Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G B andaríski auðkýfingurinn Warren Buffett var í síðustu viku krýndu auðugasti maður heims, samkvæmt útreikning- um bandaríska viðskiptatíma- ritsins Forbes. Þetta er nokkur nýlunda enda hefur milljarðamæringurinn Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarfor- maður bandaríska tölvurisans Micro soft, vermt sætið síðastliðin þrettán ár á meðan Buffett og mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim Helú hafa skipst á öðru og þriðja sæti upp á síðkastið. Eignir Gates liggja að mestu í hluta- bréfum í Microsoft. Gengi þeirra hefur fallið um fimmtán prósent eftir að fyrir- tækið lagði fram tilboð í netleitarrisann Yahoo og skýrir það sætaskiptin að mestu. Auður Buffetts og Slims Helú hefur á sama tíma vaxið hratt. Mexíkóinn fjár- festir grimmt í fjarskiptafyrirtækjum í Mið- og Suður-Ameríku en öldungurinn Buffett í trygginga- og fjármálaþjónustu- fyrirtækjum. Auður Buffetts er að mestu festur í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway, sem vex að því er virðist enda- laust. JÓN ÁSGEIR OG KRAKKINN Á FACEBOOK Listi Forbes nær einungis yfir þá sem skráðir eru fyrir einum milljarði Banda- ríkjadala eða meira. Það jafngildir 68,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dals á móti krónu á mánudag. Af skiljanlegum ástæðum ná afar fáir Íslend- ingar inn á hann en nokkrir standa í dyra- gættinni. Feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólf- ur Guðmundsson, ríkustu menn landsins, ná inn á hann þrátt fyrir að nokkrar af stærstu skráðu eignum þeirra hafi lækk- að í verði. Björgólfur Thor situr í 307. sæti listans en faðir hans í 1.014 sæti. Athygli vekur að Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórnar formaður Baugs Group, er ekki á lista Forbes þótt áætlaðar eignir hans nemi um 100 milljörðum króna hið minnsta. Séu eignir hans lagð- ar saman við eigur eiginkonu hans, Ingi- bjargar Pálmadóttur, liggja þær senni- lega í kringum 140 milljarðana í íslensk- um krónum talið. Það jafngildir tæpum tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Sé einungis tekið tillit til þeirra eigna sem skráðar eru á Jón Ásgeir einan ætti hann að lenda í sæti með sjö hundruð auðug- ust einstaklingum í heimi. Í þeim hópi er Mark Zuckerberg, stofnandi og for- stjóri samfélagsvefsins Facebook. Hann er 23 ára tvíburi, verður 24 ára í maí, og yngsti milljarðamæringurinn á lista For- bes. Eignir hans eru sagðar nema 100 milljörðum íslenskra króna. Á móti er Jón Ásgeir nýorðinn fertugur – á afmæli 27. janúar og því vatnsberi. NÆR KONULAUSIR Í ELDRI KANTINUM Þriðjungur hundrað auðugustu einstakl- inga í heimi á lista Forbes (32) eru Banda- ríkjamenn. Á eftir koma nítján Rússar, tíu Indverjar, sex Þjóðverjar og fimm Frakk- ar. Tuttugu og átta milljarðarmæringar koma frá sautján öðrum löndum um allan heim. Ekkert þeirra er þó í Afríku. Meðalaldur tíu ríkustu manna heims er 65,5 ár. Auðugasti maður listans er því talsvert yfir meðaltalinu. Buffett er 77 ára – fagnar 78 ára afmælinu í enda ágúst. Hann á hins vegar langt í aldursforsetann á lista Forbes, bandaríska kartöflukóng- inn John Simplot, sem varð 99 ára í byrj- un janúar. Sá yngsti er sem fyrr stofn- andi Facebook. Gúrúbræðurnir Sergey Brin, 35 ára, og Larry Page, 34 ára, stofn- endur netleitarrisans Google, eru hins vegar yngstu auðkýfingarnir á topp 100. Þeir verma sæti 32 og 33. Brin er skráður fyrir 100 milljónum dala meira en starfs- bróðir hans. Engar konur eru í hópi tíu efnamestu einstaklinga í heimi á lista Forbes. Ekki er þær aðsópsmiklar þegar neðar dregur á listann. Sú sem trónir efst á lista kvenna er hin franska Liliane Bettencourt, dóttir Eugenes Schüller, stofnanda snyrtivöru- risans L’Oreal. Auður hennar nemur 22,9 milljörðum Bandaríkjadala og vermir hún sautjánda sætið. Næstar á eftir henni koma dætur, afkomendur og nánustu ætt- ingjar Sam Waltons, stofnanda Wal-Mart, stærstu verslanakeðju í heimi. Ef frá er skilin ekkja námakóngsins Andronico Luksic frá Chile – aldur hennar er hvergi gefinn upp – eru 71,2 ár meðal- aldur þeirra átta kvenna sem ná inn á lista yfir 100 auðugustu einstaklinga í heimi. Þrjár þeirra eru á níræðisaldri en fyrr- nefndir afkomendur Waltons eru beggja vegna fimmtugs. Öldungurinn kippti „unglingnum“ úr efsta sæti Bandaríska fjármálatímaritið Forbes krýndi öldunginn Warren Buffett auðugasta einstakling heims í síðustu viku og velti hann spilafélaga sínum, yfirnerðinum Bill Gates, úr toppsætinu. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í listann yfir hundrað ríkustu mann- eskjur í heimi og komst að því að meðalaldurinn er hár og konurnar afar fáar. Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabæn- um. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur ann- ars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. Buffett er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans lést fyrir fjórum árum en þau höfðu verið gift frá árinu 1952. Þau höfðu hins vegar ekki búið saman frá því seint á átt- unda áratug síðustu aldar en eiga saman tvo syni og eina dóttur. Buffett giftist ást- konu sinni að eiginkonunni genginni fyrir tveimur árum. Vegur Buffetts hófst fyrir alvöru árið 1962 þegar fjárfestingarfélag hans hóf að kaupa bréf í bandaríska textílfyrirtæk- inu Berkshire Hathaway. Markmiðið var það sama og í dag – að kaupa bréf í fyrir- tækjum sem Buffett taldi undir markaðs- virði og ættu mikið undir sér. Síðan skyldi halda þeim eins lengi og hægt væri. Hann tók við forstjórastólnum átta árum síðar og hefur setið þar alla tíð. Öldungurinn hefur hins vegar sagt kaupin þau verstu sem hann hafi gert. Ekki tókst að snúa rekstrinum við og breytti Buffett því fyrirtækinu smám saman í fjárfestingarfélag undir sama nafni. Hann hefur nú um nokkurra mán- aða skeið leitað eftirmanns síns. Þótt Buffett hafi löngum þótt aðhalds- samur í fjármálum – hann hefur búið í sama húsinu í rúma hálfa öld og með til- tölulega lágar tekjur miðað við aðra for- stjóra – hefur hann þótt afar gjafmildur þegar kemur að góðgerðarmálum. Sem dæmi ákvað hann um mitt ár 2006 að gefa góðgerðar- og félagasamtökum 80 prósenta hlutafjáreignar sinnar í Berk- shire Hathaway á næstu árum. Stærstur hluti gjafarinnar rennur til sjóðs sem Bill Gates og eiginkona hans reka. Sjóðurinn berst gegn sjúkdómum og vinnur að auk- inni menntun í þróunarríkjunum. RÍKASTI MAÐUR HEIMS Warren Buffett, sem verður 78 ára á árinu, hefur um nokkurra mán- aða skeið leitað eftirmanns síns í forstjórastólinn. MARKAÐURINN/AFP Mynd af milljarðamæringi T Í U R Í K U S T U * Eignir* Sæti** Nafn 2007 2006 1. (2) Warren Buffett 62 52 2. (3) Carlos Slim Helú 60 49 3. (1) Bill Gates 58 56 4. (5) Lakshmi Mittal 45 32 5. (14) Mukesh Ambani 43 20,1 6. (18) Anil Ambani 42 18,2 7. (4) Ingvar Kamprad 31 33 8. (62) KP Singh 30 10 9. (40) Oleg Deripaska 28 13,3 10. (15) Karl Albrecht 27 20 * Heimild: Forbes eignir í milljörðum dala ** Sæti á síðasta ári í sviga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.