Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 12
 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landbúnaður Mikið úrval dráttarvéla á gamla verðinu meðan birgðir endast C-Max 92 og 98 hestöfl CX 81 og 102 hestöfl MC 115 og 132 hestöfl ZTX 280 hestöfl XTX 185 og 200 hestöfl MTX 135 og 150 hestöfl Jóni Viðari Jónmundsyni, lands- ráðunauti í sauðfjárrækt hjá Bændasamtökum Íslands, fannst ræða forseta íslands orð í tíma töluð og ástæður að baki hækkandi mat- vöruverðs vel raknar. „Þessi um- ræða byrjaði af einhverri alvöru síðasta haust, þó meira erlend- is en hérlendis. Það er greinilegt að þessi þróun sem hefur verið á verðlagningu á landbúnaðar vörum er að breytast á heimsvísu,“ segir Jón Viðar. Hann telur þó ekki að íslenska sauðkindin muni verða illa úti eða að sú landbúnaðargrein sé í hættu, heldur geti staða lambakjöts á heimsmarkaði þvert á móti styrkst. „Það er nú sjálfsagt mjög erfitt að gera sér fulla grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir sauð- fjárrækt, en ég held að á margan hátt eigi þetta að geta skapað ný tækifæri og aukið eftirspurn eftir kjötinu. Ef áhrifanna gætir á annað borð hér á landi ættu þau að vera frekar jákvæð,“ segir Jón Viðar. Hvað varðar vangaveltur forset- ans um að matvöruverð geti hækk- að um allt að hundrað prósent í ná- inni framtíð segist Jón Viðar ekki fær um að meta það nákvæmlega. „En við getum sagt að þróunin hafi verið ótrúleg núna seinni hluta síð- asta árs,“ segir hann. „Það er ósköp lítið fast í hendi ennþá en þetta er ályktun sem menn draga af þróun- inni. Engu að síður lítur þetta út fyrir að vera viss viðsnúningur frá þeirri þróun sem hefur verið í ára- tugi.“ - nrg „Ég er búinn að hafa þessa skoð- un í áratugi. Það ætlar enginn að gefa okkur neitt,“ segir Björn Guðjónsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði. „Það skiptir alltaf máli hver opnar munninn. Það hefði enginn hlustað ef ég hefði sagt þetta. En mér finnst gott að þetta kemur upp á yfirborðið sem alvöru um- ræða, því þetta er raunveruleik- inn og við getum ekki bara horft á daginn í dag.“ Birni finnst að þar sem við búum á landinu eigum við líka að lifa á því með einhverjum ráðum og bendir á að hér sé hægt að framleiða allt sem við þurfum. „Það er bara spurning hvað það kostar. Aðrar þjóðir hafa þetta sama mottó: að vera sjálfum sér nægar að mestu leyti,“ segir Björn. „Þessar þjóðir þekkja þetta og hafa reynslu af því. Ís- land þekkir ekki hvernig það er að vera stríðshrjáð land og fær þá reynslu vonandi aldrei. Þannig að ég er mjög sammála þessum skoðunum forsetans um að tryggja verði fæðuöryggi landsins.“ Björn bendir á að garðyrkju- bændur hafi lengi talað um græna stóriðju í staðinn fyrir ál og að sá kostur sé einkar hag- kvæmur. „Framleiðsla á mat- vöru snýst um orku, næringu og áburð. Það þarf orku til að fram- leiða áburð og við eigum fullt af henni svo við getum brauð- fætt okkur ansi lengi ef við bara snúum okkur að því,“ segir Björn. - nrg Græna stóriðju í stað áls Björn Guðjónsson garðyrkjubóndi telur að hérlendis sé hægt að framleiða allt sem landsmenn þurfi. MYND/GKS „Kjarni þess sem hann sagði er að þessi matvælaframleiðsla, sem hann talar um, sé ákveðinn öryggisventill,“ segir Þorsteinn Sigmundsson kjúklingabóndi í Elliðahvammi. „Mannkyninu fer fjölgandi. Það minnkar svæðið sem hægt er að framleiða mat á og kaup- endamarkaðurinn verður sífellt stærri og öflugri. Kína, Indland og Rússland eru að verða kaup- endur á matvælum á heims- markaði. Þetta er nú meirihluti mannkyns.“ Þorsteinn tekur fram að korn- verð í heiminum sé að rjúka upp. „Það má segja að hveiti og maís og þær korntegundir hafi kannski verið undir verði til langs tíma vegna styrkja sem þessar þjóðir búa við. Þetta var bara á útsölu. Ég held að þeirri útsölu sé lokið og að við séum að fara inn í tímabil þar sem verð á korni verður rétt, háð framboði og eftirspurn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að Íslend- ingar eigi að vera sjálfum sér nógir; varðveita fiskimiðin vel og ganga betur um þau; ganga betur um eigið land og taka frá svæði sem eru góð fyrir land- búnað og nota eingöngu í þeim tilgangi en til einskis annars. Þorsteinn sér líka jákvæðu hliðarnar á þessum breyttu að- stæðum í heiminum og telur Ís- land eiga mörg sóknarfæri. „Við erum með mjög hreina vöru og þar eru væntanlega einhver sóknarfæri. Þótt það sé langt á milli okkar og annara landa ættum við að geta flutt út,“ segir Þorsteinn. - nrg Útsölunni er lokið Þorsteinn Sigmundsson kjúklingabóndi telur að Íslendingar eigi að ganga betur um landið og taka frá svæði sem eru góð fyrir landbúnað og nota eingöngu til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jóni Viðari Jónmundssyni, landsráðu- nauti í sauðfjárrækt hjá Bændasamtök- um Íslands, fannt margt gott koma fram í ræða forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orð í tíma töluð Forseti Íslands hélt á dögunum ræðu á Búnaðarþingi um breyttar aðstæður og horfur í framleiðslu landbúnaðarvara á heimsvísu. Í stuttu og hnitmiðuðu máli rakti hann ástæður þess að matvæla- og kornverð hefði rokið upp og brýndi fyrir Búnaðarþingi og landsmönnum að Íslendingar yrðu að tryggja fæðuöryggi sitt, en þar léki hérlendur landbúnaður meginhlutverk. Fréttablaðið fékk þrjá málsmetandi menn til að leggja mat sitt á ræðu forseta. Fæðuöryggi Íslendinga í framtíðarsýn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.