarinnar. „Markmið okkar er að finna lausnir til leysa brýnasta húsnæð- isvandann.“ Stjórnvaldsaðgerðir sem geta haft áhrif á fasteignamarkaðinum snúa meðal annars að lögum um lánakjör Íbúðalánasjóðs og að vaxtabótum. Haft var eftir félags- málaráðherra að hægt væri að afnema viðmið við brunabótamat hjá Íbúðalánasjóði og er skýr pól- itískur vilji fyrir hækkun húsa- leigubóta. Það liggur þó ljóst fyrir að helsta hagstjórnartækið er að slá á þenslu í samfélaginu og má því gera ráð fyrir hófsömum til- lögum frá húsnæðisnefndinni. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við fjármálaráðherra vildi hann ekki tjá sig um mögulega hækkun vaxtabóta. Sagðist hann hafa sent húsnæðisskýrslu félags- málaráðherra til yfirferðar hjá fjárreiðu- og eignaskrifstofu ráðu- neytisins. Önnur aðgerð sem nefnd hefur verið í þessu samhengi er að efla úrræði sem eru á milli leigu- og eignarmarkaðar, líkt og tíðkast á Norðurlöndum og félög á borð við- Búseta og Búmenn bjóða upp á hér á Íslandi. Efla þarf félagslega þáttinn Markmið nefndar um húsnæðismál er að finna lausn á brýnasta vandanum. Skýr pólitískur vilji er fyrir hækkun húsaleigubóta. Ekki er ljóst hvernig komið verður til móts við þá verst settu á fasteignamarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.