Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 24
24 1. desember 2007 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. GUÐMUNDUR INGI MARKÚSSON UMRÆÐAN Trúmál Það er vel að menntamálayfir-völd setja trú og skólastarf loksins á dagskrá. Eins og bent hefur verið á undanfarna daga er íslenskt samfélag að taka breyt- ingum og því tímabært að bregð- ast við. Biskup fór mikinn í fréttum RÚV á fimmtudaginn og sparaði ekki stóru orðin, ekki frekar en þegar kirkjunnar menn verja rétt sinn til þess að stýra trúaruppeldi barna þessa lands. Biskup talaði um að kirkjan væri undir harðri atlögu, gaf í skyn að reynt væri að þurrka kristnina út og að fámennur þrýstihóp- ur væri einfaldlega að reyna að gera trúna brottræka með öllu úr skólum landsins. Gekk hann svo langt að hvetja kristna foreldra til að bíta í skjaldar- rendur og láta í sér heyra. Undirrituðum finnst þessi málflutningur meira en lítið skrítinn. Æðsti maður kirkjunnar talar eins og kirkja og kristni séu ekki til utan skólakerfisins – ef kristin fræði, heimsóknir presta í skóla og kirkjuferðir skólabarna yrðu aflögð leggist kristni einfaldlega af. Biskup og aðrir sem tala máli kirkjunnar virðast gleyma að öfl- ugt æskulýðsstarf fer fram í kirkjum lands- ins. Ekki þarf að leggja á sig miklar svaðilfarir innan bæjar marka kauptúna landsins áður en maður rekst á kirkju- byggingu þar sem er starfræktur sunnudagaskóli, haldnar barnamessur, poppmess- ur, biblíumaraþon, og svo mætti lengi telja. Einnig mætti nefna Ríkisútvarpið þar sem kristileg dagskrárgerð er þó nokkur. Staðreyndin er sú að kirkjan þarf ekki á skólunum að halda til þess að hafa áhrif á trúaruppeldi í landsmanna. Kristin fræði ættu að vera á framfæri kirkjunnar sjálfr- ar í tengslum við sunnudagaskóla og annað æskulýðsstarf. Það á ekki að vera hlutverk opinberra fræðslustofnana að annast trúar- uppeldi að foreldrum forspurðum. Og gildir einu að meirihluti barna sé í þjóðkirkjunni og að flestir for- eldrar séu málinu hlynntir. Skól- inn tilheyrir öllum börnum, líka þeim sem eiga foreldra sem aðhyllast aðrar lífskoðanir en kristni. Það er okkur ekki samboð- ið að bjóða aðstandendum sem til- heyra minnihlutahópum að taka börn sín út úr hópnum. Ekki er börnunum gerður greiði með því. Ef vilji meirihlutans er svona skýr er einsýnt að aðsókn í sunnudaga- skóla myndi stóraukast væru kristin fræði færð í umsjá kirkj- unnar sjálfrar. Ég hvet kirkjunnar fólk til að horfast í augu við styrk eigin stofnunar og þá góðu aðstöðu sem kristin trú og kirkja býr við hér á landi, svo ekki sé talað um forrétt- indi. Grunnurinn að öflugri kristn- inni fræðslu utan skólans hefur þegar verið lagður, af ykkur sjálf- um. Hvernig væri að horfa í eigin barm, rétta út sáttarhönd, hætta að tala niður til þeirra sem hafa aðrar lífsskoðanir og leysa „krist- infræðivandann“ í eitt skipti fyrir öll. Horfið í kringum ykkur! Lausnin liggur ljós fyrir í kirkjum landsins. Höfundur er trúarbragðafræðing- ur. Eru skólarnir síðasta vígi kirkjunnar? UMRÆÐAN Jafnréttismál og dagskrárgerð Það var skelfilega raunalegt að horfa á Kastljós Sjónvarpsins í vikunni. Þar sakfelldi Drífa Snædal þáttastjórn- andann Egil Helgason fyrir að gefa konum ekki nægileg tækifæri í þætti sínum Silfri Egils. Þetta er þreyttur málflutningur. Þetta er grátkór. Boðskapurinn byggir á misskilningi, tommustokksaðferðinni svokölluðu, sem fundin var upp í Háskóla Íslands fyrir margt löngu. Hún felst í því að mæla hlutfall karla og kvenna í þáttum og fréttum og reikna út frá því óréttlæti heimsins. Þetta vita þeir sem vinna við frétta- og dagskrár- gerð, á blöðum, útvarpi og sjónvarpi, að er ekki raunin. Efnið ræður. Efnistökin ráðast af fag- mennsku, virðingu fyrir að aðilar málsins fái að tjá sig, konur og karlar. Á þeim stasjónum sem ég hef unnið á hefur þess verið vandlega gætt að jafnræði ríki í vali á viðmælendum, enda sjálfsagt mál. Ég hef hins vegar fundið fyrir því að vera karlmaður í þessu fagi. Hér er eitt dæmi: Svandís Svavarsdótt- ir notaði lokaorð sín í kappræðum um borgarmálin í síðustu kosningum á Hótel Borg, til að gagnrýna fréttastjórann Sigmund Erni fyrir að velja bara karlmenn til að stjórna umræðunum. Hann svaraði því til að hann hefði valið sitt besta fólk til verksins, mig og Egil Helgason. Það var ekki tekið gilt, og inni á stasjóninni braust út megn óánægja með að engin kona skyldi hafa verið í hópnum. Það gilti sem sagt einu hvort efnið var gott og vel unnið, það vantaði bara konu. Nú veit ég ekki af hverju í ósköpunum Egill Helgason er tekinn fyrir sérstaklega í þessari umræðu rétt eina ferðina. Ég gat ekki heyrt að Drífa hlustaði á nein rök í umræðunni í Kastljósinu; að það væri fullt af konum reglulega á mælendaskrá í Silfrinu, að fleiri karlmenn væru í stjórnkerfinu og stór hluti jólabókahöfunda væru karlmenn. Mér sýnist að þessi kvennahópur hafi horfið aftur til fortíðar, sé fastur í hugmyndum og kreddum sem ég man eftir á áttunda áratug síðustu aldar. Kjarnann í kvennabaráttunni og hugmyndir um jafnan rétt karla og kvenna á öllum sviðum, kann þjóðin betur en trúarjátninguna. Sem betur fer. Í þessu einsog öðru í heiminum gengur einfaldlega misvel að láta allt heila klabbið ganga upp. Ég þekki þetta vel sjálfur, er sonur einstæðrar móður og sem fékk ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmennirnir sem hún vann með. Það var óréttlæti. Það segir hins vegar ekkert um réttlæti eða jafnrétti, þótt barómetið sýni að færri konur en karlar hafi komið fram í spjallþætti. Á að fá Kvennakórinn einu sinni í mánuði til að jafna hlutföllin? Þetta er undarleg krossferð, boðskapurinn gamaldags, svolítið einsog útvarpstöð sem hefur villst af FM-tíðninni og lent á gömlu langbylgjunni, eða jafnvel tilbrigði við bændaferðina sem var farinn til að mótmæla símanum. Mér finnst Drífa og fleiri gera lítið úr því fagfólki sem vinnur við fjölmiðla, konum og körlum, með því að gefa sér, út frá talnaleik, að karlleg viðhorf eða viðmið ráði ferðinni. Þetta á ekkert skylt við jafnréttisbaráttu. Þetta er bara klár vitleysa. Kerlingavæl. Höfundur er dagskrárgerðarmaður. Kerlingavæl UMRÆÐAN Neytendamál Vegna kæru Neytendasamtak-anna á vörusvikum varðandi sölu á rauðu ginsengi vilja Eðalvörur taka eftirfarandi fram: Eðalvörur hafa í yfir 20 ár haft með höndum innflutning og sölu á rauðu eðal-ginsengi frá Kóreu og verða því að teljast meðal brautryðjenda á þessu sviði. Allan þennan tíma hefur varan notið einstakrar velvildar tryggra neytenda og vilja Eðalvörur nota þetta tækifæri til að þakka það. En ósvikið rautt ginseng í hæsta gæðaflokki er dýrt og því má, því miður, alltaf búast við því að óprúttnir aðilar reyni að næla sér í skjótfenginn gróða með svikinni vöru. Upphaf þessa máls má rekja til þess að gamalgróin heildsala lét hanna umbúðir með rautt eðal-ginseng sem fyrirmynd og afritaði nánast innihaldslýs- ingu vörunnar þótt vara sú sem hún hugðist selja væri annars eðlis, þ.e. hvítt ginseng í hylkjum. Þetta endaði 27. mars sl. með því að fyrirtækinu var bannað af Neytendastofu að líkja eftir umbúðum rauðs eðal-ginsengs, sjá: http://www.neytendastofa.is. Þar sem úrskurðinum var ekki áfrýjað breytti heildsalan umbúð- unum en hélt áfram með inni- haldslýsingu sem að mestu var fengin að láni af umbúðum rauðs eðal-ginsengs. Ekkert eftirlit er með innihaldi fæðubótarefna á Íslandi að öðru leyti en því að lesa á umbúðir og treysta á heiðarleik framleiðenda og innflytjenda enda yrði annað óviðráðanlegt fjárhags- lega. Eðalvörur fagna lofsverðu frumkvæði Neytendasamtakanna, http://www.ns.is/ .Ljóst er að frjáls félagasamtök hafa ekki bolmagn til að halda uppi virku eftirliti en í svona aðgerð felst fælingarmátt- ur sem ekki var til staðar. Eðalvör- ur vilja að lokum hvetja fyrirtæki og neytendur til að efla Neytenda- samtökin til að þau geti staðið vörð um heilbrigða viðskiptahætti. Fyrir hönd Eðalvara ehf. Sigurður Þórðarson Yfirlýsing frá Eðalvörum ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.