Fréttablaðið - 12.03.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 12.03.2008, Síða 24
4 30 1.622prósent eru stýrivextir evrópska seðlabankans. Vöxtunum var haldið óbreyttum í síðustu viku þrátt fyrir hátt gengi evru gagnvart helstu gjald- miðlum og óróleika á hlutabréfamörkuðum. prósent er sá hlutur í Skiptum, móðurfélagi Símans, sem boðinn er út í almennu hluta- fjárútboði. Viðskipti hefjast með bréf Skipta í Kauphöllinni eftir slétta viku. er hrein eign lífeyrissjóðanna í lok janúar. Þetta er 25 milljörðum minna en í byrjun mánaðarins, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Samkeppnin um að vera markaðs fyrir- tæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrir sögn að fyrirtæk- ið hafi verið valið markaðsfyr- irtæki ársins 2007. Í tilkynn- ingunni kemur fram að fagfólk í markaðs málum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrir- tæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Æ, æ Tapaði bunka Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka pen- ingum – og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær lista- maður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kall- inn verið að fjárfesta á hluta- bréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar,“ sagði kappinn í þættinum. Bunki er svo- lítið meira en ein eða tvær milljónir. Þeir eru greinilega gæddir spá- dómsgáfu, gjaldeyrisspekúl- antarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningar aðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðil- anna eftir því hve nálægt mánað- arspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig. Spádómsgáfa S. 520 2220 www.efnamottakan.isVið sækjum! Láttu okkur eyða gögnunum EinkamálSpillum ekki framtíðinniPIPAR • SÍA • 805 5 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.