Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 36

Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 36
36 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Á lagið hefur verið mikið undanfarnar vikur. Garðar Thór er staddur í Bret- landi – þar sem hann hefur aðallega dval- ið síðustu mánuði og ferðast á milli staða – og í dag er frídagur. Einn af fáum. Til marks um álagið þá geng- ur erfiðlega að ná í Garðar Thór til byrja með, enda loksins dagur til að sofa út. Þegar hann hringir til baka eftir hádegi, segir hann að á svona degi hvíli hann röddina og reyni að tala sem minnst. Eftir blaðaviðtal muni hann því varla mæla stakt orð og reyni að gera sem minnst. Líklega bara fara í bíó og horfa svo á fótboltaleik í sjón- varpinu um kvöldið. Fjölskyldan hafði áhrif Óperusöngvarinn á sér nefnilega nokkrar hliðar, ekki bara þessa einu klassísku. Íþróttir voru áhuga- mál, þar sem hann fór úr einni íþróttagrein í aðra, sem og hesta- mennska en fjölskylda hans var alltaf mikið viðloðin hana. Snemma kom þó til áhuginn á söng, og þótt hann hefði formlega byrjað að læra söng í skóla föður síns, Söngskóla Reykjavíkur, átján ára gamall, var áhuginn fyrir löngu til staðar. „Mér finnst eins og ég hafi hreinlega allt- af haft áhuga á tónlist og söng. Mamma og pabbi voru skiljanlega með heilmikið af tónlist heima og ég hlustaði á hana meðfram poppi og rokki. Óperu sá ég svo auðvitað fyrst á sviði Íslensku óperunnar, þar sem pabbi stóð.“ Alveg eins og á McDonalds Garðar Thór vann sig upp í Íslensku óperunni eins og heiðarlegur McDonalds-starfsmaður. „Jú, það má kannski segja það. Sem ungl- ingur vann ég þarna sem dyravörð- ur, sætavísa skúraði og vann við eiginlega allt milli himins og jarð- ar er snerti Óperuna. Það var líka í því húsi sem ég varð fyrir miklum áhrifum. Til að mynda sá ég mína eftirlætisóperu þar og er það fyrsta óperusýningin sem er virkilega brennd í minni mitt – Óþelló. Ég hef verið um sautján ára gamall en tónlistin í henni er svo djúp og til- finningamikil að ekki sé minnst á leikrit Shakespeares sem hún er byggð á, sem er auðvitað frábært. Hún hafði mikil áhrif á mig.“ Fær enn Nonna-bréf Hver Íslendingur, og þá sérstak- lega sú kynslóð sem er fædd á 8. áratugnum, man eftir Garðari Thór sem Nonna í Nonna og Manna en á þeim tíma voru þess dæmi að heilu grunnskólabekkirnir sendu Garðari aðdáendabréf og fengu þeir „Nonni“ og „Manni“ mörg þúsund bréf sem bárust á tveimur til þremur árum. Sú frægð er ekki týnd né tröllum gefin því enn þann dag í dag berst eitt og eitt bréf frá fólki sem man eftir honum úr þátt- unum og er nú farið að sjá honum bregða fyrir í söngnum. En hvern- ig fór barnastjörnufrægðin með æskuna? „Foreldrar okkar Einars segja að þetta hafi farið alveg ágætlega með æskuna og að hvor- ugur okkar hafi misst jarðteng- inguna. Fyrir mér var þetta auð- vitað algjört ævintýri og upp úr þessu fór Einar í leiklistina og ég ákvað að sameina áhugamálin mín tvö, leiklist og söng, og fara út á þessa braut. Hvaðan koma bréfin? Jú, þau koma mestmegnis enn frá Þýskalandi eins og þau gerðu þá og kvenkynið er kannski í meiri- hluta, en ég held þetta skiptist nokkuð jafnt.“ Nýja platan verður ferskari Þýskaland er aftur á kortinu en á dögunum gerði Garðar stóran samning við þýskt dreifingarfyr- irtæki um dreifingu á síðustu plötu Garðars sem og þeirri sem koma mun út í vor. Garðari líst vel að fara að herja á þann markað en hlær að því að þýskir Nonna- og Manna-aðdáendur muni troða hver annan niður í ásókn í geisla- diskinn. „Nei, nei, ég leyfi mér nú stórlega að efast um það en hver veit, kannski á maður eitthvað Nonna- og Manna-bakland þar.“ Vinnan við nýju plötuna hefst strax eftir áramótin þótt undir- búningsvinnan sé löngu hafin – að velja lögin og slíkt. „Platan verður ferskari en sú sem kom síðast út en annars erum við ennþá á fullu í þeirri vinnu að móta hana.“ Við Einar þurfum ekki að tala En er Garðar ekkert hræddur um að ofgera sér? „Ég er að reyna að minnka öll ferðalögin, það hefur einfaldlega verið svo ótrúlega mikið að gera undanfarið að það hefur ekki verið hægt. Ég veit að ég má ekki þræla mér út en ég passa vel upp á mig og auðvitað Einar líka.“ Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, hefur haft yfirumsjón með Garðari í tvö ár og þótt það liggi kannski ekki beinast við að setja Einar Bárðarson og Garðar Thór í sama mengi, segir Garðar að þeir séu hinir mestu mátar. „Einar er eins og ég, ákaflega tilfinningarík- ur. Og það besta við samstarfið okkar er, að oftast þurfum við ekki að segja hlutina, heldur bara skilj- um hvor annan og hvað við viljum. Einar hringdi einfaldlega í mig einn góðan veðurdag, en pabbi og hann þekktust í gegnum Íslensku óper- una og tónlistarverðlaunin. Hann kíkti í heimsókn, spurði hvort ég vildi gera plötu með honum og þótt mér hafi litist vel á það hafði ég ekki mikla trú á mér. Ég spurði hann því hvort það væri eitthvað sniðugt, hvort þetta myndi nokkuð ganga. Hann hélt það en ekki ég. Og hann hafði rétt fyrir sér. Sem betur fer.“ Vatnsdrykkja á ferðalögum Einar og Garðar eru ekki saman á öllum ferðalögunum en Einar kemur þó oft og hittir hann og þá aðallega til þess að eyða tíma saman. Þess á milli er Einar að vinna að málum Garðars á skrif- stofunni í London. „Á tónleika- ferðalögum eins og þeim sem ég hef verið í undanfarið ár, er annar sem kallast „tour manager“ sem sér um að skipuleggja ferðalögin, keyrir, bókar hótel, fer með fötin í hreinsun og sér um allt sem þarf á ferðalögunum. Svo er það mitt hlutverk að reyna að sofa vel og drekka vatn, og vera eins áhyggju- laus og hægt er. Annars finnst mér ég hreinlega svo heppinn að hafa nóg að gera að ég er bara ofsalega þakklátur.“ Þegar stund er milli stríða fer tíminn líka í að læra næstu aríur og texta. Garðar er líka alltaf með eina bók með sér á ferðalaginu – Biblíuna. „Mér finnst gott að hafa hana nálægt og geta gripið í hana öðru hvoru. Mín reynsla er sú að trúin hjálpar mér, ég gæti ekki gert það sem ég geri í dag ef ekki væri fyrir Guð. Og auðvitað hjálp- ar trúin manni bara með lífið allt. Hún hjálpar manni að skilja aðstæður, komast í gegnum þær sem eru erfiðar og gleðjast yfir hinum. Þannig er það allavega fyrir mér.“ Garðar er sjöunda dags aðventisti en í sumar sem leið giftist hann heitkonu sinni til margra ára, leikkonunni Tinnu Lind Gunnarsdóttur. „Hún kláraði leiklistarskólann í vor og síðan þá höfum verið verið svo heppin að geta ferðast saman um heiminn. Hún er til dæmis nýfarin heim en hefur verið að undanförnu með mér í Bretlandi, en hún er að fara að æfa og sýna Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Það reynist okkur vel að við erum bæði í list- inni og okkar á milli ríkir gagn- kvæmur skilningur. Börn? Jú heldur betur er það á stefnu- skránni, ég er mikill fjölskyldu- maður. Það er bara eitthvað sem kemur með tíð og tíma.“ Bubbi elskulegur Áður en Garðari er sleppt út í bíó og fótbolta er hann spurður út í dag- skrá næstu vikna. „Hún er nokkuð þétt. Á sunnudag mun ég syngja fyrir Lexus-eigendur, mánudagur er reyndar frídagur en svo eru stíf- ar æfingar út þá vikuna. Á föstu- daginn eru síðan tónleikar, á laugar- dag er æfing á Akureyri, á sunnudag er æfing og svo syng ég fyrir Camillu hans Karls Bretaprins, við vígslu nýs skips hjá Cunards-skipa- verksmiðjunni. Þar verða líka Gor- don Brown og ríkisstjórnin.“ Svo er það sjálfur Bubbi Morthens, sem Garðar mun syngja með á nýárstón- leikum. „Við Bubbi höfum þekkst í mörg ár, fyrst kynntist ég honum í Carmen Negra fyrir tíu árum, og síðan þá höfum við hist reglulega og syngjum stundum saman. Hann er voðalega elskulegur.“ Að lokum er Garðar spurður hvaða þumal- puttareglu hann hefur á þessari leið sinni. „Ég má ekki gleyma því að vera ég sjálfur og gera mitt. Ég á margt eftir ólært, ég get bætt mig heilmikið og mér líður bara eins og nemanda. Ég æfi mig á hverjum degi og mér finnst ég alltaf vera að bæta mig en um leið eiga líka langt í land.“ PASSAR VEL UPP Á SIG Garðar Thór er með aðstoðarmann með sér á öllum ferðalögum sem hafa verið ótrúlega mikil síðasta árið. Engu síður segist hann þurfa að passa vel upp á rödd og heilsu og ætlar að reyna að fækka ferðalögum eitthvað á næstunni. Slíkt sé hins vegar erfitt þegar nóg er að gera. Með Biblíuna í farteskinu Síðustu ár hefur Garðar Thór Cortes tekið allt að fimm flug á viku, gist á jafnmörgum stöðum, verið á þönum, glaður og þakk- látur að eigin sögn fyrir að hafa svo mikið að gera. Verandi nýkvæntur, sagði hann Júlíu Margréti Alexandersdóttur hvað hann væri heppinn að eiginkonan hefði getað ferðast með honum á tónleikaferðalaginu og frá nýrri plötu sem hann hyggst gefa út næsta vor. …þeir popptónlistarmenn sem Garðar hlustaði á sem krakki og hlustar á enn þann dag í dag eru George Michael, Prince og Bon Jovi. …listinn er langur af þeim söngvurum sem Garðar lítur upp til og efst þar á lista er faðir hans, Garðar Cortes. … Garðari finnst óraunhæft að hann sé borinn saman við Pavarotti og honum líkt við hann en viðurkennir að auðvitað sé hann um leið upp með sér. Það verði hins vegar enginn næsti Pavarotti. … að Garðar fríkar að eigin sögn mjög sjaldan út af stressi. Það sé kannski helst þegar álagið er mikið að hann verði pirraður og er það þá út af einhverju lítilvægu eins og að samlokan sem hann langaði í sé ekki til. …að blaðamaður sá er viðtalið tók hringdi í Garðar Thór árið 1987 úr símaklefa á Fáskrúðsfirði og bað hann um að vera pennavinur sinn eins og margar stúlkur gerðu á þeim tíma þegar Nonni og Manni voru og hétu. Garðar Thór sagðist hins vegar því miður eiga allt of mikið af pennavinum. VISSIR ÞÚ AÐ… „Einar er eins og ég, ákaflega tilfinningaríkur. Og það besta við samstarfið okkar er, að oftast þurfum við ekki að segja hlutina, heldur bara skiljum hvor annan og hvað við viljum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.