Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 22
22 1. desember 2007 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í DAG | Jafnréttismál Enn fer fjarri því að staða kynjanna sé jöfn á Íslandi. Konur eru þriðjungur ráðherra og alþingismanna og hefur það hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Hlutfall kvenna í opinberum nefndum og ráðum er svipað. Innan viðskiptalífsins er þó staða kvenna ennþá verri og versnar eftir því sem fyrirtækin verða stærri. Hlutfall kvenna í stjórn- unarstöðum er tæplega 20 prósent, en í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins er hlutfallið mun lægra eða rúmlega tíu prósent. Innan við fimm prósent stjórnarformanna í stórfyrirtækj- um eru konur og hægt er að telja konur í forstjórastöðum stórfyrir- tækja á fingrum annarrar handar. Á undanförnum áratug hefur þar að auki orðið umtalsverð tilfærsla á völdum frá kjörnum fulltrúum til peningavaldsins og eykur það mismunun karla og kvenna í íslensku samfélagi. Peningar eru vald og á Íslandi er það vald hjá körlum. Heildaratvinnutekjur kvenna eru rúmlega 60 prósent af tekjum karla. Þannig er Ísland í dag. Þessi staða kemur ekki til vegna þess að konur nenni ekki að vinna. Þátttaka þeirra á vinnumarkaði er nánast jafn mikil og þátttaka karlanna. Meðalvinnutími karla er lengri en sá munur fer þó ört minnkandi. Þar að auki eru konur að jafnaði betur menntaðar en karlar; þær eru nú rúmlega 60 prósent háskólanema. Í sumum geirum atvinnulífsins hefur hlutfall kvenna meðal starfsmanna lengi verið hátt. Má þar sérstaklega nefna bankana. En þótt margar konur séu duglegir bankamenn er þeim ekki hleypt í æðstu stjórn- unarstöður í bönkunum nema í undantekningartilvikum. Fjölmiðlar endurspegla þennan veruleika en þeir móta hann líka. Fjölmiðlar hafa nefnilega vald til að breyta og hafa áhrif. Þess vegna er það ekki ásættanlegt að hlutfall kvenna í umræðuþáttum Ríkisútvarpsins sé lægra heldur en á Alþingi eða í ríkisstjórn. Það ætti auðvitað að vera jafnt því að ef konur fá að tjá sig jafn mikið og karlar hljóta líkurnar að aukast á því að þeim verði treyst fyrir sömu völdum og körlum. Misréttið lagast ekki af sjálfu sér Engum getur dulist að staða kvenna gagnvart körlum hefur farið batnandi undanfarna áratugi. Sú þróun gengur þó furðu skrykkjótt. Aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði og sífellt fleiri vinnustundir leiða þannig ekki sjálfkrafa til þess að konur komist í stjórnunarstöður eða fái sömu laun og karlar. Vinnuframlag kvenna er ennþá vanmetið og mest á þeim sviðum þar sem uppgangurinn er mestur, hjá stórfyrirtækjunum sem standa í „útrásinni“. Innan ríkis og sveitarfélaga má sjá viðleitni til að jafna aðstöðumuninn en innan viðskiptalífsins eru tregðulögmál- in öflugri. Á meðan þetta ástand er viðvarandi er ekki að undra þótt margir vilji knýja á um breyting- ar. Það er heldur ekki skrítið að konur taki sig saman og berjist fyrir breyttu samfélagi. Um þetta snýst jafnréttispólitík. Um þetta snýst femínisminn. Það er heldur ekki skrítið að sókn kvenna eftir jafnri stöðu skelfi suma karlmenn sem sjá fram á að komast ekki jafn auðveldlega í stjórnunarstöð- ur í krafti þess innbyggða karlakvóta sem núna er í kerfinu. En andstaða við femínisma snýst ekki um neitt annað en þetta – íhaldssemi og ótta við samfélags- breytingar. Um öfgar femínista Um þessar mundir virðast allar tillögur femínista sem miða í átt að breyttu samfélagi vera nánast sjálfkrafa stimplaðar sem öfgar af vissum hluta landsmanna. En í hverju felast öfgarnar? Ekki er það út af baráttuaðferðum femínista því að varla er hægt að finna pólitíska hreyfingu sem er prúðari í aðferðum sínum en femínismann. Femínistar berjast fyrst og fremst með rökum og stílvopnum, ekki með yfirgangi eða baktjaldamakki. Baráttuaðferðir femínista geta ekki með neinu móti talist öfgafullar en í hverju felast þá öfgarnar? Er það kannski sjálfur boðskapurinn um jafnrétti kynjanna sem þykir öfgafullur? Er hægt að aðhyllast of mikið jafnrétti? Ég segi nei við því. Jafnrétti getur aldrei orðið of mikið nema í augum þeirra sem græða á misréttinu. Það mætti alveg eins halda því fram að mannréttindi geti orðið of mikil. Jafnrétti hlýtur að teljast réttlátt markmið og þar af leiðandi er rétt að fara allar þær leiðir sem geta leitt til þess markmiðs. Femínism- inn er ekki á villigötum heldur þeir sem eru á móti honum. Er komið nóg? SVERRIR JAKOBSSON UMRÆÐAN Háskólanám Á hátíðisdögum keppast ráðamenn þjóðarinnar við að dásama menntun. Í fjölda ára hafa stúdentar notað dag- inn í dag, fullveldisdaginn, til að minna á réttindabaráttu sína. Því miður geta stúdentar ekki bara fagnað því sem vel er gert í háskólum hérlendis, því þótt meira fjármagn hafi runnið til háskólanna á undan- förnum árum fer það því miður ekki þangað sem þörfin er mest. Hér á landi er jafnrétti til náms eins og hver önnur goðsögn. Sumir geta nefnilega borgað fyrir dýrara nám með skólagjöldum, aðrir gera það með ríkisstyrktum lánum en stærsti hópurinn getur ekki eða treystir sér ekki til að borga hundruð þúsunda fyrir það að fá að mæta í tíma. En jafnvel í opinberum háskólum eru skólagjöldin – sem eru reyndar kölluð „skráningargjöld“ – tugir þúsunda króna. Og fyrir þeim skólagjöldum fá stúdentar engin lán. Við þetta bætist að lánsupphæðirnar frá Lánasjóðnum eru ekki í neinu sambandi við veruleikann sem stúdentar lifa í. Framfærslugrunnur sjóðsins gerir ráð fyrir að námsmaður eyði 42 þúsund krónum á mánuði í húsnæði, hita og rafmagn. Ef stjórn- völdum finnst það raunhæft ættu þau kannski líka að benda námsmönnum á þá leigusala sem bjóða upp á slík kostakjör, því algeng leiga fyrir einstæðan námsmann er meira en tvöfalt hærri. Það er gömul klisja að einkareknir skólar auki fjölbreytnina í skólakerfinu. Hér á landi hefur fjölgun einkaskóla fyrst og fremst þýtt að það er hægt að læra viðskiptafræði og lögfræði á fleiri en einum stað. Það er í sjálfu sér gott og blessað, en mikilvægara er að hlúa að þeim fögum sem eru nánast í útrýmingarhættu vegna fjársveltis. Það eru einmitt fögin sem ekki eru kennd í einkareknum skólum – fög eins og táknmálsfræði, matvælafræði og kynjafræði. Háskólamenntun er nefnilega eitthvað annað og meira en bara starfsnám. Auður Lilja er formaður og Finnur situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Jafnrétti og fjölbreytni AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR FINNUR DELLSÉN Erfitt dæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er skiljanlega ekki ánægð með niður- stöður PISA-rannsóknarinnar en sam- kvæmt þeim eru íslenskir unglingar í 27. sæti þegar könnuð var þekking í raunvísindum í 57 löndum. Seg- ist hún ekki ánægð með þessa stöðu sérstaklega í ljósi þess að grunnskólakerfið er það dýrasta sem rekið er innan OECD. Eins og Fréttablaðið hefur einnig greint frá er í nokkrum skólum mikill skortur á kennurum. Hvernig er þetta hægt? Þarf kannski að athuga aðeins raunvísindaþekk- ingu þeirra sem að grunn- skólakerfinu standa? Traustast Ríkisútvarpið birti í gær dagblaða- auglýsingu um niðurstöður könnunar Capacent Gallup, þar sem spurt var um trúverðugleika frétta í helstu miðlum landsins. RÚV getur vel við unað. Sjónvarpið er í efsta sæti með 91,7 prósent, Rás eitt og Rás tvö fylgja fast á hæla þess og RUV.is er ekki langt undan í fimmta sæti. Skoðanakannanir eru oft æði forvitnilegar. Þessi könnun leiðir til dæmis í ljós að fréttir á Rás tvö njóta örlítið minna trausts en fréttir á Rás eitt. Þó er það sama fréttastofan sem flytur sömu fréttirnar á samtengdum rásum Rásar eitt og tvö. Gengisfall Fimm prósentustigum neðar en Rás tvö í könnuninni má finna RUV. is - vefsvæði RÚV sem hýsir allar fréttir Sjónvarpsins og útvarps. Enn neðar er Textavarpið, sem nýtur ekki trausts nema 63,2 prósenta – tuttugu prósentustigum minna en RUV.is. Það er sérstakt í ljósi þess að á Textavarp- inu birtast fréttir frá öllum hinum miðlum RÚV sem fólk virðist treysta svo vel. Það virðist því vera sem svo að fréttir RÚV gengisfalli í hugum þeirra sem svöruðu könnuninni í hvert sinn sem þær birtast í nýjum miðli í Efstaleitinu. jse@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is S tjórnarskrárbundnar reglur um fullveldi þjóðarinnar eru dýrmætar. Í þeim er hins vegar lítið hald án lifandi innihalds. Þetta skildu þeir mæta vel sem forystu höfðu í fullveldisbaráttunni á öndverðri fyrri öld. Menntun var hluti af innihaldinu. Stofnun Háskóla Íslands var í hugum allra einn af hornsteinum fullveldisins. Með sama hætti leit þjóðin á stofnun Eimskipafélagsins. Eyþjóð án menntunar og siglinga hafði lítið að gera inn í samfélag fullvalda þjóða. Nú er önnur öld með nýrri hugsun og nýjum verkefnum. Einmitt í því ljósi er vert að gefa því gaum á þessum fullveldisdegi hvernig þræðir Eimskipafélagsins og Háskólans fléttast saman. Framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins réði miklu um að Háskólatorgið sem opnað er í dag varð annað og meira en draumsýn. Það er eitt af þessum mikilvægu skrefum í viðvarandi fullveldisbaráttu. Að sönnu er það vitnisburður um merkilega víðsýni að Vestur- Íslendingar skyldu tengja eignarhald á þeim hlut, sem þeir lögðu til stofnunar Eimskipafélagsins á sinni tíð, við æðstu mennta- stofnun landsins. Jafn ánægjulegt er að sjá hvernig stjórnendur félagsins láta það pund ávaxtast í dag í þágu Háskólans bæði að því er varðar framkvæmdir og rannsóknir. Langsamlega stærsta og mikilvægasta verkefni samtímans er að efla menntun og rannsóknir í landinu. Á Háskólatorgið má líta sem vísi að nýrri sókn á því sviði. Eigi hún að skila árangri þarf miklu markvissari og víðtækari tengsl atvinnulífs og skóla en nú eru fyrir hendi. Þetta þarf að gerast á öllum stigum skólastarfs- ins. Verkefnin sem við blasa í menntamálum og rannsóknum eru stærri en svo að skattborgararnir ráði við þau. Fyrir þá sök er aðkoma atvinnulífsins mikilvæg. En hún mun einnig glæða fjöl- breytni bæði í skólastarfi og rannsóknum. Það er keppikefli í heimi fjölbreytilegra tækifæra. Menntamálaráðherra hefur nú lagt fram fjögur lagafrumvörp um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þau fela í sér marg- víslegar og að sumu leyti róttækar breytingar og horfa til fram- fara. Sveigjanlegra skipulag, minni miðstýring, aukið vægi verk- menntunar og skýrari ákvæði um skyldur og ábyrgð foreldra eru til marks um það. Ótvíræður kostur er að geta á sama tíma lagt niður lagaumgjörð um öll þessi þrjú stig skólastarfsins. Menntamálaráðherra hefur einnig fylgt þessum frumvörpum eftir með skýrum loforðum um verulega hækkun á launum kennara á öllum skólastigunum. Það var óvænt og óvenjulegt en um leið ánægjulegt frumkvæði. Því má segja að þjóðin öll standi á nýju menntatorgi í dag. Á sama tíma birtast svokallaðar PISA-niðurstöður frá OECD um árangur skólastarfs í náttúruvísindum. Þó að grunnskólakerfið sé dýrara hér en hjá öðrum þjóðum sem samanburðurinn nær til er árangurinn enn fyrir neðan meðaltal. Þetta er ekki aðeins óviðun- andi heldur óverjandi. Hér hefur augljóslega eitthvað brugðist. Menntamálaráðherra sem eftir eðli máls situr uppi með ábyrgð- ina á rétt á skýrum svörum frá skólastjórnendum og kennurum hverju þetta sætir. Til lengri tíma verða lífskjör og menntun ekki í sundur skilin. Þetta er þar af leiðandi fullveldismál. Ekkert við- fangsefni er brýnna eða stærra. Gömul og ný fullveldisverkefni: Á menntatorgi ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.