Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 120

Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 120
84 1. desember 2007 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Kaká, Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalinn Cristiano Ronaldo urðu þrír efstir í kosningu lands- liðs-þjálfara og fyrirliða á besta knattspyrnumanni ársins en verð- launin verða afhent 17. desember næstkomandi. Kaká fær um helgina afhentan gullboltann sem besti knatt- spyrnumaður Evrópu og getur fylgt í fótsport landa sinna Ron- aldo, Ronaldinho og Rivaldo sem allir fengu bæði stóru verðlaunin á sama árinu. Kaká skoraði 10 mörk fyrir AC Milan þegar liðið vann Meistaradeildina, Messi spil- aði stórt hlutverk hjá Bracelona og hjálpaði Argentínu til þess að komast í úrslitaleik Suður- Ameríkubikarsins og Cristiano Ronaldo var markahæsti leikmað- ur Manchester United sem vann enska titilinn í fyrsta sinn í fjögur ár. Ronaldo gæti orðið sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun af leik- mönnum sem spila í ensku úrvals- deldinni. Landar Kaká, Cristiane og Marta, sem voru í aðalhlutverki þegar brasilíska kvennalandsliðið fór alla leið í úrlitaleikinn á HM í ár eru tilnefndar í kvennaflokki ásamt Birgit Prinz sem hefur unnið þessi verðlaun þrisvar sinn- um. - óój Þrír karlar og þrjár konur eiga möguleika á að verða FIFA-leikmenn ársins en helmingurinn er frá Brasilíu: Kaka, Messi og Ronaldo eru tilnefndir HVER VERÐUR VALINN BESTUR? Kaká hjá AC Milan og Ronaldo hjá Man. Utd eru tald- ir bera af en flestir telja að Kaká hreppi hnossið. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna að topplið Ars- enal heimsækir spútniklið Aston Villa og Chelsea mætir West Ham í Lundúnarslag. Arsenal er enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mætir Aston Villa á Villa Park í dag og ennfremur hefur Arsenal ekki tapað gegn Aston Villa í sautján síðustu viðurreignum liðanna. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er því hvergi banginn fyrir leikinn, þrátt fyrir að Villa-liðið sé á flugi. „Ég sá Villa-liðið spila mjög vel gegn Blackburn á miðvikudag og Villa er búið að leika vel upp á síð- kastið, en ég er samt sannfærður um að við munum vinna. Villa er með líkamlega sterkt lið, skemmti- lega unga miðjumenn í þeim Gar- eth Barry, Nigel Reo-Coker og Stiliyan Petrov og framherjarnir John Carew og Gabriel Abgonlahor eru hættulegir,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Arsenal verður enn án Cesc Fabregas sem er meiddur, en Mathieu Flamini verður líklega með, en óvíst er með þá Gael Clichy og Alexander Hleb sem eru tæpir vegna meiðsla. William Gall- as og Emmanuel Adebayor koma á ný inn í liðið eftir að hafa verið hvíldir í miðri viku. Aston Villa verður án Reo-Coker sem tekur út leikbann, en Agbonlahor og Petrov ættu að vera leikfærir að nýju eftir að hafa náð sér af smávægi- legum meiðslum. Chelsea tekur á móti West Ham á Brúnni í hádegisleik dagsins, en Avram Grant, stjóri Chelsea, er búinn að vera á mikilli siglingu með Chelsea undanfarið og liðið taplaust í síðustu þrettán leikjum sínum í öllum keppnum. Chelsea er heldur ekki mjög ákjósanlegt heim að sækja því liðið hefur ekki tapað á heimavelli í síðustu 69 leikjum sínum. Alan Curbishley, stjóri West Ham, sá því ástæðu til þess að hæla Grant fyrir vel unnin störf. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur og ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir Grant og hans árangri með Chelsea. Hann hefur náð að fylla skarð Mourinhos og það án þess að vera að láta bera mikið á sér,“ sagði Curbishley. Chelsea verður án Michael Essien sem tekur út leikbann, þá eru Petr Cech, Michael Ballack, Florent Malouda, Ricardo Carval- ho og Paulo Ferreira allir frá vegna meiðsla. Meiðslalisti West Ham er enn lengri en nokkrir leik- menn eru þó að skila sér aftur og Dean Ashton og Scott Parker verða líklega í byrjunarliði West Ham í leiknum. omar@frettabladid.is Wenger er hvergi banginn Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar verða meðal annarra hin sjóðandi heitu lið Arsenal og Chelsea í eldlínunni. Arsenal heimsækir Aston Villa á Villa Park en Chelsea fær West Ham í heimsókn á Brúna. EITRAÐUR Emmanuel Adebayor kemur aftur inn í byrjunarlið Arsenal eftir að hafa verið hvíldur í leik liðsins í Meistaradeildinni í miðri viku. Adebayor er markhæsti leikmaður Arsenal á leiktíðinni með sjö mörk í deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR DAGSINS: Chelsea-West Ham Sýn 2 kl. 12:45 Portsmouth-Everton Sýn 2 kl. 15 Blackburn-Newcastle Sýn Extra kl. 15 Reading-M‘brough Sýn Extra 2 kl. 15 Wigan Man. City Sýn Extra 3 kl. 15 Sunderland-Derby kl. 15 Aston Villa-Arsenal Sýn 2 kl. 17:15 NFL Stórleikur NFL-deildarinnar í þessari viku fór fram aðfaranótt föstudags þegar tvö bestu lið Þjóðardeildarinnar - Dallas Cowboys og Green Bay Packers - mættust á Texas Stadium. Dallas vann, 34-27, í stór- skemmtilegum leik þar sem helst bar til tíðinda að hinn 38 ára gamli leikstjórnandi Packers, Brett Favre, meiddist á olnboga og fór úr axlarlið. Það er því ekki víst að hann byrji næsta leik hjá Packers sem yrði mjög söguleg stund enda hefur hann byrjað 249 leiki í röð hjá Packers en þess má geta að aðeins 16 leikir eru í deildar- keppninni á ári. Þetta er einstakt met enda um 100 leikir í næsta mann. Favre er sjálfur bjartsýnn á að spila en rúm vika er í næsta leik Packers. - hbg Meiðsli hjá Packers: Missir Favre loksins af leik? BRETT FAVRE Byrjað 249 leiki í röð fyrir Packers. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NBA Phil Jackson er búinn að skrifa undir nýjan samning við Los Angeles Lakers sem gildir út leiktíðina 2010. Talið er að Jackson fái 24 milljónir dollara á samningstímanum. Hinn 62 ára gamli Jackson skrifaði undir fimm ára samning við Lakers árið 1999 sem færði honum 30 milljónir dollara og félaginu þrjá meistaratitla. Hann fór svo frá félaginu 2004, tók sér frí í eitt ár en kom aftur og skrifaði aftur undir 30 milljón dollara samning en þá aðeins til þriggja ára. Það var þá stærsti samningur sem þjálfari hafði gert í NBA-deildinni. - hbg Phil Jackson: Framlengir við LA Lakers PHIL JACKSON Er ekki á förum frá Lakers. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL Hin fallna stjarna Michael Vick mætir fyrir dómara 10. desember næstkomandi en þá verður kveðinn upp dómur yfir honum í hundamálinu svokallaða, en Vick og fleiri voru kærðir fyrir grimmilega meðferð á hundum sem og ólögleg veðmál. Tveir af félögum Vicks fengu í gær 18 og 21 mánaðar fangelsis- dóm fyrir sinn þátt í málinu en þeir samþykktu að vitna gegn Vick og í ljósi þess var gert ráð fyrir styttri dómum en þeir fengu að lokum. Hægt var að dæma þá mest í fimm ára fangelsi, eins og Vick, og ljóst að þessir dómar verða ekki til þess að auka trú Vicks á því að hann fái stuttan dóm en hann er þegar byrjaður að afplána sinn tíma í von um vægari dóm. - hbg Dæmt í hundamálinu fræga: Félagar Vicks fá þunga dóma MICHAEL VICK Mætir örlögum sínum 10. desember. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. F í t o n / S Í A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.