Fréttablaðið - 12.03.2008, Side 14

Fréttablaðið - 12.03.2008, Side 14
 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● landbúnaður Námskeiðinu Stefnumót hönn- uða og bænda við Listaháskóla Íslands lýkur á laugardaginn en á því vinna nemendur í vöruhönnun með bændum í heimaframleiðslu. Þetta er í annað sinn sem nám- skeiðið er kennt en það teng- ist verkefninu Beint frá býli. Verkefnið fól í sér að nemendur kynntu sér framleiðsluna á því búi sem þeir unnu með og settu í samstarfi við bóndann fram hug- myndir að vöruþróun til að auka verðgildi og eftirspurn afurðar- innar. Kennarar á námskeiðinu voru vöruhönnuðirnir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Páls- dóttir en þær þróuðu námskeiðið í samvinnu við Sigríði Sigurjóns- dóttur, prófessor við LHÍ. Kristj- án Björn Þórðarson, grafískur hönnuður var grafískur leiðbein- andi. Brynhildur segir námskeið- ið hafa gengið vel en í haust fékk verkefnið styrk til þriggja ára frá Rannís tækniþróunarsjóði. „Það sem styrkurinn þýðir fyrir okkur er að nú verða tvö verkefni valin til að þróa áfram og þeir nemendur fá vinnu í sumar við það í samvinnu við okkur Guðfinnu,“ segir Brynhild- ur en námskeiðið hefur staðið í sjö vikur og mun þróunarvinnan hefjast í júní. Lokavaran verður svo kynnt í september. „Vörurnar verða þá búnar að fara í gegnum allar prófanir hjá Matís og fullunnar en styrkurinn gerir okkur kleift að búa til prufu- eintök og umbúðir fyrir veitinga- hús eða verslanir. Næstu þrjú árin munu því koma nýjar mat- vörur á markaðinn í september og nemendur fá þessa vinnu yfir sumarið til að þróa þær.“ Vörur sem komu út úr verkefn- inu í fyrra fengu talsverða athygli og segist Brynhildur hafa fundið fyrir auknum áhuga hjá bændum þegar farið var að leita eftir sam- starfsaðilum fyrir þetta ár. „Fólk sér tækifærin í því að fá hönnuð með sér í samstarf. Í dag skiptir það fólk líka máli hvaðan maturinn kemur og hvernig hann er unninn. Við þurfum að bera virð- ingu fyrir hráefninu og hvernig það er sett fram því íslensk mat- væli eru hágæðavörur sem þarf að kynna sem slíkar og tækifærin liggja þar,“ segir Brynhildur. Þær vörur sem verða kynntar á markaðnum á laugardaginn eru sjávarmarineraðar kartöfluflögur frá Skarði í Þykkvabæ eftir Guð- rúnu Björk Jónsdóttur og Helgu Björg Jónasardóttur, kryddlegnar gulrófur og söl frá Hrauni í Ölf- usi eftir Lenku Plivovu, Guðrúnu Hjörleifsdóttur og Eddu Gylfa- dóttur; rabarbarakarmella og ra- barbarasafi frá Löngumýri á Skeiðum eftir Örnu Rut Þorleifs- dóttur, Kristínu Þóru Sigurðar- dóttur og Stefanie Silberman og sláturterta frá Möðrudal á Fjöll- um eftir Brynjar Sigurðarson og Maríu Markovic. Markaðurinn verður haldinn að Grandagarði 8 frá klukkan 14 til 17 laugardaginn 15. mars. - rat Hönnuðir og bændur í samstarf Nemendur í vöruhönnun við LHÍ vinna með bændum í heimaframleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íslenskt hráefni er hágæðavara sem ber að kynna sem slíka að mati Brynhildar. Rabarbarasafi er meðal þess sem kom út úr samstarfi nemenda og bænda á Löngumýri á Skeiðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.